Innlent

Búið að opna Djúpveg sunnan Hólmavíkur

Bjarki Ármannsson skrifar
Vegur fór í sundur beggja megin við Hólmavík.
Vegur fór í sundur beggja megin við Hólmavík. Vísir/Loftmyndir
Búið er að opna Djúpveg sunnan Hólmavíkur, en viðgerðin hefur staðið yfir frá því um klukkan níu í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Líkt og greint var frá í dag, sátu um sextíu framhaldsskólanemendur fastir í rútu á Djúpvegi í nótt eftir að vegur fór í sundur norðan Hólmavíkur. Nemendurnir komust í dag á Hólmavík en ekki lengra, þar sem vegurinn var einnig farinn í sundur sunnan bæjarins.


Tengdar fréttir

Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík

Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta.

„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“

„Þegar við komum þarna þá virkaði þetta ekki eins og mikið fljót fyrir okkur,“ segir rútubílstjórinn Sævar Þorbergsson. Lögregla og björgunarsveitir hafi þó vitað betur og tekið réttar ákvarðanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×