Nýr salur á korteri Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2015 10:00 Salurinn í Gamla bíó er nú orðinn enn hæfari til að hýsa alls kyns viðburði. Vísir/Ernir „Við erum ákaflega sátt en nú tekur um það bil fimmtán mínútur að breyta salnum úr standandi tónleikasal yfir í sitjandi sal og öfugt,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, markaðs- og verkefnastjóri hjá Gamla bíói. Miklar framkvæmdir hafa farið fram í Gamla bíói undanfarna mánuði en um síðustu helgi var lokahönd lögð á ný færanleg sæti í salnum. „Salurinn tekur aðeins minna en þegar gömlu sætin voru, en það fer þó mun betur um fólk,“ segir Ása um sætin. Gamla bíó tekur nú 320 manns í sæti og getur hýst 750 manns á standandi viðburðum. Þá er einnig hægt að hafa sætin á efri hæðinni í halla og standandi niðri. Spurð út í gömlu sætin segir Ása Berglind þau hafa verið seld. „Þau sæti sem voru á efri hæðinni voru seld hingað og þangað en við höldum utan um hvert sætin á neðri hæðinni voru seld. Þetta voru samt ekki upprunalegu sætin.“ Talsverð pressa var á Gamla bíói að koma upp sætunum áður en Eddan var frumsýnd um síðustu helgi. „Gámurinn með sætunum tafðist út af óveðri í janúar, þannig að við urðum öll frekar stressuð en pössuðum okkur að vera jákvæð. Við náðum ekki að byrja að setja upp sætin á tilsettum tíma en að því var unnið dag og nótt. Síðustu skrúfurnar voru skrúfaðar í korter í frumsýningu.“Ása Berglind er markaðs- og verkefnastjóri Gamla Bíós.fréttablaðið/pjeturSíðastliðið föstudagskvöld sýndu framkvæmdirnar hversu vel hægt er að nýta salinn þegar afhending vefverðlaunanna fór fram en sá viðburður var sitjandi og svo átján mínútum eftir að afhendingu verðlaunanna lauk hýsti salurinn standandi kokteilboð. „Fólk sat í halla á vefverðlaununum og þegar þeim lauk þá fór fólk fram í anddyri og salnum var lokað. Þá var sætunum rúllað saman og átján mínútum síðar kom sama fólkið inn í kokteilboð í gjörbreyttan sal,“ útskýrir Ása Berglind. Í gólfinu sést glitta í þak á lyftu en í kjallaranum er mótttökueldhús og geymsla fyrir borð og stóla. Lyftan opnar því möguleika á að gjörbreyta salnum án þess að fólk verði þess vart á meðan það hinkrar fyrir utan dyr salarins. „Einnig er unnið við að koma fyrir lyftu sem fer úr kjallaranum og upp á þriðju hæð, svo allir ættu að geta komist leiðar sinnar í Gamla bíói, óháð hreyfigetu.“ Mikið er um að vera í húsinu á næstunni líkt og Hlustendaverðlaun 365 miðla sem fram fara í kvöld og úrslitakvöld Reykjavík Cocktail Weekend á sunnudagskvöld. Þá mun leikkonan Edda Björgvinsdóttir líta yfir farinn veg og feril sinn í sýningu sem kallast Eddan í Gamla bíói á næstunni. Verkið var frumsýnt um síðustu helgi. Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
„Við erum ákaflega sátt en nú tekur um það bil fimmtán mínútur að breyta salnum úr standandi tónleikasal yfir í sitjandi sal og öfugt,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, markaðs- og verkefnastjóri hjá Gamla bíói. Miklar framkvæmdir hafa farið fram í Gamla bíói undanfarna mánuði en um síðustu helgi var lokahönd lögð á ný færanleg sæti í salnum. „Salurinn tekur aðeins minna en þegar gömlu sætin voru, en það fer þó mun betur um fólk,“ segir Ása um sætin. Gamla bíó tekur nú 320 manns í sæti og getur hýst 750 manns á standandi viðburðum. Þá er einnig hægt að hafa sætin á efri hæðinni í halla og standandi niðri. Spurð út í gömlu sætin segir Ása Berglind þau hafa verið seld. „Þau sæti sem voru á efri hæðinni voru seld hingað og þangað en við höldum utan um hvert sætin á neðri hæðinni voru seld. Þetta voru samt ekki upprunalegu sætin.“ Talsverð pressa var á Gamla bíói að koma upp sætunum áður en Eddan var frumsýnd um síðustu helgi. „Gámurinn með sætunum tafðist út af óveðri í janúar, þannig að við urðum öll frekar stressuð en pössuðum okkur að vera jákvæð. Við náðum ekki að byrja að setja upp sætin á tilsettum tíma en að því var unnið dag og nótt. Síðustu skrúfurnar voru skrúfaðar í korter í frumsýningu.“Ása Berglind er markaðs- og verkefnastjóri Gamla Bíós.fréttablaðið/pjeturSíðastliðið föstudagskvöld sýndu framkvæmdirnar hversu vel hægt er að nýta salinn þegar afhending vefverðlaunanna fór fram en sá viðburður var sitjandi og svo átján mínútum eftir að afhendingu verðlaunanna lauk hýsti salurinn standandi kokteilboð. „Fólk sat í halla á vefverðlaununum og þegar þeim lauk þá fór fólk fram í anddyri og salnum var lokað. Þá var sætunum rúllað saman og átján mínútum síðar kom sama fólkið inn í kokteilboð í gjörbreyttan sal,“ útskýrir Ása Berglind. Í gólfinu sést glitta í þak á lyftu en í kjallaranum er mótttökueldhús og geymsla fyrir borð og stóla. Lyftan opnar því möguleika á að gjörbreyta salnum án þess að fólk verði þess vart á meðan það hinkrar fyrir utan dyr salarins. „Einnig er unnið við að koma fyrir lyftu sem fer úr kjallaranum og upp á þriðju hæð, svo allir ættu að geta komist leiðar sinnar í Gamla bíói, óháð hreyfigetu.“ Mikið er um að vera í húsinu á næstunni líkt og Hlustendaverðlaun 365 miðla sem fram fara í kvöld og úrslitakvöld Reykjavík Cocktail Weekend á sunnudagskvöld. Þá mun leikkonan Edda Björgvinsdóttir líta yfir farinn veg og feril sinn í sýningu sem kallast Eddan í Gamla bíói á næstunni. Verkið var frumsýnt um síðustu helgi.
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira