Sjónskert stúlka kemst ekki ferða sinna: „Einangrar sig frekar en að fara í rútunni“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2015 08:00 Snæfríður segist ekki vilja fara með rútu í skólann. „Það er frekar skrýtið, ég á ekki að þurfa að fara í þessa þjónustu. Ég get alveg séð um þetta sjálf,“ segir Snæfríður. vísir/valli Snæfríður Ingadóttir er sjónskert og skilgreind sem lögblind. Foreldrar hennar eru orðnir langþreyttir á úrræða- og skilningsleysi sem Snæfríður mætir vegna fötlunarinnar. Fjölskyldan býr í Kópavogi og hefur nú ákveðið að stefna bænum vegna skorts á þjónustu. „Þegar það er mikil birta úti, snjór eða sólskin, þá er Snæfríður nánast alveg blind og getur ekki farið ferða sinna sjálf. Þá þurfum við að skutla henni í og úr skóla, í tómstundir og félagslíf. Ef hún byggi í öðru sveitarfélagi hefði hún rétt á leigubílaþjónustu eins og aðrir lögblindir. En það er ekki í boði hér í Kópavogi,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir, móðir Snæfríðar. Snæfríði hefur verið boðið að taka rútu með börnum sem eru í námsveri í skólanum, sem eru sérstök úrræði. Snæfríður gengur aftur á móti í almennan bekk enda afbragðs námsmaður. „Hún vill ekki þiggja far með rútunni. Hún myndi frekar sleppa því og einangra sig enda er erfitt fyrir unglingsstúlku á viðkvæmustu árum sínum að vera sett í hóp með börnum sem stríða við annars konar fötlun. Það þarf að sníða þjónustuna að hennar þörfum en ekki láta hana laga sig að þeirri þjónustu sem er í boði fyrir aðra. En það á alltaf að láta eitt ganga yfir alla þá sem eru fatlaðir.“Snæfríði ekki tekið eins og hún er Ragnhildur segir Kópavogsbæ ekki hafa boðið upp á neinar samræður og því hafi þau foreldrarnir ákveðið að fara hina lögbundnu leið og er málið komið í ferli. Hún segir skólasögu Snæfríðar einnig hafa oft einkennst af skilningsleysi og skorti á viðleitni. Í skólanum skorti oft svigrúm til að taka Snæfríði eins og hún er. „Skóli án aðgreiningar er fallegt á blaði en það skilar sér ekki alltaf í framkvæmd. Það er farið í ferðir án þess að hugsa um hvernig hægt sé að sníða ferðina að þörfum Snæfríðar og hefur komið fyrir að hún geti ekki farið með. Síðastliðin ár hefur Snæfríður setið í handavinnutímum og mjög oft upplifað að ekki sé komið til móts við þarfir hennar. Hún situr í landafræðitíma í heilan klukkutíma án þess að vera með því hún sér ekki á landakortið. Það eru til svo mörg dæmi sem sýna okkur að þarna vanti ákveðna viðleitni.“Gleymska eða áhugaleysi? Ragnhildur segir að samstarfið við skólastjórann hafi verið gott í gegnum tíðina en þau hafi síður mætt skilningi af hálfu kennaranna, enda séu kröfur á kennara ef til vill of miklar. Hún segir skorta fræðslu og upplýsingu um fötlun og þá sérstaklega um lögblindu, sem er afar sjaldgæf. Þjónusta sem börn með algengari fatlanir og raskanir fá henti Snæfríði engan veginn. „Einfaldar beiðnir eins og að fá námsgögn við hennar hæfi hafa oft ekki komist til skila og þetta er stanslaus barátta um grundvallaratriði. Svo fær maður þau svör frá fólki sem Snæfríður þarf að eiga í samskiptum við, alls staðar í samfélaginu, að það gleymi því stöðugt að hún sé lögblind eða það hafi ekki gert sér grein fyrir takmörkunum hennar. Maður heyrir það aftur og aftur – en er þetta gleymska eða áhugaleysi?“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Snæfríður Ingadóttir er sjónskert og skilgreind sem lögblind. Foreldrar hennar eru orðnir langþreyttir á úrræða- og skilningsleysi sem Snæfríður mætir vegna fötlunarinnar. Fjölskyldan býr í Kópavogi og hefur nú ákveðið að stefna bænum vegna skorts á þjónustu. „Þegar það er mikil birta úti, snjór eða sólskin, þá er Snæfríður nánast alveg blind og getur ekki farið ferða sinna sjálf. Þá þurfum við að skutla henni í og úr skóla, í tómstundir og félagslíf. Ef hún byggi í öðru sveitarfélagi hefði hún rétt á leigubílaþjónustu eins og aðrir lögblindir. En það er ekki í boði hér í Kópavogi,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir, móðir Snæfríðar. Snæfríði hefur verið boðið að taka rútu með börnum sem eru í námsveri í skólanum, sem eru sérstök úrræði. Snæfríður gengur aftur á móti í almennan bekk enda afbragðs námsmaður. „Hún vill ekki þiggja far með rútunni. Hún myndi frekar sleppa því og einangra sig enda er erfitt fyrir unglingsstúlku á viðkvæmustu árum sínum að vera sett í hóp með börnum sem stríða við annars konar fötlun. Það þarf að sníða þjónustuna að hennar þörfum en ekki láta hana laga sig að þeirri þjónustu sem er í boði fyrir aðra. En það á alltaf að láta eitt ganga yfir alla þá sem eru fatlaðir.“Snæfríði ekki tekið eins og hún er Ragnhildur segir Kópavogsbæ ekki hafa boðið upp á neinar samræður og því hafi þau foreldrarnir ákveðið að fara hina lögbundnu leið og er málið komið í ferli. Hún segir skólasögu Snæfríðar einnig hafa oft einkennst af skilningsleysi og skorti á viðleitni. Í skólanum skorti oft svigrúm til að taka Snæfríði eins og hún er. „Skóli án aðgreiningar er fallegt á blaði en það skilar sér ekki alltaf í framkvæmd. Það er farið í ferðir án þess að hugsa um hvernig hægt sé að sníða ferðina að þörfum Snæfríðar og hefur komið fyrir að hún geti ekki farið með. Síðastliðin ár hefur Snæfríður setið í handavinnutímum og mjög oft upplifað að ekki sé komið til móts við þarfir hennar. Hún situr í landafræðitíma í heilan klukkutíma án þess að vera með því hún sér ekki á landakortið. Það eru til svo mörg dæmi sem sýna okkur að þarna vanti ákveðna viðleitni.“Gleymska eða áhugaleysi? Ragnhildur segir að samstarfið við skólastjórann hafi verið gott í gegnum tíðina en þau hafi síður mætt skilningi af hálfu kennaranna, enda séu kröfur á kennara ef til vill of miklar. Hún segir skorta fræðslu og upplýsingu um fötlun og þá sérstaklega um lögblindu, sem er afar sjaldgæf. Þjónusta sem börn með algengari fatlanir og raskanir fá henti Snæfríði engan veginn. „Einfaldar beiðnir eins og að fá námsgögn við hennar hæfi hafa oft ekki komist til skila og þetta er stanslaus barátta um grundvallaratriði. Svo fær maður þau svör frá fólki sem Snæfríður þarf að eiga í samskiptum við, alls staðar í samfélaginu, að það gleymi því stöðugt að hún sé lögblind eða það hafi ekki gert sér grein fyrir takmörkunum hennar. Maður heyrir það aftur og aftur – en er þetta gleymska eða áhugaleysi?“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent