Sjónskert stúlka kemst ekki ferða sinna: „Einangrar sig frekar en að fara í rútunni“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2015 08:00 Snæfríður segist ekki vilja fara með rútu í skólann. „Það er frekar skrýtið, ég á ekki að þurfa að fara í þessa þjónustu. Ég get alveg séð um þetta sjálf,“ segir Snæfríður. vísir/valli Snæfríður Ingadóttir er sjónskert og skilgreind sem lögblind. Foreldrar hennar eru orðnir langþreyttir á úrræða- og skilningsleysi sem Snæfríður mætir vegna fötlunarinnar. Fjölskyldan býr í Kópavogi og hefur nú ákveðið að stefna bænum vegna skorts á þjónustu. „Þegar það er mikil birta úti, snjór eða sólskin, þá er Snæfríður nánast alveg blind og getur ekki farið ferða sinna sjálf. Þá þurfum við að skutla henni í og úr skóla, í tómstundir og félagslíf. Ef hún byggi í öðru sveitarfélagi hefði hún rétt á leigubílaþjónustu eins og aðrir lögblindir. En það er ekki í boði hér í Kópavogi,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir, móðir Snæfríðar. Snæfríði hefur verið boðið að taka rútu með börnum sem eru í námsveri í skólanum, sem eru sérstök úrræði. Snæfríður gengur aftur á móti í almennan bekk enda afbragðs námsmaður. „Hún vill ekki þiggja far með rútunni. Hún myndi frekar sleppa því og einangra sig enda er erfitt fyrir unglingsstúlku á viðkvæmustu árum sínum að vera sett í hóp með börnum sem stríða við annars konar fötlun. Það þarf að sníða þjónustuna að hennar þörfum en ekki láta hana laga sig að þeirri þjónustu sem er í boði fyrir aðra. En það á alltaf að láta eitt ganga yfir alla þá sem eru fatlaðir.“Snæfríði ekki tekið eins og hún er Ragnhildur segir Kópavogsbæ ekki hafa boðið upp á neinar samræður og því hafi þau foreldrarnir ákveðið að fara hina lögbundnu leið og er málið komið í ferli. Hún segir skólasögu Snæfríðar einnig hafa oft einkennst af skilningsleysi og skorti á viðleitni. Í skólanum skorti oft svigrúm til að taka Snæfríði eins og hún er. „Skóli án aðgreiningar er fallegt á blaði en það skilar sér ekki alltaf í framkvæmd. Það er farið í ferðir án þess að hugsa um hvernig hægt sé að sníða ferðina að þörfum Snæfríðar og hefur komið fyrir að hún geti ekki farið með. Síðastliðin ár hefur Snæfríður setið í handavinnutímum og mjög oft upplifað að ekki sé komið til móts við þarfir hennar. Hún situr í landafræðitíma í heilan klukkutíma án þess að vera með því hún sér ekki á landakortið. Það eru til svo mörg dæmi sem sýna okkur að þarna vanti ákveðna viðleitni.“Gleymska eða áhugaleysi? Ragnhildur segir að samstarfið við skólastjórann hafi verið gott í gegnum tíðina en þau hafi síður mætt skilningi af hálfu kennaranna, enda séu kröfur á kennara ef til vill of miklar. Hún segir skorta fræðslu og upplýsingu um fötlun og þá sérstaklega um lögblindu, sem er afar sjaldgæf. Þjónusta sem börn með algengari fatlanir og raskanir fá henti Snæfríði engan veginn. „Einfaldar beiðnir eins og að fá námsgögn við hennar hæfi hafa oft ekki komist til skila og þetta er stanslaus barátta um grundvallaratriði. Svo fær maður þau svör frá fólki sem Snæfríður þarf að eiga í samskiptum við, alls staðar í samfélaginu, að það gleymi því stöðugt að hún sé lögblind eða það hafi ekki gert sér grein fyrir takmörkunum hennar. Maður heyrir það aftur og aftur – en er þetta gleymska eða áhugaleysi?“ Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Snæfríður Ingadóttir er sjónskert og skilgreind sem lögblind. Foreldrar hennar eru orðnir langþreyttir á úrræða- og skilningsleysi sem Snæfríður mætir vegna fötlunarinnar. Fjölskyldan býr í Kópavogi og hefur nú ákveðið að stefna bænum vegna skorts á þjónustu. „Þegar það er mikil birta úti, snjór eða sólskin, þá er Snæfríður nánast alveg blind og getur ekki farið ferða sinna sjálf. Þá þurfum við að skutla henni í og úr skóla, í tómstundir og félagslíf. Ef hún byggi í öðru sveitarfélagi hefði hún rétt á leigubílaþjónustu eins og aðrir lögblindir. En það er ekki í boði hér í Kópavogi,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir, móðir Snæfríðar. Snæfríði hefur verið boðið að taka rútu með börnum sem eru í námsveri í skólanum, sem eru sérstök úrræði. Snæfríður gengur aftur á móti í almennan bekk enda afbragðs námsmaður. „Hún vill ekki þiggja far með rútunni. Hún myndi frekar sleppa því og einangra sig enda er erfitt fyrir unglingsstúlku á viðkvæmustu árum sínum að vera sett í hóp með börnum sem stríða við annars konar fötlun. Það þarf að sníða þjónustuna að hennar þörfum en ekki láta hana laga sig að þeirri þjónustu sem er í boði fyrir aðra. En það á alltaf að láta eitt ganga yfir alla þá sem eru fatlaðir.“Snæfríði ekki tekið eins og hún er Ragnhildur segir Kópavogsbæ ekki hafa boðið upp á neinar samræður og því hafi þau foreldrarnir ákveðið að fara hina lögbundnu leið og er málið komið í ferli. Hún segir skólasögu Snæfríðar einnig hafa oft einkennst af skilningsleysi og skorti á viðleitni. Í skólanum skorti oft svigrúm til að taka Snæfríði eins og hún er. „Skóli án aðgreiningar er fallegt á blaði en það skilar sér ekki alltaf í framkvæmd. Það er farið í ferðir án þess að hugsa um hvernig hægt sé að sníða ferðina að þörfum Snæfríðar og hefur komið fyrir að hún geti ekki farið með. Síðastliðin ár hefur Snæfríður setið í handavinnutímum og mjög oft upplifað að ekki sé komið til móts við þarfir hennar. Hún situr í landafræðitíma í heilan klukkutíma án þess að vera með því hún sér ekki á landakortið. Það eru til svo mörg dæmi sem sýna okkur að þarna vanti ákveðna viðleitni.“Gleymska eða áhugaleysi? Ragnhildur segir að samstarfið við skólastjórann hafi verið gott í gegnum tíðina en þau hafi síður mætt skilningi af hálfu kennaranna, enda séu kröfur á kennara ef til vill of miklar. Hún segir skorta fræðslu og upplýsingu um fötlun og þá sérstaklega um lögblindu, sem er afar sjaldgæf. Þjónusta sem börn með algengari fatlanir og raskanir fá henti Snæfríði engan veginn. „Einfaldar beiðnir eins og að fá námsgögn við hennar hæfi hafa oft ekki komist til skila og þetta er stanslaus barátta um grundvallaratriði. Svo fær maður þau svör frá fólki sem Snæfríður þarf að eiga í samskiptum við, alls staðar í samfélaginu, að það gleymi því stöðugt að hún sé lögblind eða það hafi ekki gert sér grein fyrir takmörkunum hennar. Maður heyrir það aftur og aftur – en er þetta gleymska eða áhugaleysi?“
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira