Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2015 07:30 Afganskar konur á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. VÍSIR/VILHELM „Þeir segja að hún hafi brennt Kóraninn til þess að réttlæta þennan hræðilega atburð,“ segir Fatima Hossaini, afgönsk kona sem býr á Íslandi, um morðið á Farkhunda, 27 ára afganskri konu, sem var myrt á hrottafenginn hátt í höfuðborginni Kabúl í Afganistan síðastliðinn fimmtudag. Fatima er í hópi afganskra kvenna á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. „Hún gagnrýndi mann sem var að gera einhvers konar töfra með Kóraninn, en hún var mjög trúuð og lærði guðfræði. Maðurinn brást illa við og var hún þá ranglega sökuð um að hafa brennt eintak af Kóraninum,“ segir Fatima. Í kjölfar þess að vera ranglega sökuð um að brenna Kóraninn var hún barin með kylfum af múg manns og bíl ekið yfir hana áður en eldur var borinn að henni. Líkinu var svo kastað í ána Kabúl en bjargað þaðan. Jarðneskar leifar Farkhunda voru bornar til grafar á sunnudaginn var og mættu hundruð manna í útförina.Friðarstundin var haldin í höggmyndagarði Hljómskálagarðsins. Fólk kom saman með rósir og fordæmdi þann glæp sem átti sér stað. Þá fordæmdi fólk í leiðinni ofbeldi gegn konum og stúlkum. Hundruð manna hafa mótmælt árásinni á götum Kabúl undanfarna daga. „Fólk er að mótmæla úti um allan heim, til dæmis veit ég af mótmælum í Frakklandi, Danmörku og Svíþjóð,“ segir Fatima. Átján manns hafa verið handteknir vegna málsins og þrettán lögreglumönnum verið vísað tímabundið úr starfi fyrir að hafa ekki gert nóg til að bjarga konunni, að því er kemur fram hjá fréttaveitunni The Guardian. „Ég held að þessir lögreglumenn hafi verið mjög strangtrúaðir og mögulega ekki aðhafst neitt vegna þess að þeir héldu að hún hefði brennt Kóraninn,“ segir Fatíma og bætir við að þetta sé alls ekki réttlætanlegt samkvæmt Kóraninum. „Samkvæmt Kóraninum er stranglega bannað að brenna fólk.“ Ríkisstjórn landsins og lögregluyfirvöld hafa viðurkennt alvarleika málsins og talsmaður innanríkisráðuneytisins samþykkti að lögregla hefði getað brugðist betur við til að reyna að bjarga Farkhunda. Þá hefur Asraf Ganí, forseti landsins, kallað eftir rannsókn á atburðinum. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Þeir segja að hún hafi brennt Kóraninn til þess að réttlæta þennan hræðilega atburð,“ segir Fatima Hossaini, afgönsk kona sem býr á Íslandi, um morðið á Farkhunda, 27 ára afganskri konu, sem var myrt á hrottafenginn hátt í höfuðborginni Kabúl í Afganistan síðastliðinn fimmtudag. Fatima er í hópi afganskra kvenna á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. „Hún gagnrýndi mann sem var að gera einhvers konar töfra með Kóraninn, en hún var mjög trúuð og lærði guðfræði. Maðurinn brást illa við og var hún þá ranglega sökuð um að hafa brennt eintak af Kóraninum,“ segir Fatima. Í kjölfar þess að vera ranglega sökuð um að brenna Kóraninn var hún barin með kylfum af múg manns og bíl ekið yfir hana áður en eldur var borinn að henni. Líkinu var svo kastað í ána Kabúl en bjargað þaðan. Jarðneskar leifar Farkhunda voru bornar til grafar á sunnudaginn var og mættu hundruð manna í útförina.Friðarstundin var haldin í höggmyndagarði Hljómskálagarðsins. Fólk kom saman með rósir og fordæmdi þann glæp sem átti sér stað. Þá fordæmdi fólk í leiðinni ofbeldi gegn konum og stúlkum. Hundruð manna hafa mótmælt árásinni á götum Kabúl undanfarna daga. „Fólk er að mótmæla úti um allan heim, til dæmis veit ég af mótmælum í Frakklandi, Danmörku og Svíþjóð,“ segir Fatima. Átján manns hafa verið handteknir vegna málsins og þrettán lögreglumönnum verið vísað tímabundið úr starfi fyrir að hafa ekki gert nóg til að bjarga konunni, að því er kemur fram hjá fréttaveitunni The Guardian. „Ég held að þessir lögreglumenn hafi verið mjög strangtrúaðir og mögulega ekki aðhafst neitt vegna þess að þeir héldu að hún hefði brennt Kóraninn,“ segir Fatíma og bætir við að þetta sé alls ekki réttlætanlegt samkvæmt Kóraninum. „Samkvæmt Kóraninum er stranglega bannað að brenna fólk.“ Ríkisstjórn landsins og lögregluyfirvöld hafa viðurkennt alvarleika málsins og talsmaður innanríkisráðuneytisins samþykkti að lögregla hefði getað brugðist betur við til að reyna að bjarga Farkhunda. Þá hefur Asraf Ganí, forseti landsins, kallað eftir rannsókn á atburðinum.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira