40 ár frá upphafi Kröfluelda Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2015 18:52 Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. Þarna gerðist það í fyrsta sinn að íslenskir vísindamenn sáu með nokkrum fyrirvara að eldgos væri í aðsigi. Fyrsta Kröflugosið hófst við Leirhnjúk fjórum dögum fyrir jól árið 1975, laust fyrir hádegi þann 20. desember. Þetta var hins vegar lítið gos, stóð aðeins yfir í nokkrar klukkustundir, og er því lítið til af myndum af þessum upphafsatburði Kröfluelda.Eiríkur Jónsson verkfræðingur náði þó svarthvítum ljósmyndum í flugi á vegum Kröflunefndar en fyrstu ljósmyndina af gosinu tók Helgi Jósefsson úr flugvél á leið frá Vopnafirði til Akureyrar og birtist hún í Tímanum þremur dögum síðar. Það voru hins vegar íbúar Kópaskers og nágrennis sem fengu að kenna harkalegast á upphafi umbrotanna, með Kópaskerskjálftanum, sem reið yfir þremur vikum eftir fyrsta Kröflugosið, þann 13. janúar árið 1976. Eldgosin urðu alls níu talsins á árunum frá 1975 til 1984. Fyrsta gossprungan opnaðist aðeins um þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem þá var í smíðum. Jarðgufuöflun fór úr skorðum og urðu miklar deilur um virkjunina enda gekk illa að koma raforkuframleiðslunni af stað. Í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 fyrr á árinu voru þessir atburðir rifjaðir upp með heimamönnum en þáttinn má sjá hér fyrir neðan og á sjónvarpsvef Vísis. Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Skútustaðahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. Þarna gerðist það í fyrsta sinn að íslenskir vísindamenn sáu með nokkrum fyrirvara að eldgos væri í aðsigi. Fyrsta Kröflugosið hófst við Leirhnjúk fjórum dögum fyrir jól árið 1975, laust fyrir hádegi þann 20. desember. Þetta var hins vegar lítið gos, stóð aðeins yfir í nokkrar klukkustundir, og er því lítið til af myndum af þessum upphafsatburði Kröfluelda.Eiríkur Jónsson verkfræðingur náði þó svarthvítum ljósmyndum í flugi á vegum Kröflunefndar en fyrstu ljósmyndina af gosinu tók Helgi Jósefsson úr flugvél á leið frá Vopnafirði til Akureyrar og birtist hún í Tímanum þremur dögum síðar. Það voru hins vegar íbúar Kópaskers og nágrennis sem fengu að kenna harkalegast á upphafi umbrotanna, með Kópaskerskjálftanum, sem reið yfir þremur vikum eftir fyrsta Kröflugosið, þann 13. janúar árið 1976. Eldgosin urðu alls níu talsins á árunum frá 1975 til 1984. Fyrsta gossprungan opnaðist aðeins um þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem þá var í smíðum. Jarðgufuöflun fór úr skorðum og urðu miklar deilur um virkjunina enda gekk illa að koma raforkuframleiðslunni af stað. Í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 fyrr á árinu voru þessir atburðir rifjaðir upp með heimamönnum en þáttinn má sjá hér fyrir neðan og á sjónvarpsvef Vísis.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Skútustaðahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00