Innlent

Hinsegin fræðsla í tíunda bekk í Árborg

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn vilja uppræta hatursfulla orðræðu gegn samkynhneigðum.
Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn vilja uppræta hatursfulla orðræðu gegn samkynhneigðum. Fréttablaðið/Pjetur
Bæjarstjórn Árborgar vísaði í gær tillögu um átak í eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum í samstarfi við Samtökin "78 til fræðslunefndar og íþrótta- og menningarnefndar sveitarfélagsins.

Í greinargerð með tillögu fulltrúa Samfylkingar og Bjartrar framtíðar segir að hinsegin ungmenni upplifi gjarnan mikinn skort á upplýsingum, umræðu og fyrirmyndum og eigi í erfiðleikum með að þróa jákvæða sjálfsmynd.

„Efling hinsegin fræðslu getur gert þeim auðveldara að takast á við þær tilfinningar sem tengjast kynhneigð og kynvitund. Auk þess getur hinsegin fræðsla verið mikilvægur liður í að útrýma fordómum og uppræta hatursfulla orðræðu gegn hinsegin einstaklingum,“ segir í greinargerðinni.

Ásta Stefánsdóttir úr Sjálfstæðisflokki bókaði að forvarnahópur Árborgar hefði lagt áherslu á hinsegin fræðslu. Fyrir liggi drög að samningi við Samtökin "78. 


Tengdar fréttir

Viðbrögðin sýna að fræðslu er þörf

Síðdegis í gær tók bæjarstjórn Árborgar til umræðu tillögu bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar um að farið verði í átak í eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×