Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Bjarki Ármannsson skrifar 26. apríl 2015 10:29 Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi BBC um hinsegin fræðslu á Íslandi og Gylfa Ægisson. Vísir Adolf Ingi Erlingsson, útvarpsstjóri Radio Iceland og fyrrverandi íþróttafréttamaður, og Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, ræddu við þáttastjórnendur þáttarins BBC Trending á breska ríkisútvarpinu á dögunum. Tilefnið var ummæli Gylfa Ægissonar tónlistarmanns um hinsegin fræðslu í Hafnarfjarðarbæ og viðbrögðin sem þau hafa kallað fram.Hlýða má á þáttinn í heild sinni hér. Innslagið um Ísland hefst eftir um tólf mínútur. „Þau ákváðu að kenna börnum um LGBT og honum féll það ekki í geð,“ útskýrir Adolf fyrir spyrli BBC. „Hann stofnaði svo Facebook-síðu til að mótmæla því.“ Við upphaf innslagsins um Ísland var bútur úr lagi með Gylfa spilað. Spyrillinn biður svo Adolf um að segja frá því hver nákvæmlega Gylfi Ægisson er. „Hann er nokkurs konar „has been,““ segir Adolf og hlær. „Hann naut nokkurra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum með hálfgerðri sjóaratónlist. Fínn náungi en í seinni tíð hefur hann fyrst og fremst verið þekktur fyrir fordóma sína gagnvart samkynhneigðum.“Sjá einnig: Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu Spyrillinn segist svo fyrst hafa skilið ummæli Gylfa sem gagnrýni á að hagsmunasamtök fái að hafa áhrif á kynfræðslu.En aðrir sjá þau þá sem fordómafull í garð samkynhneigðra, eins og þú segir?„Já, hann er búinn að berjast gegn Gay Pride-göngunni á Íslandi, sem er stór fjölskylduviðburður, og segir að hún hafi skaðleg áhrif á börn,“ segir Adolf Ingi. Þáttastjórnandi BBC tekur svo næst tali Árna Grétar og leyfir honum að segja frá viðbrögðunum við ummælum Gylfa á samfélagsmiðlum. „Þetta hefur slegið í gegn á netinu,“ segir Árni Grétar. „Síðan sem hann stofnaði hefur einungis um þrjú hundruð „læk“ en síður sem hafa verið stofnaðar í mótmælaskyni hafa þúsundir „læka.““Sjá einnig: Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa Þáttastjórnandi BBC Trending segir að þátturinn hafi reynt að ná tali af Gylfa en það ekki tekist. Hann spyr svo Adolf hvort umræðan um Gylfa og skoðanir hans tengist ekki umræðunni um málfrelsi, og hvort ekki sé hætta á að reiði fólks í garð þessara skoðana geti reynst Gylfa mjög erfið. „Auðvitað,“ segir Adolf. „Allt verður mjög persónulegt í landi þar sem aðeins 330 þúsund manns búa. Ég hugsa að það sé mjög erfitt fyrir hann að þola alla þá gagnrýni sem hann fær. En hann vakti athygli á þessu og hann verður að taka afleiðingunum.“ Tengdar fréttir Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49 Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27 Útvarp Saga eða Tvíhöfði: Getur þú fundið út hvaðan ummælin koma? Sum ummælin úr Línan er opin á Útvarpi Söga minna mjög á klassísk ummæli Tvíhöfða. 22. apríl 2015 15:00 Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson, útvarpsstjóri Radio Iceland og fyrrverandi íþróttafréttamaður, og Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, ræddu við þáttastjórnendur þáttarins BBC Trending á breska ríkisútvarpinu á dögunum. Tilefnið var ummæli Gylfa Ægissonar tónlistarmanns um hinsegin fræðslu í Hafnarfjarðarbæ og viðbrögðin sem þau hafa kallað fram.Hlýða má á þáttinn í heild sinni hér. Innslagið um Ísland hefst eftir um tólf mínútur. „Þau ákváðu að kenna börnum um LGBT og honum féll það ekki í geð,“ útskýrir Adolf fyrir spyrli BBC. „Hann stofnaði svo Facebook-síðu til að mótmæla því.“ Við upphaf innslagsins um Ísland var bútur úr lagi með Gylfa spilað. Spyrillinn biður svo Adolf um að segja frá því hver nákvæmlega Gylfi Ægisson er. „Hann er nokkurs konar „has been,““ segir Adolf og hlær. „Hann naut nokkurra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum með hálfgerðri sjóaratónlist. Fínn náungi en í seinni tíð hefur hann fyrst og fremst verið þekktur fyrir fordóma sína gagnvart samkynhneigðum.“Sjá einnig: Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu Spyrillinn segist svo fyrst hafa skilið ummæli Gylfa sem gagnrýni á að hagsmunasamtök fái að hafa áhrif á kynfræðslu.En aðrir sjá þau þá sem fordómafull í garð samkynhneigðra, eins og þú segir?„Já, hann er búinn að berjast gegn Gay Pride-göngunni á Íslandi, sem er stór fjölskylduviðburður, og segir að hún hafi skaðleg áhrif á börn,“ segir Adolf Ingi. Þáttastjórnandi BBC tekur svo næst tali Árna Grétar og leyfir honum að segja frá viðbrögðunum við ummælum Gylfa á samfélagsmiðlum. „Þetta hefur slegið í gegn á netinu,“ segir Árni Grétar. „Síðan sem hann stofnaði hefur einungis um þrjú hundruð „læk“ en síður sem hafa verið stofnaðar í mótmælaskyni hafa þúsundir „læka.““Sjá einnig: Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa Þáttastjórnandi BBC Trending segir að þátturinn hafi reynt að ná tali af Gylfa en það ekki tekist. Hann spyr svo Adolf hvort umræðan um Gylfa og skoðanir hans tengist ekki umræðunni um málfrelsi, og hvort ekki sé hætta á að reiði fólks í garð þessara skoðana geti reynst Gylfa mjög erfið. „Auðvitað,“ segir Adolf. „Allt verður mjög persónulegt í landi þar sem aðeins 330 þúsund manns búa. Ég hugsa að það sé mjög erfitt fyrir hann að þola alla þá gagnrýni sem hann fær. En hann vakti athygli á þessu og hann verður að taka afleiðingunum.“
Tengdar fréttir Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49 Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27 Útvarp Saga eða Tvíhöfði: Getur þú fundið út hvaðan ummælin koma? Sum ummælin úr Línan er opin á Útvarpi Söga minna mjög á klassísk ummæli Tvíhöfða. 22. apríl 2015 15:00 Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49
Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27
Útvarp Saga eða Tvíhöfði: Getur þú fundið út hvaðan ummælin koma? Sum ummælin úr Línan er opin á Útvarpi Söga minna mjög á klassísk ummæli Tvíhöfða. 22. apríl 2015 15:00
Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23