Innlent

Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík

Á Holtavörðuheiði hefur Vegagerðin staðið í ströngu í alla nótt vegna vatnselgs.
Á Holtavörðuheiði hefur Vegagerðin staðið í ströngu í alla nótt vegna vatnselgs.
Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að koma um sextíu unglingum úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki með rútu þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn norðan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta.

Vegna mikils vatnselgs og myrkurs þótti ekki hættandi á björgunaraðgerðir í nótt, en nú er vatnselgurinn farinn að sjatna. Djúpvegur númer 61 grófst líka í sundur við gatnamótin að Drangsnesi og Holtavörðuheiðinni var lokað í gærkvöldi vegna vatnselgs við Búrfellsá í Norðurárdal í Borgarfriði, en norðurleiðin er fær um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði.

Þá er Vestfjarðavegur lokaður í Vattarfirði, eftir að aurskriða féll á hann og víðar vatnaði yfir vegi í gærkvöldi og fram á nóttina, þótt þeir rofnuðu ekki alveg.    

Uppfært klukkan 16:07

Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að vegurinn sunnan Hólmavíkur hefði farið í sundur og því hefði rútan ekki komist lengra. Vissulega fór vegurinn sunnan Hólmavíkur einnig í sundur en það var hvarf í veginum norðan Hólmavíkur sem olli því að rútan komst ekki til Hólmavíkur.


Tengdar fréttir

„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“

„Þegar við komum þarna þá virkaði þetta ekki eins og mikið fljót fyrir okkur,“ segir rútubílstjórinn Sævar Þorbergsson. Lögregla og björgunarsveitir hafi þó vitað betur og tekið réttar ákvarðanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×