WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2015 12:21 Vísir hefur gert endurteknar tilraunir til að ná tali af Ásmundi Daða undanfarinn sólarhring en án árangurs. Vísir WOW Air mun funda í dag vegna frétta þess efnis að þingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason hafi verið undir áhrifum áfengis og kastað upp á farþega í flugi til Washington DC á dögunum. Sjálfur neitar Ásmundur því að hafa verið ölvaður. Hins vegar hafa bæði farþegi í flugvélinni og ónafngreind flugfreyja fullyrt að þingmaðurinn hafi verið fullur. Tinna Jóhannsdóttir, farþegi í vélinni, sagði í viðtali við Vísi í gær að Ásmundur hefði kastað upp á sig. „Hann bara stóð ekki í lappirnar, hann þurfti að styðja sig við staur þarna hjá vegabréfaeftirlitinu,“ segir Tinna. „Ég sá líka að flugfreyjurnar voru alltaf þarna. Hann var pissfullur bara, þetta var engin magakveisa. Það er bara kjaftæði.“ Tinna segist hafa spurt flugfreyjur í borð í flugvélinni út í ástand þingmannsins eftir að þingmaðurinn ældi á hana. Þær hafi sagt henni að Ásmundur hafi verið búinn að drekka áfengi alla leiðina. Tinna fór þó ekki verst út úr öllu saman því Bandaríkjamaður nokkur fékk að hennar sögn langstærstan hluta ælunnar yfir sig og þurfti að hafa fataskipti. Hún er hneyksluð á því að þrátt fyrir allt hafi þingmaðurinn ekki beðist afsökunar. „Hann yrti ekki á fólk,“ segir Tinna um viðbrögð Ásmundar Einars. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Mjög alvarlegt mál Fréttanetið hefur eftir ónafngreindi flugfreyju að uppákoman sé einhver sú vandræðalegasta sem hún hafi lent í. ,,Við sáum strax að hann var töluvert drukkinn þegar hann kom um borð og við fylgdumst vel með honum. Það er náttúrulega erfitt að díla við svona hluti þegar um er að ræða virðulegan þingmann,” segir flugfreyjan við Fréttanetið. Hún vilji ekki koma fram undir nafni enda ríki þagnarskylda í starfi þeirra hjá WOW air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingarfulltrúi WOW Air, segir málið í skoðun hjá fyrirtækinu. „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít sem minnir á að starfsmönnum sé ekki heimilt að tjá sig um einstaka farþega í ferðum flugfélagsins. Fundað verði hjá fyrirtækinu í dag vegna málsins. Netverjar hafa farið mikinn á Twitter eftir fréttaflutning af málinu. Er merkið #ásiaðfásér notað og koma skot, misfyndin úr öllum áttum eins og sjá má hér að neðan. #ásiaðfásér Tweets Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVA Steinum kastað úr glerhúsi? Fréttastofa hefur seinni hluta dags í gær og frá því snemma í morgun reynt að ná tali af Ásmundi Einari en án árangurs. Hann fullyrti hins vegar í samtali við DV í gærmorgun að hann hefði fengið magakveisu þennan dag og ekki haldið neinu niðri. Fyrirhuguð væri heimsókn til læknis í vikunni. Nútíminn hafði svo heimildir fyrir því að þingmaðurinn hefði sagst hafa drukkið ofan í svefnlyf í vélinni. Það væri skýring hans á ástandi sínu. Atli Már Gylfason, blaðamaður á DV sem flutti fyrstu frétt af málinu í gærmorgun, lýsti samskiptum sínum við Vilhjálm Bjarnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins á Facebook í morgun. Vilhjálmur var einn tíu þingmanna í utanríkismálanefnd Alþingis sem fóru í umrædda ferð til Washington. Segir Atli að Vilhjálmur hafi fullyrt við sig að ekkert hefði gerst um borð. ...Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðismanna, bókstaflega öskraði í eyrað á mér í gær. Sagði að ekkert hefði...Posted by Atli Már Gylfason on Wednesday, May 20, 2015 Alþingi Tengdar fréttir #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
WOW Air mun funda í dag vegna frétta þess efnis að þingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason hafi verið undir áhrifum áfengis og kastað upp á farþega í flugi til Washington DC á dögunum. Sjálfur neitar Ásmundur því að hafa verið ölvaður. Hins vegar hafa bæði farþegi í flugvélinni og ónafngreind flugfreyja fullyrt að þingmaðurinn hafi verið fullur. Tinna Jóhannsdóttir, farþegi í vélinni, sagði í viðtali við Vísi í gær að Ásmundur hefði kastað upp á sig. „Hann bara stóð ekki í lappirnar, hann þurfti að styðja sig við staur þarna hjá vegabréfaeftirlitinu,“ segir Tinna. „Ég sá líka að flugfreyjurnar voru alltaf þarna. Hann var pissfullur bara, þetta var engin magakveisa. Það er bara kjaftæði.“ Tinna segist hafa spurt flugfreyjur í borð í flugvélinni út í ástand þingmannsins eftir að þingmaðurinn ældi á hana. Þær hafi sagt henni að Ásmundur hafi verið búinn að drekka áfengi alla leiðina. Tinna fór þó ekki verst út úr öllu saman því Bandaríkjamaður nokkur fékk að hennar sögn langstærstan hluta ælunnar yfir sig og þurfti að hafa fataskipti. Hún er hneyksluð á því að þrátt fyrir allt hafi þingmaðurinn ekki beðist afsökunar. „Hann yrti ekki á fólk,“ segir Tinna um viðbrögð Ásmundar Einars. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Mjög alvarlegt mál Fréttanetið hefur eftir ónafngreindi flugfreyju að uppákoman sé einhver sú vandræðalegasta sem hún hafi lent í. ,,Við sáum strax að hann var töluvert drukkinn þegar hann kom um borð og við fylgdumst vel með honum. Það er náttúrulega erfitt að díla við svona hluti þegar um er að ræða virðulegan þingmann,” segir flugfreyjan við Fréttanetið. Hún vilji ekki koma fram undir nafni enda ríki þagnarskylda í starfi þeirra hjá WOW air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingarfulltrúi WOW Air, segir málið í skoðun hjá fyrirtækinu. „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít sem minnir á að starfsmönnum sé ekki heimilt að tjá sig um einstaka farþega í ferðum flugfélagsins. Fundað verði hjá fyrirtækinu í dag vegna málsins. Netverjar hafa farið mikinn á Twitter eftir fréttaflutning af málinu. Er merkið #ásiaðfásér notað og koma skot, misfyndin úr öllum áttum eins og sjá má hér að neðan. #ásiaðfásér Tweets Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVA Steinum kastað úr glerhúsi? Fréttastofa hefur seinni hluta dags í gær og frá því snemma í morgun reynt að ná tali af Ásmundi Einari en án árangurs. Hann fullyrti hins vegar í samtali við DV í gærmorgun að hann hefði fengið magakveisu þennan dag og ekki haldið neinu niðri. Fyrirhuguð væri heimsókn til læknis í vikunni. Nútíminn hafði svo heimildir fyrir því að þingmaðurinn hefði sagst hafa drukkið ofan í svefnlyf í vélinni. Það væri skýring hans á ástandi sínu. Atli Már Gylfason, blaðamaður á DV sem flutti fyrstu frétt af málinu í gærmorgun, lýsti samskiptum sínum við Vilhjálm Bjarnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins á Facebook í morgun. Vilhjálmur var einn tíu þingmanna í utanríkismálanefnd Alþingis sem fóru í umrædda ferð til Washington. Segir Atli að Vilhjálmur hafi fullyrt við sig að ekkert hefði gerst um borð. ...Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðismanna, bókstaflega öskraði í eyrað á mér í gær. Sagði að ekkert hefði...Posted by Atli Már Gylfason on Wednesday, May 20, 2015
Alþingi Tengdar fréttir #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
#ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15
Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45