Okkur mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2015 14:30 „Mér finnst það bara góð tilfinning að vera að láta af störfum,“ segir séra Gunnar. Vísir/Stefán „Mér finnst það bara ágæt tilfinning að vera að láta af embætti. Ég er búinn að þjóna lengi sem prestur og hef verið prófastur í 17 ár. Svo hef ég næg verkefni fram undan,“ segir séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós. Hann átti sjötugsafmæli síðastliðinn sunnudag og þeim tímamótum fylgja óhjákvæmilega breytingar fyrir mann í hans stöðu. Hann verður þó prestur áfram til vors en lætur af embætti prófasts nú 1. febrúar. Biskup skipar í það embætti að fengnum uppástungum prestanna í prófastsdæminu. Það fyrirkomulag hefur verið við lýði frá upphafi siðbótartímans árið 1541, að sögn séra Gunnars. Séra Þórhildur Ólafs hefur verið skipuð prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi frá og með 1. febrúar. Hún er prestur í Hafnarfirði og telur Gunnar embættinu vel komið í hennar höndum. Gunnar og kona hans, Anna Margrét Höskuldsdóttir kennari, hafa búið á prestssetrinu að Reynivöllum í Kjós frá árinu 1978 en færa sig um set með vorinu. „Reynivellir var eina prestakallið sem var laust þegar við komum frá Þýskalandi haustið 1978 að afloknu doktorsprófi mínu, við ætluðum að vera hér til að byrja með, kannski eitt til tvö ár eða svo, en höfum kunnað vel við okkur í Kjósinni,“ segir Gunnar og upplýsir að nú ætli þau að flytjast í þéttbýlið. „Við erum ekki enn búin að ákveða hvar við setjumst að en verðum vonandi búin að því með vorinu, búslóðin verður hafin til klakks á fardögum,“ segir hann glaðlega. Gunnar hefur alla tíð sinnt fræðistörfum, haldið erindi og fyrirlestra og skrifað, meðal annars kom nýlega út eftir hann bókin Marteinn Lúther – svipmyndir úr siðbótarsögu. Skyldi hann hafa safnað verkefnum í sarpinn til að sinna þegar um hægist? „Já,“ viðurkennir hann. „Meðal annars hef ég lengi haft í huga að sinna séra Matthíasi Jochumssyni svolítið betur en áður, því hann var merkilegur brautryðjandi í guðfræði, bókmenntum og menningarmálum almennt og hefur átt hug og hjarta þjóðarinnar alla tíð. Fyrir nokkrum árum kom út ítarleg og góð ævisaga en mér finnst komið að guðfræðingi að rekja hugmyndir hans og hugsjónir í guðfræði, trúarheimspeki og skáldskaparfræðum. Auk fræðimennskunnar munum við Anna halda áfram að sinna því sem við höfum gert, ferðalögum innan lands og utan, hestamennsku og gönguferðum og mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni.“ Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Sjá meira
„Mér finnst það bara ágæt tilfinning að vera að láta af embætti. Ég er búinn að þjóna lengi sem prestur og hef verið prófastur í 17 ár. Svo hef ég næg verkefni fram undan,“ segir séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós. Hann átti sjötugsafmæli síðastliðinn sunnudag og þeim tímamótum fylgja óhjákvæmilega breytingar fyrir mann í hans stöðu. Hann verður þó prestur áfram til vors en lætur af embætti prófasts nú 1. febrúar. Biskup skipar í það embætti að fengnum uppástungum prestanna í prófastsdæminu. Það fyrirkomulag hefur verið við lýði frá upphafi siðbótartímans árið 1541, að sögn séra Gunnars. Séra Þórhildur Ólafs hefur verið skipuð prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi frá og með 1. febrúar. Hún er prestur í Hafnarfirði og telur Gunnar embættinu vel komið í hennar höndum. Gunnar og kona hans, Anna Margrét Höskuldsdóttir kennari, hafa búið á prestssetrinu að Reynivöllum í Kjós frá árinu 1978 en færa sig um set með vorinu. „Reynivellir var eina prestakallið sem var laust þegar við komum frá Þýskalandi haustið 1978 að afloknu doktorsprófi mínu, við ætluðum að vera hér til að byrja með, kannski eitt til tvö ár eða svo, en höfum kunnað vel við okkur í Kjósinni,“ segir Gunnar og upplýsir að nú ætli þau að flytjast í þéttbýlið. „Við erum ekki enn búin að ákveða hvar við setjumst að en verðum vonandi búin að því með vorinu, búslóðin verður hafin til klakks á fardögum,“ segir hann glaðlega. Gunnar hefur alla tíð sinnt fræðistörfum, haldið erindi og fyrirlestra og skrifað, meðal annars kom nýlega út eftir hann bókin Marteinn Lúther – svipmyndir úr siðbótarsögu. Skyldi hann hafa safnað verkefnum í sarpinn til að sinna þegar um hægist? „Já,“ viðurkennir hann. „Meðal annars hef ég lengi haft í huga að sinna séra Matthíasi Jochumssyni svolítið betur en áður, því hann var merkilegur brautryðjandi í guðfræði, bókmenntum og menningarmálum almennt og hefur átt hug og hjarta þjóðarinnar alla tíð. Fyrir nokkrum árum kom út ítarleg og góð ævisaga en mér finnst komið að guðfræðingi að rekja hugmyndir hans og hugsjónir í guðfræði, trúarheimspeki og skáldskaparfræðum. Auk fræðimennskunnar munum við Anna halda áfram að sinna því sem við höfum gert, ferðalögum innan lands og utan, hestamennsku og gönguferðum og mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni.“
Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Sjá meira