Því meiri pressa því betra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2015 07:15 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu ætla að komast aftur á sigurbraut í undankeppni Evrópumótsins þegar þeir mæta Kasakstan á laugardaginn. Gylfi óttast föstu leikatriðin hjá Kasökunum en býst við að þetta verði þolinmæðisverk eins og í útileiknum á móti Lettum síðasta haust. „Við erum komnir hingað til að fá þrjú stig og það er mjög mikilvægt eftir tapið í síðasta leik á móti Tékklandi að við komum hingað og snúum við blaðinu,“ segir Gylfi, sem er markahæsti leikmaður íslenska liðsins í riðlinum eftir fyrstu fjóra leikina. Landslið Kasakstans hefur fengið átta stigum minna en Ísland út úr fyrstu fjórum leikjum sínum. „Við búumst kannski ekki við að vera að mæta einu af sterkustu liðinum en þeir eru mjög sterkir í föstum leikatriðum og það er mjög erfitt að brjóta þá niður. Ég held að það að hafi tekið Hollendinga hátt í 70 mínútur á heimavelli að brjóta þá niður og þar voru þeir 1-0 yfir meirihlutann af leiknum. Við vitum að þetta verður erfitt fyrir okkur en ef við náum að skora snemma þá kannski opnast leikurinn sem er betra fyrir okkur,“ segir Gylfi. Gylfi leggur enn meiri áherslu á mikilvægi þess að vera vakandi þegar þeir geta stillt upp í sóknarleiknum. „Við þurfum að vera mjög einbeittir í öllum föstum leikatriðum sem við fáum á okkur. Þeir eru búnir að skora nær öll mörkin sín úr hornum eða aukaspyrnum. Við verðum að standa klárir á því og við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta getur orðið eins og Lettaleikurinn úti ef þeir spila með marga til baka. Við þurfum þá að vera mjög þolinmóðir í öllu sem við gerum. Það væri nóg fyrir okkur að skora á 80. mínútu,“ segir Gylfi. Gylfi hefur verið að spila síðustu leiki með Swansea en hann er þó enn að glíma við meiðslin sem hafa verið að trufla hann frá því í desember. „Ég er ekki alveg hundrað prósent, því síðan í byrjun desember þá er ég búinn að vera með verk í fætinum. Hann fer ekkert því ég fæ ekki mikla hvíld. Eftir tímabilið þá fæ ég einhverjar tvær til þrjár vikur eftir síðasta leik og þá held ég að ég nái mér hundrað prósent,“ segir Gylfi, sem finnur vel fyrir þessu. „Ég er aðeins að pína mig en ég venst því. Þetta er búið að vera svona í einhverja mánuði núna. Maður tekur bara eina töflu og þá verður maður góður fyrir leikinn,“ segir Gylfi. Hann kvartar aftur á móti ekkert yfir aðbúnaðinum í Astana. „Það gengur fínt að venjast öllu hér. Fyrsta daginn var smá þreyta í mönnum, enda flugum við yfir nóttina og vorum komnir fimm að staðartíma. Klukkan í líkamanum var eitt um nótt þannig að leikmennirnir voru svolítið þreyttir í gær. Allir, fyrir utan Aron Einar fyrirliða, eru núna komnir á réttan tíma,“ segir Gylfi og hann segir að íslensku leikmennirnir séu sáttir með gervigrasið í höllinni. „Ég vona að gervigrasið henti okkur og að þetta verði allt í lagi á laugardaginn. Gervigrasið er fínt og það er betra en mörg gervigrös sem ég hef spilað á. Boltinn rennur vel á því og ég held að allir í liðinu séu sáttir með það,“ segir Gylfi. Íslenska liðið er í mjög góðri stöðu í riðlinum, með níu stig eftir fjóra leiki og þremur stigum á undan Hollendingum sem eru í 3. sætinu. „Við erum í öðru sæti riðilsins og getum náð fyrsta sætinu í nokkra klukkutíma ef við vinnum á laugardaginn. Við gætum þá náð að setja smá pressu á Tékkana fyrir þeirra leik,“ segir Gylfi en Tékkar mæta Lettum seinna um daginn. Þrátt fyrir meiðsli Gylfa og litla leikæfingu hjá Kolbeini Sigþórssyni þá er Gylfi ánægður með stöðuna á liðinu. „Ég held að það séu flestir í mjög góðu standi. Við höfum verið heppnir með meiðsli síðustu mánuði og það hefur aðallega verið Kolbeinn sem þurfti að koma til baka síðustu vikur. Fyrir utan hann eru allir í toppstandi,“ segir Gylfi. Það hafa margir talað um skyldusigur á móti Kasakstan og sett pressu á íslenska liðið að taka þrjú stig með sér frá Astana. „Því meiri pressa sem er á okkur því betra. Okkur hungrar í þrjú stig fyrir hvern leik og ég held að það breytist ekkert hvort sem það er pressa á okkur eða ekki,“ segir Gylfi og bætir við: „Ef við ætlum að fara eitthvað lengra í þessari keppni þá verðum við að vinna svona leiki eins og á móti Kasakstan,“ sagði Gylfi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu ætla að komast aftur á sigurbraut í undankeppni Evrópumótsins þegar þeir mæta Kasakstan á laugardaginn. Gylfi óttast föstu leikatriðin hjá Kasökunum en býst við að þetta verði þolinmæðisverk eins og í útileiknum á móti Lettum síðasta haust. „Við erum komnir hingað til að fá þrjú stig og það er mjög mikilvægt eftir tapið í síðasta leik á móti Tékklandi að við komum hingað og snúum við blaðinu,“ segir Gylfi, sem er markahæsti leikmaður íslenska liðsins í riðlinum eftir fyrstu fjóra leikina. Landslið Kasakstans hefur fengið átta stigum minna en Ísland út úr fyrstu fjórum leikjum sínum. „Við búumst kannski ekki við að vera að mæta einu af sterkustu liðinum en þeir eru mjög sterkir í föstum leikatriðum og það er mjög erfitt að brjóta þá niður. Ég held að það að hafi tekið Hollendinga hátt í 70 mínútur á heimavelli að brjóta þá niður og þar voru þeir 1-0 yfir meirihlutann af leiknum. Við vitum að þetta verður erfitt fyrir okkur en ef við náum að skora snemma þá kannski opnast leikurinn sem er betra fyrir okkur,“ segir Gylfi. Gylfi leggur enn meiri áherslu á mikilvægi þess að vera vakandi þegar þeir geta stillt upp í sóknarleiknum. „Við þurfum að vera mjög einbeittir í öllum föstum leikatriðum sem við fáum á okkur. Þeir eru búnir að skora nær öll mörkin sín úr hornum eða aukaspyrnum. Við verðum að standa klárir á því og við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta getur orðið eins og Lettaleikurinn úti ef þeir spila með marga til baka. Við þurfum þá að vera mjög þolinmóðir í öllu sem við gerum. Það væri nóg fyrir okkur að skora á 80. mínútu,“ segir Gylfi. Gylfi hefur verið að spila síðustu leiki með Swansea en hann er þó enn að glíma við meiðslin sem hafa verið að trufla hann frá því í desember. „Ég er ekki alveg hundrað prósent, því síðan í byrjun desember þá er ég búinn að vera með verk í fætinum. Hann fer ekkert því ég fæ ekki mikla hvíld. Eftir tímabilið þá fæ ég einhverjar tvær til þrjár vikur eftir síðasta leik og þá held ég að ég nái mér hundrað prósent,“ segir Gylfi, sem finnur vel fyrir þessu. „Ég er aðeins að pína mig en ég venst því. Þetta er búið að vera svona í einhverja mánuði núna. Maður tekur bara eina töflu og þá verður maður góður fyrir leikinn,“ segir Gylfi. Hann kvartar aftur á móti ekkert yfir aðbúnaðinum í Astana. „Það gengur fínt að venjast öllu hér. Fyrsta daginn var smá þreyta í mönnum, enda flugum við yfir nóttina og vorum komnir fimm að staðartíma. Klukkan í líkamanum var eitt um nótt þannig að leikmennirnir voru svolítið þreyttir í gær. Allir, fyrir utan Aron Einar fyrirliða, eru núna komnir á réttan tíma,“ segir Gylfi og hann segir að íslensku leikmennirnir séu sáttir með gervigrasið í höllinni. „Ég vona að gervigrasið henti okkur og að þetta verði allt í lagi á laugardaginn. Gervigrasið er fínt og það er betra en mörg gervigrös sem ég hef spilað á. Boltinn rennur vel á því og ég held að allir í liðinu séu sáttir með það,“ segir Gylfi. Íslenska liðið er í mjög góðri stöðu í riðlinum, með níu stig eftir fjóra leiki og þremur stigum á undan Hollendingum sem eru í 3. sætinu. „Við erum í öðru sæti riðilsins og getum náð fyrsta sætinu í nokkra klukkutíma ef við vinnum á laugardaginn. Við gætum þá náð að setja smá pressu á Tékkana fyrir þeirra leik,“ segir Gylfi en Tékkar mæta Lettum seinna um daginn. Þrátt fyrir meiðsli Gylfa og litla leikæfingu hjá Kolbeini Sigþórssyni þá er Gylfi ánægður með stöðuna á liðinu. „Ég held að það séu flestir í mjög góðu standi. Við höfum verið heppnir með meiðsli síðustu mánuði og það hefur aðallega verið Kolbeinn sem þurfti að koma til baka síðustu vikur. Fyrir utan hann eru allir í toppstandi,“ segir Gylfi. Það hafa margir talað um skyldusigur á móti Kasakstan og sett pressu á íslenska liðið að taka þrjú stig með sér frá Astana. „Því meiri pressa sem er á okkur því betra. Okkur hungrar í þrjú stig fyrir hvern leik og ég held að það breytist ekkert hvort sem það er pressa á okkur eða ekki,“ segir Gylfi og bætir við: „Ef við ætlum að fara eitthvað lengra í þessari keppni þá verðum við að vinna svona leiki eins og á móti Kasakstan,“ sagði Gylfi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira