Hlustaði ekki á annað næstu fimm dagana Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2015 08:00 Atli Freyr sést hér í myndbandinu, sem er svarthvítt. Vísir Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf út lagið I of the Storm í gær en lagið er af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Beneath the Skin, en áætlaður útgáfudagur hennar er þann 9. júní næstkomandi. Myndbandið við I of the Storm er í formi textamyndbands, Atli Freyr Demantur er í forgrunni og syngur lagið af innlifun á meðan texti lagsins birtist neðst í myndbandinu en myndbandið er að því virðist allt tekið upp í einni töku og í svarthvítu. Atli Freyr er búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann starfar sem förðunarfræðingur og var með söngkonu Of Monsters and Men, Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur, í grunnskóla. „Ég var staddur í Kína að vinna að myndatöku þar þegar Nanna hringdi í mig og sagði mér að þau vildu fá mig í þetta. Það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri svo ég stökk af stað og gerði þetta.“ Atli Freyr hefur eitthvað fengist við leiklist og talaði meðal annars inn á teiknimyndir sem barn og hefur tekið að sér lítil hlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum. Hann varð strax hrifinn af laginu og segir það kraftmikið og tilfinningaþrungið. „Ég varð strax ástfanginn af laginu og hlustaði ekki á neitt annað næstu fimm daga eftir þetta. Lagið er allt öðruvísi en Crystals. Það er kraftmikið meðan þetta er tilfinningaríkara og persónulegra. Það er kraftmikið á allt annan hátt.“ Lagið er önnur smáskífa plötunnar en lagið Crystals kom út þann sextánda mars síðastliðinn. Við það var gefið út álíka textamyndband þar sem má sjá leikarann Sigurð Sigurjónsson syngja með laginu og hefur myndbandið fengið 2.215.337 spilanir á myndbandasíðunni YouTube. En myndböndin eru bæði framleidd af framleiðslufyrirtækinu Tjarnargatan. Hlekkur inn á myndbandið við I of the Storm var birtur á Facebook-síðu Of Monsters and Men um þrjúleytið í gær og fékk lagið strax mikil viðbrögð frá aðdáendum sveitarinnar en þegar þetta er skrifað hafa ríflega 6.500 manns látið sér líka við hlekkinn á Facebook og rúmlega 1.200 manns deilt honum. Eins hafa rúmlega 3.000 manns gefið myndbandinu þumalinn upp á YouTube en áhorfstölur hafa enn ekki verið birtar á myndbandasíðunni.Hljómsveitin eru nú á leið í tónleikaferðalag en fyrstu tónleikar hennar verða í borginni Toronto næstkomandi mánudag og er uppselt á þá. Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf út lagið I of the Storm í gær en lagið er af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Beneath the Skin, en áætlaður útgáfudagur hennar er þann 9. júní næstkomandi. Myndbandið við I of the Storm er í formi textamyndbands, Atli Freyr Demantur er í forgrunni og syngur lagið af innlifun á meðan texti lagsins birtist neðst í myndbandinu en myndbandið er að því virðist allt tekið upp í einni töku og í svarthvítu. Atli Freyr er búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann starfar sem förðunarfræðingur og var með söngkonu Of Monsters and Men, Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur, í grunnskóla. „Ég var staddur í Kína að vinna að myndatöku þar þegar Nanna hringdi í mig og sagði mér að þau vildu fá mig í þetta. Það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri svo ég stökk af stað og gerði þetta.“ Atli Freyr hefur eitthvað fengist við leiklist og talaði meðal annars inn á teiknimyndir sem barn og hefur tekið að sér lítil hlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum. Hann varð strax hrifinn af laginu og segir það kraftmikið og tilfinningaþrungið. „Ég varð strax ástfanginn af laginu og hlustaði ekki á neitt annað næstu fimm daga eftir þetta. Lagið er allt öðruvísi en Crystals. Það er kraftmikið meðan þetta er tilfinningaríkara og persónulegra. Það er kraftmikið á allt annan hátt.“ Lagið er önnur smáskífa plötunnar en lagið Crystals kom út þann sextánda mars síðastliðinn. Við það var gefið út álíka textamyndband þar sem má sjá leikarann Sigurð Sigurjónsson syngja með laginu og hefur myndbandið fengið 2.215.337 spilanir á myndbandasíðunni YouTube. En myndböndin eru bæði framleidd af framleiðslufyrirtækinu Tjarnargatan. Hlekkur inn á myndbandið við I of the Storm var birtur á Facebook-síðu Of Monsters and Men um þrjúleytið í gær og fékk lagið strax mikil viðbrögð frá aðdáendum sveitarinnar en þegar þetta er skrifað hafa ríflega 6.500 manns látið sér líka við hlekkinn á Facebook og rúmlega 1.200 manns deilt honum. Eins hafa rúmlega 3.000 manns gefið myndbandinu þumalinn upp á YouTube en áhorfstölur hafa enn ekki verið birtar á myndbandasíðunni.Hljómsveitin eru nú á leið í tónleikaferðalag en fyrstu tónleikar hennar verða í borginni Toronto næstkomandi mánudag og er uppselt á þá.
Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira