Um 240 milljónir til viðbótar í malbik ingibjörg bára stefánsdóttir skrifar 13. apríl 2015 07:00 Gert er ráð fyrir að 13 til 14 þúsund tonn af malbiki fari til gatnaviðhalds í Reykjavík í ár. fréttablaðið/Vilhelm Verja á um 240 milljónum króna til viðbótar til viðhalds gatna í Reykjavík í ár miðað við í fyrra. Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir það hafa blasað lengi við að meira fé þurfi til endurnýjunar gatnakerfisins. Áætlað er að 13 til 14 þúsund tonn af malbiki fari til gatnaviðhalds og að kostnaðurinn nemi 690 milljónum króna. Kostnaðurinn í fyrra var 458 milljónir króna á núvirði, að sögn Ámunda Brynjólfssonar, skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds.bergþóra KristinsdóttirReykjavíkurborg hefur ekkert gefið eftir varðandi gæði malbiks sem lagt er á götur borgarinnar. Þetta er mat Bergþóru Kristinsdóttur, verkfræðings hjá Eflu, sem unnið hefur að gatnaviðhaldsmálum. „Í útboðsgögnum hafa menn beðið um og fengið efni af góðum gæðum, samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru á hverjum stað. Ástandið er fyrst og fremst slæmt vegna veðurfars og þess að of litlu fjármagni hefur verið varið í endurnýjun gatnakerfisins síðustu ár. Þetta er uppsafnaður viðhaldsvandi,“ bendir Bergþóra á. Spurð hvort það verði ekki ódýrara til lengri tíma litið að nota víðar dýrari tegundir malbiks segir Bergþóra að taka verði tillit til margra þátta við val á slitlagstegund. „Fram að þessu hafa menn ekki slegið af gæðum við val á slitlagi á götur. Slitlagstegund er valin eftir því hve mikil umferð er á viðkomandi götu. Þannig er t.d. ekki valið að nota þykkt slitlag með dýru steinefni í botngötur í húsahverfum því það skilar sér ekki í betri endingu. Fjárframlög hafa verið alltof lítil í langan tíma. Það er erfitt að réttlæta það að nota efni sem er til dæmis 30 prósentum dýrara og gera þá við 30 prósentum minna. Þegar svo og svo mikið er ónýtt verður að finna leiðir til að ná að gera við það sem þarf.“ Að sögn verkfræðingsins endist malbik á götum með miklum umferðarþunga í sex til tíu ár en steypa, sem er miklu dýrari, í 30 til 40 ár. Það sé hins vegar erfiðara að steypa götur nema þegar verið er að leggja nýjar. „Götur þurfa að vera lokaðar í nokkra sólarhringa eftir að steypt er. Í langflestum tilfellum er ekki hægt að loka götum í nokkra daga. Það er til dæmis erfitt að loka miðakrein á Miklubraut til að steypa hana.“ Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Verja á um 240 milljónum króna til viðbótar til viðhalds gatna í Reykjavík í ár miðað við í fyrra. Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir það hafa blasað lengi við að meira fé þurfi til endurnýjunar gatnakerfisins. Áætlað er að 13 til 14 þúsund tonn af malbiki fari til gatnaviðhalds og að kostnaðurinn nemi 690 milljónum króna. Kostnaðurinn í fyrra var 458 milljónir króna á núvirði, að sögn Ámunda Brynjólfssonar, skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds.bergþóra KristinsdóttirReykjavíkurborg hefur ekkert gefið eftir varðandi gæði malbiks sem lagt er á götur borgarinnar. Þetta er mat Bergþóru Kristinsdóttur, verkfræðings hjá Eflu, sem unnið hefur að gatnaviðhaldsmálum. „Í útboðsgögnum hafa menn beðið um og fengið efni af góðum gæðum, samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru á hverjum stað. Ástandið er fyrst og fremst slæmt vegna veðurfars og þess að of litlu fjármagni hefur verið varið í endurnýjun gatnakerfisins síðustu ár. Þetta er uppsafnaður viðhaldsvandi,“ bendir Bergþóra á. Spurð hvort það verði ekki ódýrara til lengri tíma litið að nota víðar dýrari tegundir malbiks segir Bergþóra að taka verði tillit til margra þátta við val á slitlagstegund. „Fram að þessu hafa menn ekki slegið af gæðum við val á slitlagi á götur. Slitlagstegund er valin eftir því hve mikil umferð er á viðkomandi götu. Þannig er t.d. ekki valið að nota þykkt slitlag með dýru steinefni í botngötur í húsahverfum því það skilar sér ekki í betri endingu. Fjárframlög hafa verið alltof lítil í langan tíma. Það er erfitt að réttlæta það að nota efni sem er til dæmis 30 prósentum dýrara og gera þá við 30 prósentum minna. Þegar svo og svo mikið er ónýtt verður að finna leiðir til að ná að gera við það sem þarf.“ Að sögn verkfræðingsins endist malbik á götum með miklum umferðarþunga í sex til tíu ár en steypa, sem er miklu dýrari, í 30 til 40 ár. Það sé hins vegar erfiðara að steypa götur nema þegar verið er að leggja nýjar. „Götur þurfa að vera lokaðar í nokkra sólarhringa eftir að steypt er. Í langflestum tilfellum er ekki hægt að loka götum í nokkra daga. Það er til dæmis erfitt að loka miðakrein á Miklubraut til að steypa hana.“
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira