Bragðað á Katalóníu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 13:00 Xavier Rodriguez er stofnandi Katalónska hússins á Íslandi. Vísir/GVA Katalónska húsið á Íslandi, í samstarfi við Café Lingua, bjóða í kvöld áhugasömum í Grófarhús á viðburð þar sem hægt verður að fræðast um Katalóníu, katalónsku og bragða á tapasréttum og þjóðlegum kræsingum. „Það verður kennsla í hvernig á að gera réttinn Pa amb tomàquet og við munum kynna hvernig við gerum þetta, sem er alveg hundrað prósent katalónskt. Það verður tilbúið eftir þrjátíu sekúndur,“ segir Xavier Rodriguez, stofnandi Katalónska hússins á Íslandi og hlær. Pa amb tomàquet er einfaldur og bragðgóður réttur sem gerður er úr tómötum, brauði, ólífuolíu og salti. Félagið Katalónar á Íslandi, sem stofnað var af Xavier árið 2008, stendur fyrir ýmis konar dagskrá og segir hann starfið einkennast af félagsstarfi en helsta markmið félagsins er að Katalónar og aðrir áhugamenn á Íslandi um sjálfsstjórnarhéraðið hittist og njóti menningar og samskipta hverjir við aðra. Í febrúar stendur félagið fyrir árlegum viðburði sem einkennist af katalónskum mat og skemmtun og Xavier segir að kalla megi það eins konar katalónskt þorrablót. „Við köllum það bara þorrablót, það er smá svona brandari á milli okkar,“ segir hann glaður í bragði. En ætla má að matarmenningin í Katalóníu eigi ekki mikið sameiginlegt með íslenskum þorramat. Á katalónska þorrablótinu verður boðið upp á sérstakan þjóðarrétt sem búinn er til úr calçot, lauk sem svipar mjög til púrrulauks, og er í hávegum hafður en hann er ófáanlegur hérlendis og því pantar félagið allt að sjö hundruð stykki að utan. Allir eru boðnir velkomnir á viðburðinn sem haldinn er í samstarfi við Café Lingua og fer fram í Grófahúsinu, Tryggvagötu 15, og hefst klukkan sex. Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Katalónska húsið á Íslandi, í samstarfi við Café Lingua, bjóða í kvöld áhugasömum í Grófarhús á viðburð þar sem hægt verður að fræðast um Katalóníu, katalónsku og bragða á tapasréttum og þjóðlegum kræsingum. „Það verður kennsla í hvernig á að gera réttinn Pa amb tomàquet og við munum kynna hvernig við gerum þetta, sem er alveg hundrað prósent katalónskt. Það verður tilbúið eftir þrjátíu sekúndur,“ segir Xavier Rodriguez, stofnandi Katalónska hússins á Íslandi og hlær. Pa amb tomàquet er einfaldur og bragðgóður réttur sem gerður er úr tómötum, brauði, ólífuolíu og salti. Félagið Katalónar á Íslandi, sem stofnað var af Xavier árið 2008, stendur fyrir ýmis konar dagskrá og segir hann starfið einkennast af félagsstarfi en helsta markmið félagsins er að Katalónar og aðrir áhugamenn á Íslandi um sjálfsstjórnarhéraðið hittist og njóti menningar og samskipta hverjir við aðra. Í febrúar stendur félagið fyrir árlegum viðburði sem einkennist af katalónskum mat og skemmtun og Xavier segir að kalla megi það eins konar katalónskt þorrablót. „Við köllum það bara þorrablót, það er smá svona brandari á milli okkar,“ segir hann glaður í bragði. En ætla má að matarmenningin í Katalóníu eigi ekki mikið sameiginlegt með íslenskum þorramat. Á katalónska þorrablótinu verður boðið upp á sérstakan þjóðarrétt sem búinn er til úr calçot, lauk sem svipar mjög til púrrulauks, og er í hávegum hafður en hann er ófáanlegur hérlendis og því pantar félagið allt að sjö hundruð stykki að utan. Allir eru boðnir velkomnir á viðburðinn sem haldinn er í samstarfi við Café Lingua og fer fram í Grófahúsinu, Tryggvagötu 15, og hefst klukkan sex.
Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira