Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma Sveinn Arnarsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri, vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað. Þrír bæjarfulltrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna innanhúsrannsóknar á símanotkun þeirra. Bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarráði Hafnarfjarðar hafa sent Persónuvernd kvörtun þar sem þeir segja meirihlutann hnýsast í símtalaskrár þeirra án þeirra vitundar og samþykkis. Svo virðist sem bæjaryfirvöld hafi óskað eftir og fengið lista yfir símtöl kjörinna fulltrúa og skoðað þau við rannsókn ákveðins máls.Guðrún Ágústa GuðmundsdóttirEkki fengið svör frá bæjaryfirvöldum „Við heyrðum af því á bæjarráðsfundi að símar okkar hefðu verið skannaðir. Þrátt fyrir beiðni um svör höfum við ekki fengið upplýsingar frá bænum hvernig eða hver stóð að þessari rannsókn,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna. Guðrún Ágústa auk Gunnars Axels Axelssonar og Öddu Maríu Jóhannsdóttur sendu Persónuvernd kvörtun í gær. Fréttablaðið hefur kvörtunina undir höndum. Í kvörtuninni er upplýst að bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, hafi í tengslum við starfsmannamál eins starfsmanns greint frá því á bæjarráðsfundi að farið hafi fram könnun á hvort símtöl hafi átt sér stað úr símum bæjarins til starfsmannsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf Vodafone bæjaryfirvöldum upplýsingar um í hverja kjörnir fulltrúar hringdu yfir ákveðið tímabil. Ekki er vitað hver kannaði gögnin in eða hver heimild bæjaryfirvalda var til að kanna umrædd gögn.Gunnar Axel AxelssonÓska þess að málið verði rannsakað Gunnar Axel, oddviti Samfylkingarinnar, telur fulla ástæðu til að rannsaka málið nánar. „Ég get staðfest það að það virðist sem farsímanotkun kjörinna fulltrúa hafi verið rannsökuð án okkar vitundar og að sjálfsögðu án okkar samþykkis. Þetta staðfesti bæjarstjóri við bæjarráð. Við erum að láta skoða stöðu okkar og kalla eftir upplýsingum um málið, meðal annars um hver hafi framkvæmt rannsóknina og að hvers beiðni það var gert. Í kvörtun okkar til Persónuverndar óskum við þess að málið verði rannsakað.“ Fréttablaðið náði tali af bæjarstjóra vegna málsins. Hann vildi hinsvegar ekkert tjá sig um málið. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarráði Hafnarfjarðar hafa sent Persónuvernd kvörtun þar sem þeir segja meirihlutann hnýsast í símtalaskrár þeirra án þeirra vitundar og samþykkis. Svo virðist sem bæjaryfirvöld hafi óskað eftir og fengið lista yfir símtöl kjörinna fulltrúa og skoðað þau við rannsókn ákveðins máls.Guðrún Ágústa GuðmundsdóttirEkki fengið svör frá bæjaryfirvöldum „Við heyrðum af því á bæjarráðsfundi að símar okkar hefðu verið skannaðir. Þrátt fyrir beiðni um svör höfum við ekki fengið upplýsingar frá bænum hvernig eða hver stóð að þessari rannsókn,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna. Guðrún Ágústa auk Gunnars Axels Axelssonar og Öddu Maríu Jóhannsdóttur sendu Persónuvernd kvörtun í gær. Fréttablaðið hefur kvörtunina undir höndum. Í kvörtuninni er upplýst að bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, hafi í tengslum við starfsmannamál eins starfsmanns greint frá því á bæjarráðsfundi að farið hafi fram könnun á hvort símtöl hafi átt sér stað úr símum bæjarins til starfsmannsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf Vodafone bæjaryfirvöldum upplýsingar um í hverja kjörnir fulltrúar hringdu yfir ákveðið tímabil. Ekki er vitað hver kannaði gögnin in eða hver heimild bæjaryfirvalda var til að kanna umrædd gögn.Gunnar Axel AxelssonÓska þess að málið verði rannsakað Gunnar Axel, oddviti Samfylkingarinnar, telur fulla ástæðu til að rannsaka málið nánar. „Ég get staðfest það að það virðist sem farsímanotkun kjörinna fulltrúa hafi verið rannsökuð án okkar vitundar og að sjálfsögðu án okkar samþykkis. Þetta staðfesti bæjarstjóri við bæjarráð. Við erum að láta skoða stöðu okkar og kalla eftir upplýsingum um málið, meðal annars um hver hafi framkvæmt rannsóknina og að hvers beiðni það var gert. Í kvörtun okkar til Persónuverndar óskum við þess að málið verði rannsakað.“ Fréttablaðið náði tali af bæjarstjóra vegna málsins. Hann vildi hinsvegar ekkert tjá sig um málið.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira