Vill arð af orkuauðlindinni í varasjóð svavar hávarðsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, slógu á létta strengi á fundinum. Jóhannes Nordal, fyrrverandi stjórnarformaður Landsvirkjunar, sat fundinn og var hylltur fyrir framlag sitt til fyrirtækisins sem stofnað var fyrir 50 árum. fréttablaðið/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðaði á ársfundi Landsvirkjunar í gær vilja sinn til þess að stofnaður verði orkuauðlindasjóður – varasjóður þjóðarinnar sem hugsaður yrði til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna.“ Bjarni tengdi hugmyndina beint við þá staðreynd að Landsvirkjun telur fyrirsjáanlegt innan fárra ára að arðgreiðslur fyrirtækisins tí- eða jafnvel tuttugufaldist á við það sem fyrirtækið skilaði eiganda sínum í arð eftir síðasta ár – eða 1,5 milljörðum króna. Eftir fundinn skýrði Bjarni frekar hugmynd sína um að RARIK og Orkubú Vestfjarða féllu inn í þessa mynd enda arðgreiðslugeta þar fyrir hendi eins og hjá Landsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tíundaði á fundinum þá möguleika sem greina má við sjónarrönd en hann talaði á eftir Bjarna. Hann tók vel í hugmynd fjármálaráðherra um sjóðinn og taldi eðlilegt að gera slíkt strax, þrátt fyrir að læra megi af reynslu Norðmanna sem greiddu ekki krónu inn á sinn vel þekkta olíusjóð sjö fyrstu árin eftir að hann var stofnaður. Bjarni sagði að með því að leggja arðgreiðslur Landsvirkjunar inn í sérstakan sjóð væri kominn vísir að sérstökum stöðugleikasjóði, varasjóði sem gripið yrði til ef jafna þyrfti út djúpar sveiflur í hagkerfinu. Um mikið þolinmæðisverk væri að ræða en tímabært að taka slíka ákvörðun í breiðri sátt. „Til að byrja með kæmi til greina að orkuauðlindasjóðurinn væri gegnumstreymissjóður, nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu,“ sagði Bjarni en bætti við að slík verkefni yrði að afmarka með skýrum hætti, bæði með tilliti til umfangs og tíma. „Meginhugsunin með slíkum sjóði væri sú, eins og áður segir, að byggja upp myndarlegan höfuðstól, varasjóð okkar, og styrkja þannig efnahagslega stöðu landsins enn frekar. Sjóðurinn getur verið mikilvægt hagstjórnartæki þar sem tryggt væri að við legðum til hliðar í uppsveiflu en sjóðurinn væri til staðar til að blása lífi í hagkerfið í niðursveiflu.“ Bjarni sagði að jafnan yrði aðeins hluti ávöxtunar sjóðsins til ráðstöfunar til þjóðþrifaverka; fjárfestingar í innviðum, rannsókna, þróun og menntun. Þá myndi sjóður sem fjárfestir erlendis styðja við gengi krónunnar. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðaði á ársfundi Landsvirkjunar í gær vilja sinn til þess að stofnaður verði orkuauðlindasjóður – varasjóður þjóðarinnar sem hugsaður yrði til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna.“ Bjarni tengdi hugmyndina beint við þá staðreynd að Landsvirkjun telur fyrirsjáanlegt innan fárra ára að arðgreiðslur fyrirtækisins tí- eða jafnvel tuttugufaldist á við það sem fyrirtækið skilaði eiganda sínum í arð eftir síðasta ár – eða 1,5 milljörðum króna. Eftir fundinn skýrði Bjarni frekar hugmynd sína um að RARIK og Orkubú Vestfjarða féllu inn í þessa mynd enda arðgreiðslugeta þar fyrir hendi eins og hjá Landsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tíundaði á fundinum þá möguleika sem greina má við sjónarrönd en hann talaði á eftir Bjarna. Hann tók vel í hugmynd fjármálaráðherra um sjóðinn og taldi eðlilegt að gera slíkt strax, þrátt fyrir að læra megi af reynslu Norðmanna sem greiddu ekki krónu inn á sinn vel þekkta olíusjóð sjö fyrstu árin eftir að hann var stofnaður. Bjarni sagði að með því að leggja arðgreiðslur Landsvirkjunar inn í sérstakan sjóð væri kominn vísir að sérstökum stöðugleikasjóði, varasjóði sem gripið yrði til ef jafna þyrfti út djúpar sveiflur í hagkerfinu. Um mikið þolinmæðisverk væri að ræða en tímabært að taka slíka ákvörðun í breiðri sátt. „Til að byrja með kæmi til greina að orkuauðlindasjóðurinn væri gegnumstreymissjóður, nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu,“ sagði Bjarni en bætti við að slík verkefni yrði að afmarka með skýrum hætti, bæði með tilliti til umfangs og tíma. „Meginhugsunin með slíkum sjóði væri sú, eins og áður segir, að byggja upp myndarlegan höfuðstól, varasjóð okkar, og styrkja þannig efnahagslega stöðu landsins enn frekar. Sjóðurinn getur verið mikilvægt hagstjórnartæki þar sem tryggt væri að við legðum til hliðar í uppsveiflu en sjóðurinn væri til staðar til að blása lífi í hagkerfið í niðursveiflu.“ Bjarni sagði að jafnan yrði aðeins hluti ávöxtunar sjóðsins til ráðstöfunar til þjóðþrifaverka; fjárfestingar í innviðum, rannsókna, þróun og menntun. Þá myndi sjóður sem fjárfestir erlendis styðja við gengi krónunnar.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira