Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. desember 2015 20:08 Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. Fólk getur farið fram á að upplýsingum um það sé eytt af netinu. Forstjóri Persónuverndar segir löggjöfina svar við tækniframförum sem einstaklingar hafa staðið berskjaldaðir frammi fyrir síðustu ár. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuþingið og ráðherraráð Evrópusambandsins náðu samkomulagi um breytta persónuverndarlöggjöf í Evrópu nú fyrir jól sem samrýmist betur stafrænum upplýsingatækniheimi. Að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar felur ný löggjöf í sér töluverða aukningu á grundvallarréttindum borgarana til persónuverndar. „Hún færir einstaklingum, borgurum landsins, aukinn rétt að mörgu leyti. Það sem um er að ræða er til dæmis það að rétturinn til að gleymast fær aukið vægi. Það þýðir það að einstaklingurinn eða borgarinn fær rétt til þess að ákveðnum leitarniðurstöðum á Google sé eytt.“Helga ÞórisdóttirFriðhelgi einkalífs vó þyngra Helga minnir á dóm sem kenndur er við Google þar sem tekist var á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis. „Það var spænskur ríkisborgari sem kvartaði undan því að það væri að eyðileggja fyrir honum viðskipti að eldgamlar upplýsingar frá 1998 um fjárnám birtust þeim sem gúggluðu hann. Hjá dómstólum var ekist á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis.Það varð svo að friðhelgi einkalífs þótti vega þyngra en hagsmunir um tjáningarfrelsi.“ Helga segir löggöfina svar við örum tækniframförum síðustu ára. Hægt verður að leggja á sektir fyrir brot gegn persónuverndarreglum. „Ef fyrirtæki brjóta persónuverndarlög að þá verður hægt að sekta þau sem nemur fjögur prósent af árlegri veltu, Það geta verið gígantískar upphæðir ef um er að ræða fyrirtæki í netheimum. Löggjöfin er svar við tækniframförum sem auðvelda leit og öflun upplýsinga. Einstaklingurinn stendur berskjaldaður gagnvart öllu því sem er hægt að finna í allri hans fortíð, það þarf aðeins að tempra þetta.“Börn undir sextán ára þurfa leyfi foreldra til að vera á Facebook Settar verða hindranir í veg netfyrirtækja og samskiptamiðla þegar kemur að börnum og unglingum. „Reglan verður sú að börn undir sextán ára aldri munu þurfa leyfi foreldra til að vera í Facebook samskiptum og það sama á við um Instagram. Það verður heimild fyrir aðildarríki að færa aldursviðmið niður í þrettán ára.“ Helga telur breytingar á löggjöf krefjast hugarfarsbreytingar í íslensku samfélagi. „Hugsunarhætti almennt hjá borgurum og fyrirtækjum um það hvernig er komið fram við einstaklinga og hvernig farið er með persónuupplýsingar einstaklinga.“ Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. Fólk getur farið fram á að upplýsingum um það sé eytt af netinu. Forstjóri Persónuverndar segir löggjöfina svar við tækniframförum sem einstaklingar hafa staðið berskjaldaðir frammi fyrir síðustu ár. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuþingið og ráðherraráð Evrópusambandsins náðu samkomulagi um breytta persónuverndarlöggjöf í Evrópu nú fyrir jól sem samrýmist betur stafrænum upplýsingatækniheimi. Að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar felur ný löggjöf í sér töluverða aukningu á grundvallarréttindum borgarana til persónuverndar. „Hún færir einstaklingum, borgurum landsins, aukinn rétt að mörgu leyti. Það sem um er að ræða er til dæmis það að rétturinn til að gleymast fær aukið vægi. Það þýðir það að einstaklingurinn eða borgarinn fær rétt til þess að ákveðnum leitarniðurstöðum á Google sé eytt.“Helga ÞórisdóttirFriðhelgi einkalífs vó þyngra Helga minnir á dóm sem kenndur er við Google þar sem tekist var á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis. „Það var spænskur ríkisborgari sem kvartaði undan því að það væri að eyðileggja fyrir honum viðskipti að eldgamlar upplýsingar frá 1998 um fjárnám birtust þeim sem gúggluðu hann. Hjá dómstólum var ekist á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis.Það varð svo að friðhelgi einkalífs þótti vega þyngra en hagsmunir um tjáningarfrelsi.“ Helga segir löggöfina svar við örum tækniframförum síðustu ára. Hægt verður að leggja á sektir fyrir brot gegn persónuverndarreglum. „Ef fyrirtæki brjóta persónuverndarlög að þá verður hægt að sekta þau sem nemur fjögur prósent af árlegri veltu, Það geta verið gígantískar upphæðir ef um er að ræða fyrirtæki í netheimum. Löggjöfin er svar við tækniframförum sem auðvelda leit og öflun upplýsinga. Einstaklingurinn stendur berskjaldaður gagnvart öllu því sem er hægt að finna í allri hans fortíð, það þarf aðeins að tempra þetta.“Börn undir sextán ára þurfa leyfi foreldra til að vera á Facebook Settar verða hindranir í veg netfyrirtækja og samskiptamiðla þegar kemur að börnum og unglingum. „Reglan verður sú að börn undir sextán ára aldri munu þurfa leyfi foreldra til að vera í Facebook samskiptum og það sama á við um Instagram. Það verður heimild fyrir aðildarríki að færa aldursviðmið niður í þrettán ára.“ Helga telur breytingar á löggjöf krefjast hugarfarsbreytingar í íslensku samfélagi. „Hugsunarhætti almennt hjá borgurum og fyrirtækjum um það hvernig er komið fram við einstaklinga og hvernig farið er með persónuupplýsingar einstaklinga.“
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira