Hlustaði ekki á annað næstu fimm dagana Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2015 08:00 Atli Freyr sést hér í myndbandinu, sem er svarthvítt. Vísir Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf út lagið I of the Storm í gær en lagið er af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Beneath the Skin, en áætlaður útgáfudagur hennar er þann 9. júní næstkomandi. Myndbandið við I of the Storm er í formi textamyndbands, Atli Freyr Demantur er í forgrunni og syngur lagið af innlifun á meðan texti lagsins birtist neðst í myndbandinu en myndbandið er að því virðist allt tekið upp í einni töku og í svarthvítu. Atli Freyr er búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann starfar sem förðunarfræðingur og var með söngkonu Of Monsters and Men, Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur, í grunnskóla. „Ég var staddur í Kína að vinna að myndatöku þar þegar Nanna hringdi í mig og sagði mér að þau vildu fá mig í þetta. Það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri svo ég stökk af stað og gerði þetta.“ Atli Freyr hefur eitthvað fengist við leiklist og talaði meðal annars inn á teiknimyndir sem barn og hefur tekið að sér lítil hlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum. Hann varð strax hrifinn af laginu og segir það kraftmikið og tilfinningaþrungið. „Ég varð strax ástfanginn af laginu og hlustaði ekki á neitt annað næstu fimm daga eftir þetta. Lagið er allt öðruvísi en Crystals. Það er kraftmikið meðan þetta er tilfinningaríkara og persónulegra. Það er kraftmikið á allt annan hátt.“ Lagið er önnur smáskífa plötunnar en lagið Crystals kom út þann sextánda mars síðastliðinn. Við það var gefið út álíka textamyndband þar sem má sjá leikarann Sigurð Sigurjónsson syngja með laginu og hefur myndbandið fengið 2.215.337 spilanir á myndbandasíðunni YouTube. En myndböndin eru bæði framleidd af framleiðslufyrirtækinu Tjarnargatan. Hlekkur inn á myndbandið við I of the Storm var birtur á Facebook-síðu Of Monsters and Men um þrjúleytið í gær og fékk lagið strax mikil viðbrögð frá aðdáendum sveitarinnar en þegar þetta er skrifað hafa ríflega 6.500 manns látið sér líka við hlekkinn á Facebook og rúmlega 1.200 manns deilt honum. Eins hafa rúmlega 3.000 manns gefið myndbandinu þumalinn upp á YouTube en áhorfstölur hafa enn ekki verið birtar á myndbandasíðunni.Hljómsveitin eru nú á leið í tónleikaferðalag en fyrstu tónleikar hennar verða í borginni Toronto næstkomandi mánudag og er uppselt á þá. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf út lagið I of the Storm í gær en lagið er af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Beneath the Skin, en áætlaður útgáfudagur hennar er þann 9. júní næstkomandi. Myndbandið við I of the Storm er í formi textamyndbands, Atli Freyr Demantur er í forgrunni og syngur lagið af innlifun á meðan texti lagsins birtist neðst í myndbandinu en myndbandið er að því virðist allt tekið upp í einni töku og í svarthvítu. Atli Freyr er búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann starfar sem förðunarfræðingur og var með söngkonu Of Monsters and Men, Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur, í grunnskóla. „Ég var staddur í Kína að vinna að myndatöku þar þegar Nanna hringdi í mig og sagði mér að þau vildu fá mig í þetta. Það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri svo ég stökk af stað og gerði þetta.“ Atli Freyr hefur eitthvað fengist við leiklist og talaði meðal annars inn á teiknimyndir sem barn og hefur tekið að sér lítil hlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum. Hann varð strax hrifinn af laginu og segir það kraftmikið og tilfinningaþrungið. „Ég varð strax ástfanginn af laginu og hlustaði ekki á neitt annað næstu fimm daga eftir þetta. Lagið er allt öðruvísi en Crystals. Það er kraftmikið meðan þetta er tilfinningaríkara og persónulegra. Það er kraftmikið á allt annan hátt.“ Lagið er önnur smáskífa plötunnar en lagið Crystals kom út þann sextánda mars síðastliðinn. Við það var gefið út álíka textamyndband þar sem má sjá leikarann Sigurð Sigurjónsson syngja með laginu og hefur myndbandið fengið 2.215.337 spilanir á myndbandasíðunni YouTube. En myndböndin eru bæði framleidd af framleiðslufyrirtækinu Tjarnargatan. Hlekkur inn á myndbandið við I of the Storm var birtur á Facebook-síðu Of Monsters and Men um þrjúleytið í gær og fékk lagið strax mikil viðbrögð frá aðdáendum sveitarinnar en þegar þetta er skrifað hafa ríflega 6.500 manns látið sér líka við hlekkinn á Facebook og rúmlega 1.200 manns deilt honum. Eins hafa rúmlega 3.000 manns gefið myndbandinu þumalinn upp á YouTube en áhorfstölur hafa enn ekki verið birtar á myndbandasíðunni.Hljómsveitin eru nú á leið í tónleikaferðalag en fyrstu tónleikar hennar verða í borginni Toronto næstkomandi mánudag og er uppselt á þá.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira