Fengu greitt fyrir að lofa upp í ermina ólöf skaftadóttir skrifar 18. mars 2015 07:00 Alfreð Örn Clausen er eftirlýstur af lögregluyfirvöldum vestanhafs. MYND/embætti saksóknara í san bernadino Alfreð Örn Clausen, 41 árs gamall Íslendingur, er eftirlýstur af bandarískum lögregluyfirvöldum í Kaliforníu fyrir þjófnað og peningaþvætti. Kæran er í tugum liða. Samkvæmt málsgögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum virðist Alfreð Örn og viðskiptafélagi hans, Joshua Michael Cobb, sem saman eiga fyrirtækið Clausen & Cobb Management Company (CMCC), ásamt þriðja manni, lögmanninum Stephen Lyster Siringoringo, eiganda Siringoringo Law Firm (SLF), hafa boðið upp á þjónustu til þess að endurfjármagna lán frá því í desember 2010. Þeir hafi beint spjótum sínum að fólki í fjárhagsvandræðum og látið fólk halda að þeir gætu breytt skilmálum eða endurfjármagnað lán þeirra gegn fyrirframgreiðslu. Lögmaðurinn Siringoringo átti ekki í samskiptum við viðskiptavini eða lánardrottna þeirra – þau samskipti voru í höndum ólöglærðra starfsmanna hjá fyrirtæki Alfreðs Arnar, CMCC, þrátt fyrir að einungis lögfræðingum sé heimilt að veita þessa þjónustu. Þá kemur fram í málsgögnum að viðskiptavinir félaganna þriggja greiddu á milli 1.995 til 3.500 Bandaríkjadala í upphafi, sem svarar til tæplega 280 til 490 þúsunda íslenskra króna og síðan mánaðarlega 495 dali, sem samsvarar tæplega 70 þúsund íslenskum krónum. Viðskiptavinir greiddu öll þessi gjöld áður en nokkur skriflegur samningur var gerður á milli þeirra sem tóku lánið og lánardrottna, eða að nokkrum skilmálum lána væri breytt. Sagt er í málsgögnum að eftir að upphafsgreiðsla hafi borist, hafi margir viðskiptavina Alfreðs Arnar, Joshua Cobb og Stephens Siringoringo, reynt að ná af þeim tali í gegnum síma og tölvupóst til þess að fá upplýsingar án árangurs. Fimmta mars síðastliðinn voru Siringoringo og Cobb handteknir vegna málsins. Samkvæmt erlendum fréttaveitum voru allir þrír mennirnir sem um ræðir kærðir á föstudaginn var. Ekki náðist í Alfreð sjálfan við gerð fréttarinnar. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði hann málið mjög flókið og skrítið en að þeir hafi ekkert gert rangt. Þegar leitað var eftir upplýsingum um málið höfðu íslenska sendiráðið í Bandaríkjunum og borgaraþjónustan einungis heyrt af málinu í fjölmiðlum.Tvö aðskilin mál Fréttablaðið hafði samband við neytendaverndarstofnun Bandaríkjanna sem skýrði frá því að einkamál hefði verið höfðað á hendur Alfreð Erni og viðskiptafélögum hans í fyrra. Á sama tíma voru nokkur einkamál höfðuð gegn aðilum sem voru með sambærilegar svikamyllur, herjuðu á fólk í fjárhagsvandræðum með villandi markaðssetningu. Í málunum er farið fram á skaðabætur, sektir og lögbann. Í málinu er þeim stefnt fyrir að hafa: a)með ólögmætum hætti þegið fyrirframgreiðslur fyrir þjónustu við endurfjármögnun/skilmálabreytingu lána, b) gefa vísvitandi villandi og rangar upplýsingar um möguleika á slíkri endurfjármögnun/skilmálabreytingu í markaðsherferðum c) telja viðskiptavinum trú um að þeir væru að greiða fyrir lögfræðiráðgjöf þegar öll vinna var í raun unnin af ólöglærðum og d) gefa fölsk loforð til viðskiptavina um að umsóknir þeirra um endurfjármögnun/skilmálabreytingar myndu ganga í gegn, jafnvel loforð um að ferlið tæki eingöngu örfáa mánuði. Málið sem nú er vísað til, og er nýrra af nálinni, er sakamál þar sem farið er fram á fangelsisvist sem refsingu, allt að þrjátíu ár. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Alfreð Örn Clausen, 41 árs gamall Íslendingur, er eftirlýstur af bandarískum lögregluyfirvöldum í Kaliforníu fyrir þjófnað og peningaþvætti. Kæran er í tugum liða. Samkvæmt málsgögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum virðist Alfreð Örn og viðskiptafélagi hans, Joshua Michael Cobb, sem saman eiga fyrirtækið Clausen & Cobb Management Company (CMCC), ásamt þriðja manni, lögmanninum Stephen Lyster Siringoringo, eiganda Siringoringo Law Firm (SLF), hafa boðið upp á þjónustu til þess að endurfjármagna lán frá því í desember 2010. Þeir hafi beint spjótum sínum að fólki í fjárhagsvandræðum og látið fólk halda að þeir gætu breytt skilmálum eða endurfjármagnað lán þeirra gegn fyrirframgreiðslu. Lögmaðurinn Siringoringo átti ekki í samskiptum við viðskiptavini eða lánardrottna þeirra – þau samskipti voru í höndum ólöglærðra starfsmanna hjá fyrirtæki Alfreðs Arnar, CMCC, þrátt fyrir að einungis lögfræðingum sé heimilt að veita þessa þjónustu. Þá kemur fram í málsgögnum að viðskiptavinir félaganna þriggja greiddu á milli 1.995 til 3.500 Bandaríkjadala í upphafi, sem svarar til tæplega 280 til 490 þúsunda íslenskra króna og síðan mánaðarlega 495 dali, sem samsvarar tæplega 70 þúsund íslenskum krónum. Viðskiptavinir greiddu öll þessi gjöld áður en nokkur skriflegur samningur var gerður á milli þeirra sem tóku lánið og lánardrottna, eða að nokkrum skilmálum lána væri breytt. Sagt er í málsgögnum að eftir að upphafsgreiðsla hafi borist, hafi margir viðskiptavina Alfreðs Arnar, Joshua Cobb og Stephens Siringoringo, reynt að ná af þeim tali í gegnum síma og tölvupóst til þess að fá upplýsingar án árangurs. Fimmta mars síðastliðinn voru Siringoringo og Cobb handteknir vegna málsins. Samkvæmt erlendum fréttaveitum voru allir þrír mennirnir sem um ræðir kærðir á föstudaginn var. Ekki náðist í Alfreð sjálfan við gerð fréttarinnar. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði hann málið mjög flókið og skrítið en að þeir hafi ekkert gert rangt. Þegar leitað var eftir upplýsingum um málið höfðu íslenska sendiráðið í Bandaríkjunum og borgaraþjónustan einungis heyrt af málinu í fjölmiðlum.Tvö aðskilin mál Fréttablaðið hafði samband við neytendaverndarstofnun Bandaríkjanna sem skýrði frá því að einkamál hefði verið höfðað á hendur Alfreð Erni og viðskiptafélögum hans í fyrra. Á sama tíma voru nokkur einkamál höfðuð gegn aðilum sem voru með sambærilegar svikamyllur, herjuðu á fólk í fjárhagsvandræðum með villandi markaðssetningu. Í málunum er farið fram á skaðabætur, sektir og lögbann. Í málinu er þeim stefnt fyrir að hafa: a)með ólögmætum hætti þegið fyrirframgreiðslur fyrir þjónustu við endurfjármögnun/skilmálabreytingu lána, b) gefa vísvitandi villandi og rangar upplýsingar um möguleika á slíkri endurfjármögnun/skilmálabreytingu í markaðsherferðum c) telja viðskiptavinum trú um að þeir væru að greiða fyrir lögfræðiráðgjöf þegar öll vinna var í raun unnin af ólöglærðum og d) gefa fölsk loforð til viðskiptavina um að umsóknir þeirra um endurfjármögnun/skilmálabreytingar myndu ganga í gegn, jafnvel loforð um að ferlið tæki eingöngu örfáa mánuði. Málið sem nú er vísað til, og er nýrra af nálinni, er sakamál þar sem farið er fram á fangelsisvist sem refsingu, allt að þrjátíu ár.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira