Nýr salur á korteri Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2015 10:00 Salurinn í Gamla bíó er nú orðinn enn hæfari til að hýsa alls kyns viðburði. Vísir/Ernir „Við erum ákaflega sátt en nú tekur um það bil fimmtán mínútur að breyta salnum úr standandi tónleikasal yfir í sitjandi sal og öfugt,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, markaðs- og verkefnastjóri hjá Gamla bíói. Miklar framkvæmdir hafa farið fram í Gamla bíói undanfarna mánuði en um síðustu helgi var lokahönd lögð á ný færanleg sæti í salnum. „Salurinn tekur aðeins minna en þegar gömlu sætin voru, en það fer þó mun betur um fólk,“ segir Ása um sætin. Gamla bíó tekur nú 320 manns í sæti og getur hýst 750 manns á standandi viðburðum. Þá er einnig hægt að hafa sætin á efri hæðinni í halla og standandi niðri. Spurð út í gömlu sætin segir Ása Berglind þau hafa verið seld. „Þau sæti sem voru á efri hæðinni voru seld hingað og þangað en við höldum utan um hvert sætin á neðri hæðinni voru seld. Þetta voru samt ekki upprunalegu sætin.“ Talsverð pressa var á Gamla bíói að koma upp sætunum áður en Eddan var frumsýnd um síðustu helgi. „Gámurinn með sætunum tafðist út af óveðri í janúar, þannig að við urðum öll frekar stressuð en pössuðum okkur að vera jákvæð. Við náðum ekki að byrja að setja upp sætin á tilsettum tíma en að því var unnið dag og nótt. Síðustu skrúfurnar voru skrúfaðar í korter í frumsýningu.“Ása Berglind er markaðs- og verkefnastjóri Gamla Bíós.fréttablaðið/pjeturSíðastliðið föstudagskvöld sýndu framkvæmdirnar hversu vel hægt er að nýta salinn þegar afhending vefverðlaunanna fór fram en sá viðburður var sitjandi og svo átján mínútum eftir að afhendingu verðlaunanna lauk hýsti salurinn standandi kokteilboð. „Fólk sat í halla á vefverðlaununum og þegar þeim lauk þá fór fólk fram í anddyri og salnum var lokað. Þá var sætunum rúllað saman og átján mínútum síðar kom sama fólkið inn í kokteilboð í gjörbreyttan sal,“ útskýrir Ása Berglind. Í gólfinu sést glitta í þak á lyftu en í kjallaranum er mótttökueldhús og geymsla fyrir borð og stóla. Lyftan opnar því möguleika á að gjörbreyta salnum án þess að fólk verði þess vart á meðan það hinkrar fyrir utan dyr salarins. „Einnig er unnið við að koma fyrir lyftu sem fer úr kjallaranum og upp á þriðju hæð, svo allir ættu að geta komist leiðar sinnar í Gamla bíói, óháð hreyfigetu.“ Mikið er um að vera í húsinu á næstunni líkt og Hlustendaverðlaun 365 miðla sem fram fara í kvöld og úrslitakvöld Reykjavík Cocktail Weekend á sunnudagskvöld. Þá mun leikkonan Edda Björgvinsdóttir líta yfir farinn veg og feril sinn í sýningu sem kallast Eddan í Gamla bíói á næstunni. Verkið var frumsýnt um síðustu helgi. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
„Við erum ákaflega sátt en nú tekur um það bil fimmtán mínútur að breyta salnum úr standandi tónleikasal yfir í sitjandi sal og öfugt,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, markaðs- og verkefnastjóri hjá Gamla bíói. Miklar framkvæmdir hafa farið fram í Gamla bíói undanfarna mánuði en um síðustu helgi var lokahönd lögð á ný færanleg sæti í salnum. „Salurinn tekur aðeins minna en þegar gömlu sætin voru, en það fer þó mun betur um fólk,“ segir Ása um sætin. Gamla bíó tekur nú 320 manns í sæti og getur hýst 750 manns á standandi viðburðum. Þá er einnig hægt að hafa sætin á efri hæðinni í halla og standandi niðri. Spurð út í gömlu sætin segir Ása Berglind þau hafa verið seld. „Þau sæti sem voru á efri hæðinni voru seld hingað og þangað en við höldum utan um hvert sætin á neðri hæðinni voru seld. Þetta voru samt ekki upprunalegu sætin.“ Talsverð pressa var á Gamla bíói að koma upp sætunum áður en Eddan var frumsýnd um síðustu helgi. „Gámurinn með sætunum tafðist út af óveðri í janúar, þannig að við urðum öll frekar stressuð en pössuðum okkur að vera jákvæð. Við náðum ekki að byrja að setja upp sætin á tilsettum tíma en að því var unnið dag og nótt. Síðustu skrúfurnar voru skrúfaðar í korter í frumsýningu.“Ása Berglind er markaðs- og verkefnastjóri Gamla Bíós.fréttablaðið/pjeturSíðastliðið föstudagskvöld sýndu framkvæmdirnar hversu vel hægt er að nýta salinn þegar afhending vefverðlaunanna fór fram en sá viðburður var sitjandi og svo átján mínútum eftir að afhendingu verðlaunanna lauk hýsti salurinn standandi kokteilboð. „Fólk sat í halla á vefverðlaununum og þegar þeim lauk þá fór fólk fram í anddyri og salnum var lokað. Þá var sætunum rúllað saman og átján mínútum síðar kom sama fólkið inn í kokteilboð í gjörbreyttan sal,“ útskýrir Ása Berglind. Í gólfinu sést glitta í þak á lyftu en í kjallaranum er mótttökueldhús og geymsla fyrir borð og stóla. Lyftan opnar því möguleika á að gjörbreyta salnum án þess að fólk verði þess vart á meðan það hinkrar fyrir utan dyr salarins. „Einnig er unnið við að koma fyrir lyftu sem fer úr kjallaranum og upp á þriðju hæð, svo allir ættu að geta komist leiðar sinnar í Gamla bíói, óháð hreyfigetu.“ Mikið er um að vera í húsinu á næstunni líkt og Hlustendaverðlaun 365 miðla sem fram fara í kvöld og úrslitakvöld Reykjavík Cocktail Weekend á sunnudagskvöld. Þá mun leikkonan Edda Björgvinsdóttir líta yfir farinn veg og feril sinn í sýningu sem kallast Eddan í Gamla bíói á næstunni. Verkið var frumsýnt um síðustu helgi.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira