Sjónskert stúlka kemst ekki ferða sinna: „Einangrar sig frekar en að fara í rútunni“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2015 08:00 Snæfríður segist ekki vilja fara með rútu í skólann. „Það er frekar skrýtið, ég á ekki að þurfa að fara í þessa þjónustu. Ég get alveg séð um þetta sjálf,“ segir Snæfríður. vísir/valli Snæfríður Ingadóttir er sjónskert og skilgreind sem lögblind. Foreldrar hennar eru orðnir langþreyttir á úrræða- og skilningsleysi sem Snæfríður mætir vegna fötlunarinnar. Fjölskyldan býr í Kópavogi og hefur nú ákveðið að stefna bænum vegna skorts á þjónustu. „Þegar það er mikil birta úti, snjór eða sólskin, þá er Snæfríður nánast alveg blind og getur ekki farið ferða sinna sjálf. Þá þurfum við að skutla henni í og úr skóla, í tómstundir og félagslíf. Ef hún byggi í öðru sveitarfélagi hefði hún rétt á leigubílaþjónustu eins og aðrir lögblindir. En það er ekki í boði hér í Kópavogi,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir, móðir Snæfríðar. Snæfríði hefur verið boðið að taka rútu með börnum sem eru í námsveri í skólanum, sem eru sérstök úrræði. Snæfríður gengur aftur á móti í almennan bekk enda afbragðs námsmaður. „Hún vill ekki þiggja far með rútunni. Hún myndi frekar sleppa því og einangra sig enda er erfitt fyrir unglingsstúlku á viðkvæmustu árum sínum að vera sett í hóp með börnum sem stríða við annars konar fötlun. Það þarf að sníða þjónustuna að hennar þörfum en ekki láta hana laga sig að þeirri þjónustu sem er í boði fyrir aðra. En það á alltaf að láta eitt ganga yfir alla þá sem eru fatlaðir.“Snæfríði ekki tekið eins og hún er Ragnhildur segir Kópavogsbæ ekki hafa boðið upp á neinar samræður og því hafi þau foreldrarnir ákveðið að fara hina lögbundnu leið og er málið komið í ferli. Hún segir skólasögu Snæfríðar einnig hafa oft einkennst af skilningsleysi og skorti á viðleitni. Í skólanum skorti oft svigrúm til að taka Snæfríði eins og hún er. „Skóli án aðgreiningar er fallegt á blaði en það skilar sér ekki alltaf í framkvæmd. Það er farið í ferðir án þess að hugsa um hvernig hægt sé að sníða ferðina að þörfum Snæfríðar og hefur komið fyrir að hún geti ekki farið með. Síðastliðin ár hefur Snæfríður setið í handavinnutímum og mjög oft upplifað að ekki sé komið til móts við þarfir hennar. Hún situr í landafræðitíma í heilan klukkutíma án þess að vera með því hún sér ekki á landakortið. Það eru til svo mörg dæmi sem sýna okkur að þarna vanti ákveðna viðleitni.“Gleymska eða áhugaleysi? Ragnhildur segir að samstarfið við skólastjórann hafi verið gott í gegnum tíðina en þau hafi síður mætt skilningi af hálfu kennaranna, enda séu kröfur á kennara ef til vill of miklar. Hún segir skorta fræðslu og upplýsingu um fötlun og þá sérstaklega um lögblindu, sem er afar sjaldgæf. Þjónusta sem börn með algengari fatlanir og raskanir fá henti Snæfríði engan veginn. „Einfaldar beiðnir eins og að fá námsgögn við hennar hæfi hafa oft ekki komist til skila og þetta er stanslaus barátta um grundvallaratriði. Svo fær maður þau svör frá fólki sem Snæfríður þarf að eiga í samskiptum við, alls staðar í samfélaginu, að það gleymi því stöðugt að hún sé lögblind eða það hafi ekki gert sér grein fyrir takmörkunum hennar. Maður heyrir það aftur og aftur – en er þetta gleymska eða áhugaleysi?“ Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Snæfríður Ingadóttir er sjónskert og skilgreind sem lögblind. Foreldrar hennar eru orðnir langþreyttir á úrræða- og skilningsleysi sem Snæfríður mætir vegna fötlunarinnar. Fjölskyldan býr í Kópavogi og hefur nú ákveðið að stefna bænum vegna skorts á þjónustu. „Þegar það er mikil birta úti, snjór eða sólskin, þá er Snæfríður nánast alveg blind og getur ekki farið ferða sinna sjálf. Þá þurfum við að skutla henni í og úr skóla, í tómstundir og félagslíf. Ef hún byggi í öðru sveitarfélagi hefði hún rétt á leigubílaþjónustu eins og aðrir lögblindir. En það er ekki í boði hér í Kópavogi,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir, móðir Snæfríðar. Snæfríði hefur verið boðið að taka rútu með börnum sem eru í námsveri í skólanum, sem eru sérstök úrræði. Snæfríður gengur aftur á móti í almennan bekk enda afbragðs námsmaður. „Hún vill ekki þiggja far með rútunni. Hún myndi frekar sleppa því og einangra sig enda er erfitt fyrir unglingsstúlku á viðkvæmustu árum sínum að vera sett í hóp með börnum sem stríða við annars konar fötlun. Það þarf að sníða þjónustuna að hennar þörfum en ekki láta hana laga sig að þeirri þjónustu sem er í boði fyrir aðra. En það á alltaf að láta eitt ganga yfir alla þá sem eru fatlaðir.“Snæfríði ekki tekið eins og hún er Ragnhildur segir Kópavogsbæ ekki hafa boðið upp á neinar samræður og því hafi þau foreldrarnir ákveðið að fara hina lögbundnu leið og er málið komið í ferli. Hún segir skólasögu Snæfríðar einnig hafa oft einkennst af skilningsleysi og skorti á viðleitni. Í skólanum skorti oft svigrúm til að taka Snæfríði eins og hún er. „Skóli án aðgreiningar er fallegt á blaði en það skilar sér ekki alltaf í framkvæmd. Það er farið í ferðir án þess að hugsa um hvernig hægt sé að sníða ferðina að þörfum Snæfríðar og hefur komið fyrir að hún geti ekki farið með. Síðastliðin ár hefur Snæfríður setið í handavinnutímum og mjög oft upplifað að ekki sé komið til móts við þarfir hennar. Hún situr í landafræðitíma í heilan klukkutíma án þess að vera með því hún sér ekki á landakortið. Það eru til svo mörg dæmi sem sýna okkur að þarna vanti ákveðna viðleitni.“Gleymska eða áhugaleysi? Ragnhildur segir að samstarfið við skólastjórann hafi verið gott í gegnum tíðina en þau hafi síður mætt skilningi af hálfu kennaranna, enda séu kröfur á kennara ef til vill of miklar. Hún segir skorta fræðslu og upplýsingu um fötlun og þá sérstaklega um lögblindu, sem er afar sjaldgæf. Þjónusta sem börn með algengari fatlanir og raskanir fá henti Snæfríði engan veginn. „Einfaldar beiðnir eins og að fá námsgögn við hennar hæfi hafa oft ekki komist til skila og þetta er stanslaus barátta um grundvallaratriði. Svo fær maður þau svör frá fólki sem Snæfríður þarf að eiga í samskiptum við, alls staðar í samfélaginu, að það gleymi því stöðugt að hún sé lögblind eða það hafi ekki gert sér grein fyrir takmörkunum hennar. Maður heyrir það aftur og aftur – en er þetta gleymska eða áhugaleysi?“
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira