Faðir stúlku í rútunni: „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. febrúar 2015 11:15 Hér má sjá myndir af vettvangi. mynd/aðsend „Ég var í sambandi við Vegagerðina, lögregluna á Hólmavík og bílstjórann í gær og í nótt,“ segir Baldvin Jóhannesson, en dóttir hans er ein af þeim sextíu unglingum úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem hafa setið föst í rútu í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. Vegna mikils vatnselgs og myrkurs þótti ekki hættandi á björgunaraðgerðir í nótt, en nú er vatnselgurinn farinn að sjatna. Baldvin gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu.Sjá einnig:„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Það var farið að sjatna í þessu nótt en varðstjóri lögreglunnar á Hólmavík nennti lítið að standa í þessu. Það var talað um að kalla út björgunarsveitir en þeir mátu það svo að það væri best að láta krakkana vera áfram í rútunni. Það var mat bílstjórans og farastjóra að það var alveg hægt að ferja fólkið þarna yfir. Það var búið að fá gistingu fyrir krakkana á Hólmavík,“ segir Baldvin.Ferja átti börnin yfir Baldvin telur að björgunarsveitir hefðu hæglega getað ferjað fólk yfir og sérstaklega með þeim búnaði sem hún hefur yfir að ráða. „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg og ég held að bílstjórinn hafi ekki verið sáttur við framgöngu mannsins. Hann tekur ákvörðun um að ekkert yrði gert og þegar verið var að tala um mat fyrir fólkið þá sagði hann bara við mig að þeir nenntu ekki að vera standa í því að fara með eitthvað brauð og henda þarna yfir.“ Baldvin segist hafa fengið alveg nóg eftir samskipti sín við lögregluna á Hólmavík. „Maður er með lögreglu á landinu sem er algjörlega óhæf til þess að sinna svona málum. Síðan heyrir maður í fréttum að ætlunin sé að selflytja fólkið yfir sem var í raun aldrei á dagskránni. Þetta er alveg fáránlegt og sérstaklega þegar maður getur ekkert gert neitt sjálfur.“Til eru höfðingjar Baldvin hrósar aftur á móti staðarhaldara úr Ísafjarðardjúpi. „Hann kom í nótt með matvæli frá Reykjanesi og því mjög gott að vita að til eru höfðingjar þarna úti.“ Vegagerðin hefur staðið í ströngu undanfarna klukkustundir og á rútan að taka af stað á tólfta tímanum. Uppfært klukkan 15:41Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir Baldvini að Steingrímsfjarðarheiði hafi verið lokuð og því ekki hægt að snúa við. Það er ekki rétt. Þá var það mat bílstjóra og fararstjóra við komuna á staðinn að hægt væri að ferja fólk yfir hvarfið en þeir breyttu fljótlega um skoðun eftir að lögregla og björgunarsveitir mátu aðstæður eins og lesa má nánar um hér. Eru þeir sannfærðir um að viðbrögð á vettvangi hafi verið rétt.Við lestur fréttarinnar mátti draga þá ályktun að viðbrögð lögreglu og björgunarsveita á staðnum hefðu verið röng þar sem fullyrðingar viðmælanda í þessari frétt voru ekki sannreyndar. Er lögreglan á Hólmavík og aðrir lesendur beðnir afsökunar vegna þessa. Tengdar fréttir Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
„Ég var í sambandi við Vegagerðina, lögregluna á Hólmavík og bílstjórann í gær og í nótt,“ segir Baldvin Jóhannesson, en dóttir hans er ein af þeim sextíu unglingum úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem hafa setið föst í rútu í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. Vegna mikils vatnselgs og myrkurs þótti ekki hættandi á björgunaraðgerðir í nótt, en nú er vatnselgurinn farinn að sjatna. Baldvin gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu.Sjá einnig:„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Það var farið að sjatna í þessu nótt en varðstjóri lögreglunnar á Hólmavík nennti lítið að standa í þessu. Það var talað um að kalla út björgunarsveitir en þeir mátu það svo að það væri best að láta krakkana vera áfram í rútunni. Það var mat bílstjórans og farastjóra að það var alveg hægt að ferja fólkið þarna yfir. Það var búið að fá gistingu fyrir krakkana á Hólmavík,“ segir Baldvin.Ferja átti börnin yfir Baldvin telur að björgunarsveitir hefðu hæglega getað ferjað fólk yfir og sérstaklega með þeim búnaði sem hún hefur yfir að ráða. „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg og ég held að bílstjórinn hafi ekki verið sáttur við framgöngu mannsins. Hann tekur ákvörðun um að ekkert yrði gert og þegar verið var að tala um mat fyrir fólkið þá sagði hann bara við mig að þeir nenntu ekki að vera standa í því að fara með eitthvað brauð og henda þarna yfir.“ Baldvin segist hafa fengið alveg nóg eftir samskipti sín við lögregluna á Hólmavík. „Maður er með lögreglu á landinu sem er algjörlega óhæf til þess að sinna svona málum. Síðan heyrir maður í fréttum að ætlunin sé að selflytja fólkið yfir sem var í raun aldrei á dagskránni. Þetta er alveg fáránlegt og sérstaklega þegar maður getur ekkert gert neitt sjálfur.“Til eru höfðingjar Baldvin hrósar aftur á móti staðarhaldara úr Ísafjarðardjúpi. „Hann kom í nótt með matvæli frá Reykjanesi og því mjög gott að vita að til eru höfðingjar þarna úti.“ Vegagerðin hefur staðið í ströngu undanfarna klukkustundir og á rútan að taka af stað á tólfta tímanum. Uppfært klukkan 15:41Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir Baldvini að Steingrímsfjarðarheiði hafi verið lokuð og því ekki hægt að snúa við. Það er ekki rétt. Þá var það mat bílstjóra og fararstjóra við komuna á staðinn að hægt væri að ferja fólk yfir hvarfið en þeir breyttu fljótlega um skoðun eftir að lögregla og björgunarsveitir mátu aðstæður eins og lesa má nánar um hér. Eru þeir sannfærðir um að viðbrögð á vettvangi hafi verið rétt.Við lestur fréttarinnar mátti draga þá ályktun að viðbrögð lögreglu og björgunarsveita á staðnum hefðu verið röng þar sem fullyrðingar viðmælanda í þessari frétt voru ekki sannreyndar. Er lögreglan á Hólmavík og aðrir lesendur beðnir afsökunar vegna þessa.
Tengdar fréttir Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05