Hlustaði ekki á annað næstu fimm dagana Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2015 08:00 Atli Freyr sést hér í myndbandinu, sem er svarthvítt. Vísir Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf út lagið I of the Storm í gær en lagið er af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Beneath the Skin, en áætlaður útgáfudagur hennar er þann 9. júní næstkomandi. Myndbandið við I of the Storm er í formi textamyndbands, Atli Freyr Demantur er í forgrunni og syngur lagið af innlifun á meðan texti lagsins birtist neðst í myndbandinu en myndbandið er að því virðist allt tekið upp í einni töku og í svarthvítu. Atli Freyr er búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann starfar sem förðunarfræðingur og var með söngkonu Of Monsters and Men, Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur, í grunnskóla. „Ég var staddur í Kína að vinna að myndatöku þar þegar Nanna hringdi í mig og sagði mér að þau vildu fá mig í þetta. Það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri svo ég stökk af stað og gerði þetta.“ Atli Freyr hefur eitthvað fengist við leiklist og talaði meðal annars inn á teiknimyndir sem barn og hefur tekið að sér lítil hlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum. Hann varð strax hrifinn af laginu og segir það kraftmikið og tilfinningaþrungið. „Ég varð strax ástfanginn af laginu og hlustaði ekki á neitt annað næstu fimm daga eftir þetta. Lagið er allt öðruvísi en Crystals. Það er kraftmikið meðan þetta er tilfinningaríkara og persónulegra. Það er kraftmikið á allt annan hátt.“ Lagið er önnur smáskífa plötunnar en lagið Crystals kom út þann sextánda mars síðastliðinn. Við það var gefið út álíka textamyndband þar sem má sjá leikarann Sigurð Sigurjónsson syngja með laginu og hefur myndbandið fengið 2.215.337 spilanir á myndbandasíðunni YouTube. En myndböndin eru bæði framleidd af framleiðslufyrirtækinu Tjarnargatan. Hlekkur inn á myndbandið við I of the Storm var birtur á Facebook-síðu Of Monsters and Men um þrjúleytið í gær og fékk lagið strax mikil viðbrögð frá aðdáendum sveitarinnar en þegar þetta er skrifað hafa ríflega 6.500 manns látið sér líka við hlekkinn á Facebook og rúmlega 1.200 manns deilt honum. Eins hafa rúmlega 3.000 manns gefið myndbandinu þumalinn upp á YouTube en áhorfstölur hafa enn ekki verið birtar á myndbandasíðunni.Hljómsveitin eru nú á leið í tónleikaferðalag en fyrstu tónleikar hennar verða í borginni Toronto næstkomandi mánudag og er uppselt á þá. Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf út lagið I of the Storm í gær en lagið er af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Beneath the Skin, en áætlaður útgáfudagur hennar er þann 9. júní næstkomandi. Myndbandið við I of the Storm er í formi textamyndbands, Atli Freyr Demantur er í forgrunni og syngur lagið af innlifun á meðan texti lagsins birtist neðst í myndbandinu en myndbandið er að því virðist allt tekið upp í einni töku og í svarthvítu. Atli Freyr er búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann starfar sem förðunarfræðingur og var með söngkonu Of Monsters and Men, Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur, í grunnskóla. „Ég var staddur í Kína að vinna að myndatöku þar þegar Nanna hringdi í mig og sagði mér að þau vildu fá mig í þetta. Það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri svo ég stökk af stað og gerði þetta.“ Atli Freyr hefur eitthvað fengist við leiklist og talaði meðal annars inn á teiknimyndir sem barn og hefur tekið að sér lítil hlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum. Hann varð strax hrifinn af laginu og segir það kraftmikið og tilfinningaþrungið. „Ég varð strax ástfanginn af laginu og hlustaði ekki á neitt annað næstu fimm daga eftir þetta. Lagið er allt öðruvísi en Crystals. Það er kraftmikið meðan þetta er tilfinningaríkara og persónulegra. Það er kraftmikið á allt annan hátt.“ Lagið er önnur smáskífa plötunnar en lagið Crystals kom út þann sextánda mars síðastliðinn. Við það var gefið út álíka textamyndband þar sem má sjá leikarann Sigurð Sigurjónsson syngja með laginu og hefur myndbandið fengið 2.215.337 spilanir á myndbandasíðunni YouTube. En myndböndin eru bæði framleidd af framleiðslufyrirtækinu Tjarnargatan. Hlekkur inn á myndbandið við I of the Storm var birtur á Facebook-síðu Of Monsters and Men um þrjúleytið í gær og fékk lagið strax mikil viðbrögð frá aðdáendum sveitarinnar en þegar þetta er skrifað hafa ríflega 6.500 manns látið sér líka við hlekkinn á Facebook og rúmlega 1.200 manns deilt honum. Eins hafa rúmlega 3.000 manns gefið myndbandinu þumalinn upp á YouTube en áhorfstölur hafa enn ekki verið birtar á myndbandasíðunni.Hljómsveitin eru nú á leið í tónleikaferðalag en fyrstu tónleikar hennar verða í borginni Toronto næstkomandi mánudag og er uppselt á þá.
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira