Í verkfall stefnir eftir páska Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. mars 2015 07:00 Verkfallsvörður fyrir ekki alls löngu. Mikið ber á milli í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Viðræðum var slitið í fyrradag og stefnir í átök. Fréttablaðið/GVA Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) kjósa um mögulegar verkfallsaðgerðir í rafrænum kosningum fyrir páska, segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Heimild til að boða aðgerðir segir hann liggja fyrir eftir árangurslausan samningafund hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag. Björn segir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun verði sameiginleg hjá öllum sextán félögunum sem að SGS standa. „Þetta á því að verða búið fyrir páska og svo verður boðað til verkfalls og það verður þá einhvern tímann eftir páska.“ „Þetta var svolítið snubbótt. Þeir neituðu bara að ræða við okkur um okkar kröfur,“ segir Björn um fund samninganefndar SGS við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.Mynd/Eining-Iðja„Við höfum talað um að lægsti taxti færi í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Við erum tilbúin til að ræða hlutfallslega styttri samning, en markmiðið er að ná þessum tölum innan þriggja ára.“ Félagið hefði hins vegar verið til í að ræða aðrar tölur, mögulega 50 þúsund króna hækkun, í samningi sem þá næði kannski til eins og hálfs árs. SA hafi hins vegar bara hafnað kröfugerð sambandsins og þar standi málið. Í tilkynningu á vef SA er SGS sagt hafa hafnað stöðugleika og nálgun SA um að „halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika“. Í stað þess sé nálgun SGS að krefjast tuga prósenta launahækkana sem leiða muni til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar. Björn segir SGS ekkert gera með fullyrðingar SA. „Við erum með 0,8 prósenta verðbólgu og kaupmáttaraukningu á sama tíma og fullt af hópum hafa fengið fínar launahækkanir.“ Björn segir einkennilegt að sumir geti hækkað og aðrir ekki. „Ég man ekki eftir því að rætt væri um að þjóðfélagið færi á hliðina ef læknar fengju kauphækkun. En svo er alltaf sami söngurinn ef fólkið sem er með taxta upp 200 þúsund krónur ætlar að fara fram á kauphækkun, 100 þúsund kall á þremur árum. Þá er eins og allir séu að flýja skerið.“ Björn spyr hvar sé ábyrgð þeirra hópa sem fengið hafi hækkanir umfram þau markmið sem lagt var upp með í kjarasamningum í fyrra. „Á almennt verkafólk bara að sitja eftir og lofa hinum að leika sér?“ Í nýrri grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í Peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifar í efnahagsritið Vísbendingu, segir hann ríkið þurfa að koma að samningum á almennum markaði með einhverjum hætti takist ekki að lægja öldur á vinnumarkaði. Björn segir ekkert hafa verið rætt við stjórnvöld í tengslum við nýja samninga. Það hafi verið venjan á árum áður, en núna hafi menn engan áhuga á því. „Ríkisstjórnin lofaði ýmsu síðast og er búin að svíkja það þannig að menn hafa bara engan áhuga á að tala við stjórnvöld sem ekki standa við það sem þau lofa.“ Samþykktu viðræðuslitin einrómaÁ vef Starfsgreinasambandsins kemur fram að fulltrúar allra 16 aðildarfélaga sambandsins sem það fari með samningsumboð fyrir hafi einróma samþykkt viðræðuslit við Samtök atvinnulífsins. Félögin eru: AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) kjósa um mögulegar verkfallsaðgerðir í rafrænum kosningum fyrir páska, segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Heimild til að boða aðgerðir segir hann liggja fyrir eftir árangurslausan samningafund hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag. Björn segir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun verði sameiginleg hjá öllum sextán félögunum sem að SGS standa. „Þetta á því að verða búið fyrir páska og svo verður boðað til verkfalls og það verður þá einhvern tímann eftir páska.“ „Þetta var svolítið snubbótt. Þeir neituðu bara að ræða við okkur um okkar kröfur,“ segir Björn um fund samninganefndar SGS við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.Mynd/Eining-Iðja„Við höfum talað um að lægsti taxti færi í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Við erum tilbúin til að ræða hlutfallslega styttri samning, en markmiðið er að ná þessum tölum innan þriggja ára.“ Félagið hefði hins vegar verið til í að ræða aðrar tölur, mögulega 50 þúsund króna hækkun, í samningi sem þá næði kannski til eins og hálfs árs. SA hafi hins vegar bara hafnað kröfugerð sambandsins og þar standi málið. Í tilkynningu á vef SA er SGS sagt hafa hafnað stöðugleika og nálgun SA um að „halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika“. Í stað þess sé nálgun SGS að krefjast tuga prósenta launahækkana sem leiða muni til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar. Björn segir SGS ekkert gera með fullyrðingar SA. „Við erum með 0,8 prósenta verðbólgu og kaupmáttaraukningu á sama tíma og fullt af hópum hafa fengið fínar launahækkanir.“ Björn segir einkennilegt að sumir geti hækkað og aðrir ekki. „Ég man ekki eftir því að rætt væri um að þjóðfélagið færi á hliðina ef læknar fengju kauphækkun. En svo er alltaf sami söngurinn ef fólkið sem er með taxta upp 200 þúsund krónur ætlar að fara fram á kauphækkun, 100 þúsund kall á þremur árum. Þá er eins og allir séu að flýja skerið.“ Björn spyr hvar sé ábyrgð þeirra hópa sem fengið hafi hækkanir umfram þau markmið sem lagt var upp með í kjarasamningum í fyrra. „Á almennt verkafólk bara að sitja eftir og lofa hinum að leika sér?“ Í nýrri grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í Peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifar í efnahagsritið Vísbendingu, segir hann ríkið þurfa að koma að samningum á almennum markaði með einhverjum hætti takist ekki að lægja öldur á vinnumarkaði. Björn segir ekkert hafa verið rætt við stjórnvöld í tengslum við nýja samninga. Það hafi verið venjan á árum áður, en núna hafi menn engan áhuga á því. „Ríkisstjórnin lofaði ýmsu síðast og er búin að svíkja það þannig að menn hafa bara engan áhuga á að tala við stjórnvöld sem ekki standa við það sem þau lofa.“ Samþykktu viðræðuslitin einrómaÁ vef Starfsgreinasambandsins kemur fram að fulltrúar allra 16 aðildarfélaga sambandsins sem það fari með samningsumboð fyrir hafi einróma samþykkt viðræðuslit við Samtök atvinnulífsins. Félögin eru: AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent