Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma Sveinn Arnarsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri, vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað. Þrír bæjarfulltrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna innanhúsrannsóknar á símanotkun þeirra. Bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarráði Hafnarfjarðar hafa sent Persónuvernd kvörtun þar sem þeir segja meirihlutann hnýsast í símtalaskrár þeirra án þeirra vitundar og samþykkis. Svo virðist sem bæjaryfirvöld hafi óskað eftir og fengið lista yfir símtöl kjörinna fulltrúa og skoðað þau við rannsókn ákveðins máls.Guðrún Ágústa GuðmundsdóttirEkki fengið svör frá bæjaryfirvöldum „Við heyrðum af því á bæjarráðsfundi að símar okkar hefðu verið skannaðir. Þrátt fyrir beiðni um svör höfum við ekki fengið upplýsingar frá bænum hvernig eða hver stóð að þessari rannsókn,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna. Guðrún Ágústa auk Gunnars Axels Axelssonar og Öddu Maríu Jóhannsdóttur sendu Persónuvernd kvörtun í gær. Fréttablaðið hefur kvörtunina undir höndum. Í kvörtuninni er upplýst að bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, hafi í tengslum við starfsmannamál eins starfsmanns greint frá því á bæjarráðsfundi að farið hafi fram könnun á hvort símtöl hafi átt sér stað úr símum bæjarins til starfsmannsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf Vodafone bæjaryfirvöldum upplýsingar um í hverja kjörnir fulltrúar hringdu yfir ákveðið tímabil. Ekki er vitað hver kannaði gögnin in eða hver heimild bæjaryfirvalda var til að kanna umrædd gögn.Gunnar Axel AxelssonÓska þess að málið verði rannsakað Gunnar Axel, oddviti Samfylkingarinnar, telur fulla ástæðu til að rannsaka málið nánar. „Ég get staðfest það að það virðist sem farsímanotkun kjörinna fulltrúa hafi verið rannsökuð án okkar vitundar og að sjálfsögðu án okkar samþykkis. Þetta staðfesti bæjarstjóri við bæjarráð. Við erum að láta skoða stöðu okkar og kalla eftir upplýsingum um málið, meðal annars um hver hafi framkvæmt rannsóknina og að hvers beiðni það var gert. Í kvörtun okkar til Persónuverndar óskum við þess að málið verði rannsakað.“ Fréttablaðið náði tali af bæjarstjóra vegna málsins. Hann vildi hinsvegar ekkert tjá sig um málið. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarráði Hafnarfjarðar hafa sent Persónuvernd kvörtun þar sem þeir segja meirihlutann hnýsast í símtalaskrár þeirra án þeirra vitundar og samþykkis. Svo virðist sem bæjaryfirvöld hafi óskað eftir og fengið lista yfir símtöl kjörinna fulltrúa og skoðað þau við rannsókn ákveðins máls.Guðrún Ágústa GuðmundsdóttirEkki fengið svör frá bæjaryfirvöldum „Við heyrðum af því á bæjarráðsfundi að símar okkar hefðu verið skannaðir. Þrátt fyrir beiðni um svör höfum við ekki fengið upplýsingar frá bænum hvernig eða hver stóð að þessari rannsókn,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna. Guðrún Ágústa auk Gunnars Axels Axelssonar og Öddu Maríu Jóhannsdóttur sendu Persónuvernd kvörtun í gær. Fréttablaðið hefur kvörtunina undir höndum. Í kvörtuninni er upplýst að bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, hafi í tengslum við starfsmannamál eins starfsmanns greint frá því á bæjarráðsfundi að farið hafi fram könnun á hvort símtöl hafi átt sér stað úr símum bæjarins til starfsmannsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf Vodafone bæjaryfirvöldum upplýsingar um í hverja kjörnir fulltrúar hringdu yfir ákveðið tímabil. Ekki er vitað hver kannaði gögnin in eða hver heimild bæjaryfirvalda var til að kanna umrædd gögn.Gunnar Axel AxelssonÓska þess að málið verði rannsakað Gunnar Axel, oddviti Samfylkingarinnar, telur fulla ástæðu til að rannsaka málið nánar. „Ég get staðfest það að það virðist sem farsímanotkun kjörinna fulltrúa hafi verið rannsökuð án okkar vitundar og að sjálfsögðu án okkar samþykkis. Þetta staðfesti bæjarstjóri við bæjarráð. Við erum að láta skoða stöðu okkar og kalla eftir upplýsingum um málið, meðal annars um hver hafi framkvæmt rannsóknina og að hvers beiðni það var gert. Í kvörtun okkar til Persónuverndar óskum við þess að málið verði rannsakað.“ Fréttablaðið náði tali af bæjarstjóra vegna málsins. Hann vildi hinsvegar ekkert tjá sig um málið.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira