Minnihlutanum vantreyst og hann fær ekki áheyrnarfulltrúa í Garðabæ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Gunnar Einarsson bæjarstjórinn kveðst vilja hafa aga á umræðunni í Garðabæ. Fréttablaðið/GVA „Bæjarstjórinn boðar valdníðslu í Garðabæ með því að leyfa ekki að hafa áheyrnarfulltrúa í nefndum,“ segir María Grétarsdóttir, fulltrúi M-lista, Fólksins í bænum. María vísar til orða Gunnars Einarssonar bæjarstjóra á málþingi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúalýðræði 30. janúar síðastliðinn. Þar var meðal annars rætt um áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum sveitarfélaga. Gunnar útskýrði þá að fengin reynsla af samskiptum í Garðabæ hefði orðið til þess að leyfa minni framboðunum ekki að fá áheyrnarfulltrúa. „Við treystum ekki viðkomandi, sjáum ekki ástæðu, af hverju ættum við að gera það? Það er ekkert fallegt að segja þetta þegar við erum að tala um lýðræði, en svona er þetta,“ sagði Gunnar á þinginu. Þá bætti bæjarstjórinn við að kannski væri þetta líka gert til að „hafa einhvern aga á umræðunni og hvernig við förum fram við hvort annað, gagnvart fjölmiðlum. Eru minnihlutaflokkarnir, þessi eða hinn flokkur, bara í því að reyna að skapa tortryggni og reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju?“ sagði Gunnar.María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-listans í Garðabæ.Af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn Garðabæjar hefur Sjálfstæðisflokkur sjö fulltrúa, Björt framtíð tvo og Samfylking og M-listi einn fulltrúa hvort framboð. María segir M-listann og Samfylkingu hafa skipt með sér aðalfulltrúum í nefndum bæjarins. Eftir síðustu kosningar hafi framboðin beðið um en ekki fengið áheyrnarfulltrúa í nefndum sem þau eigi ekki aðalfulltrúa í. „Það skýtur skökku við að Gunnar segi þetta um okkur sem erum að reyna að vinna eftir lögum og reglum og gæta hagsmuna bæjarbúa. Við höfum til dæmis farið fram á að það sé farið eftir innkaupareglum og ekki verið að versla við aðila án útboðs,“ útskýrir María, sem bað bæjarráð um skýringar á orðum Gunnars. Bæjarráðið sagði ekki í sínum verkahring að svara fyrir orð bæjarstjórans. Það sama var uppi á teningnum í bæjarstjórn. María segir bæjarstjórann ekki hafa komið fram af þeirri háttvísi sem kveðið sé á um í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Garðabæ. Að sögn Maríu neitaði Gunnar á bæjarráðsfundinum að skýra fyrrgreind orð sín og að þar með sé málinu lokið af hálfu Fólksins í bænum. Gunnar Einarsson svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Bæjarstjórinn boðar valdníðslu í Garðabæ með því að leyfa ekki að hafa áheyrnarfulltrúa í nefndum,“ segir María Grétarsdóttir, fulltrúi M-lista, Fólksins í bænum. María vísar til orða Gunnars Einarssonar bæjarstjóra á málþingi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúalýðræði 30. janúar síðastliðinn. Þar var meðal annars rætt um áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum sveitarfélaga. Gunnar útskýrði þá að fengin reynsla af samskiptum í Garðabæ hefði orðið til þess að leyfa minni framboðunum ekki að fá áheyrnarfulltrúa. „Við treystum ekki viðkomandi, sjáum ekki ástæðu, af hverju ættum við að gera það? Það er ekkert fallegt að segja þetta þegar við erum að tala um lýðræði, en svona er þetta,“ sagði Gunnar á þinginu. Þá bætti bæjarstjórinn við að kannski væri þetta líka gert til að „hafa einhvern aga á umræðunni og hvernig við förum fram við hvort annað, gagnvart fjölmiðlum. Eru minnihlutaflokkarnir, þessi eða hinn flokkur, bara í því að reyna að skapa tortryggni og reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju?“ sagði Gunnar.María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-listans í Garðabæ.Af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn Garðabæjar hefur Sjálfstæðisflokkur sjö fulltrúa, Björt framtíð tvo og Samfylking og M-listi einn fulltrúa hvort framboð. María segir M-listann og Samfylkingu hafa skipt með sér aðalfulltrúum í nefndum bæjarins. Eftir síðustu kosningar hafi framboðin beðið um en ekki fengið áheyrnarfulltrúa í nefndum sem þau eigi ekki aðalfulltrúa í. „Það skýtur skökku við að Gunnar segi þetta um okkur sem erum að reyna að vinna eftir lögum og reglum og gæta hagsmuna bæjarbúa. Við höfum til dæmis farið fram á að það sé farið eftir innkaupareglum og ekki verið að versla við aðila án útboðs,“ útskýrir María, sem bað bæjarráð um skýringar á orðum Gunnars. Bæjarráðið sagði ekki í sínum verkahring að svara fyrir orð bæjarstjórans. Það sama var uppi á teningnum í bæjarstjórn. María segir bæjarstjórann ekki hafa komið fram af þeirri háttvísi sem kveðið sé á um í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Garðabæ. Að sögn Maríu neitaði Gunnar á bæjarráðsfundinum að skýra fyrrgreind orð sín og að þar með sé málinu lokið af hálfu Fólksins í bænum. Gunnar Einarsson svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira