Lífið

Prufukeyrir ný lög

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Teitur prufukeyrir nokkur ný lög í kvöld vopnaður kassagítarnum.
Teitur prufukeyrir nokkur ný lög í kvöld vopnaður kassagítarnum. Vísir/GVA
„Ég tek smá sett einn og síðan er hljómsveit líka. Þannig að þetta verður svona tvískipt,“ segir Teitur Magnússon tónlistarmaður um tónleika sem hann heldur í Gym & Tonic-sal Kex hostels í kvöld.

„Það verða kannski bara einhverjir svona kunnuglegir gestir sem munu ekkert koma rosalega á óvart,“ segir hann spurður að því hvort einhverjir óvæntir gestir muni stinga upp kollinum á tónleikunum.

Í desember á síðasta ári sendi Teitur frá sér sólóplötuna Tuttugu og sjö sem hlotið hefur góðar undirtektir.

Teitur mun spila lög af plötunni og að auki leika nokkur ný lög. „Það eru einhver svona lög sem ég er búinn að vera að vinna í. Ég ætla bara að taka þau einn á gítarinn og prufukeyra þau.

Maður veit svo sem ekkert hvar þau enda, það verður bara að koma í ljós,“ segir Teitur sem lofar huggulegri og góðri stemmingu á tónleikunum í kvöld.

Tónleikarnir verða líkt og áður sagði í Gym & Tonic-salnum á Kexi hosteli, miðaverð er 1.500 krónur en fyrir 2.500 krónur er einnig hægt að fá sólóplötu Teits.

Tónleikarnir hefjast klukkan níu og er athygli vakin á því að enginn posi verður á staðnum.

Hér má hlýða á lagið Vinur vina minna:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.