Þorir einhver í áttuna hans Gerrard? Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. maí 2015 06:00 Leikmenn Liverpool kvöddu Gerrard í treyju merktri honum en hver tekur nú við keflinu af honum? vísir/Getty Sautján ára ferli Stevens Gerrard með Liverpool lýkur formlega um næstu helgi, en á laugardaginn kvaddi hann Anfield og stuðningsmennina sem hafa staðið með honum í gegnum súrt og sætt undanfarin sautján ár. Því miður fyrir fyrirliðann þurfti hann að kveðja með tapi, en Crystal Palace eyðilagði veisluna með 3-1 sigri. Frammistaða Liverpool-liðsins var nær skammarleg í þessum mikilvæga leik fyrir stuðningsmenn liðsins. „Stuðningsmennirnir kvöddu mig með stæl. Ég er stoltur af árunum 17 en ég er bara þannig leikmaður að ég er svekktur yfir úrslitunum. En stuðningsmennirnir voru frábærir,“ sagði Steven Gerrard við BBC eftir leikinn. Gerrard tókst aldrei að vinna Englandsmeistaratitilinn sem hann hefur sjálfur sagt að sé hans mesta eftirsjá. Hann vann þó allt annað; enska bikarinn, deildabikarinn, UEFA-bikarinn, Meistaradeildina og Stórbikar Evrópu. Gerrard hefur átta sinnum verið kjörinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni, sem er met, og hann kveður, að margra mati, sem besti leikmaðurinn í sögu þess merka félags Liverpool. Spurður hvert væri besta liðið sem hann hefði spilað með vísaði hann óbeint til Liverpool-liðsins 2008-2009 sem endaði í öðru sæti á eftir Manchester United.„Liðið í fyrra, sem var svo nálægt titlinum, var mjög gott en árangurinn þá var svo mikið Luis Suárez og Daniel Sturridge að þakka. Við vorum heldur ekki í Evrópu þannig að við gátum keyrt á fullu allar helgar. Besta liðið var þegar Torres var hérna ásamt Alonso, Mascherano, Hyypia og Carragher,“ sagði Gerrard. En hvað er næst hjá Liverpool? Í ræðu sinni eftir leik sagði Gerrard að félagið væri í góðum höndum með efnilega leikmenn og frábæran knattspyrnustjóra. Enn fremur sagði hann í viðtali við BBC að hann vildi ekki snúa aftur á láni því það myndi þýða að liðið væri í vandræðum. Spurningin er: Hver þorir í áttuna? Hver verður leiðtogi Liverpool næstu árin? Flestir horfa til Jordans Henderson sem hefur vaxið mikið og verið varafyrirliði. Það er ekkert grín fyrir lið að missa svona leiðtoga sem hefur jafnframt verið besti leikmaður liðsins í mörg ár. Sá sem þorir í áttuna er hugrakkur maður. Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Sautján ára ferli Stevens Gerrard með Liverpool lýkur formlega um næstu helgi, en á laugardaginn kvaddi hann Anfield og stuðningsmennina sem hafa staðið með honum í gegnum súrt og sætt undanfarin sautján ár. Því miður fyrir fyrirliðann þurfti hann að kveðja með tapi, en Crystal Palace eyðilagði veisluna með 3-1 sigri. Frammistaða Liverpool-liðsins var nær skammarleg í þessum mikilvæga leik fyrir stuðningsmenn liðsins. „Stuðningsmennirnir kvöddu mig með stæl. Ég er stoltur af árunum 17 en ég er bara þannig leikmaður að ég er svekktur yfir úrslitunum. En stuðningsmennirnir voru frábærir,“ sagði Steven Gerrard við BBC eftir leikinn. Gerrard tókst aldrei að vinna Englandsmeistaratitilinn sem hann hefur sjálfur sagt að sé hans mesta eftirsjá. Hann vann þó allt annað; enska bikarinn, deildabikarinn, UEFA-bikarinn, Meistaradeildina og Stórbikar Evrópu. Gerrard hefur átta sinnum verið kjörinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni, sem er met, og hann kveður, að margra mati, sem besti leikmaðurinn í sögu þess merka félags Liverpool. Spurður hvert væri besta liðið sem hann hefði spilað með vísaði hann óbeint til Liverpool-liðsins 2008-2009 sem endaði í öðru sæti á eftir Manchester United.„Liðið í fyrra, sem var svo nálægt titlinum, var mjög gott en árangurinn þá var svo mikið Luis Suárez og Daniel Sturridge að þakka. Við vorum heldur ekki í Evrópu þannig að við gátum keyrt á fullu allar helgar. Besta liðið var þegar Torres var hérna ásamt Alonso, Mascherano, Hyypia og Carragher,“ sagði Gerrard. En hvað er næst hjá Liverpool? Í ræðu sinni eftir leik sagði Gerrard að félagið væri í góðum höndum með efnilega leikmenn og frábæran knattspyrnustjóra. Enn fremur sagði hann í viðtali við BBC að hann vildi ekki snúa aftur á láni því það myndi þýða að liðið væri í vandræðum. Spurningin er: Hver þorir í áttuna? Hver verður leiðtogi Liverpool næstu árin? Flestir horfa til Jordans Henderson sem hefur vaxið mikið og verið varafyrirliði. Það er ekkert grín fyrir lið að missa svona leiðtoga sem hefur jafnframt verið besti leikmaður liðsins í mörg ár. Sá sem þorir í áttuna er hugrakkur maður.
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira