Hætti að neyta áfengis fyrir ári: „Af hverju ertu ekki að drekka?“ Bjarki Ármannsson skrifar 10. maí 2015 23:01 Rakel Björt Jónsdóttir tók upp áfengislausan lífstíl fyrir ári. Hún segir frá reynslu sinni og viðbrögðum annarra. Myndir/Rakel Björt/Getty „Ég ákvað að hætta að drekka til að ná betri tökum á lífinu, finna sjálfa mig og hætta að fela mig á bak við áfengið á djamminu og koma mér úr skelinni,” skrifar háskólaneminn Rakel Björt Jónsdóttir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Færsluna, sem hefur vakið mikla athygli, skrifar hún í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að hún hætti að drekka áfengi.Vísir hefur áður fjallað um unga Íslendinga sem kjósa áfengislausan lífstíl. Rakel Björt hætti sömuleiðis að drekka áfengi án þess að hún ætti við áfengisvandamál að stríða. Rakel samþykkti að deila innihaldi færslunnar með Vísi, en í henni segir Rakel frá reynslu sinni síðastliðið ár.Eins og hún væri að skemma fyrir þeim sem voru í glasi „Það voru margar erfiðar ákvarðanir sem ég þurfti að taka á þessu ári til að breyta lífinu mínu til hins betra og ég vildi gera það án áfengis,” útskýrir hún. „Ég á náttúrulega bestu vinkonur í heimi sem stóðu við bakið mitt og gerðu ekkert mál úr þessu. Enda á þetta ekki að vera neitt mál.”Sjá einnig: Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Rakel segist þó ítrekað hafa lent í því undanfarið ár að fólk setji spurningarmerki við það að hún skemmti sér án áfengis. Margir hafi meira að segja ráðlagt henni að taka með sér einhvern drykk í samkvæmi til að láta líta út fyrir að hún væri að drekka áfengi. „Ég var komin með fullt af klassískum ástæðum fyrir því að drekka ekki,“ skrifar hún. „„Ég er að vinna á morgun,“ „ég er á bíl“ eða „ég er að spara.“ En það sem kom mér mest á óvart var hvað fólk var alltaf tilbúið að finna lausn á þessu „vandamáli.“ „Það er allt í lagi að mæta smá þunnur eitt skipti í vinnuna,“ „þú getur bara skilið bílinn eftir og sótt hann á morgun,“ eða „ég á nóg af áfengi fyrir þig líka.“ Það var alltaf eins og það að ég sé edrú hafi verið að skemma skemmtunina hjá fólkinu sem var í glasi.“Þarf ekki áfengi til að skemmta sér með vinunum Rakel greinir frá einu atviki þar sem hún var spurð hvers vegna hún væri ekki að drekka, „með þvílíkum tón.“ Rakel hafi þá um hæl spurt: „Af hverju ert þú að drekka?“ „Manneskjan var móðguð en svaraði rosalega stolt: „Nú, til að geta skemmt mér.“ Ég svaraði: „Já, ég þarf ekki áfengi til að geta skemmt mér.“ Það er einmitt sá staður sem ég er komin á núna. Ég þarf ekki áfengi til að fara að skemmta mér og dansa með vinunum.“Sjá einnig: „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Rakel undirstrikar það að þó hún telji sig hafa þurft að hætta að drekka áfengi fyrir sjálfa sig, og sé stolt af því, útiloki hún það ekki að hún muni aldrei drekka áfengi aftur. Ef hún taki þá ákvörðun, eigi hún þó ekki að þurfa að útskýra það fyrir neinum. „Ég vil samt vekja athygli á því að það að vera edrú á ekki að vera „vandamál.” Ég á ekki að þurfa að afsaka það, fela það með glærum drykkjum eða vera tilbúin með einhverja æðislega afsökun til að vera látin í friði.”1 ár edrú! Þetta hljómar eins og ég eigi við áfengisvandamál að stríða en svo er ekki.Ég ákvað að hætta að drekka til a...Posted by Rakel Björt on 10. maí 2015 Tengdar fréttir „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson segjast hafa hætt að fá sér í glas eftir að hafa lesið grein á Vísi um fólk hafi "hætt öllu sulli“. 26. apríl 2015 22:41 Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
„Ég ákvað að hætta að drekka til að ná betri tökum á lífinu, finna sjálfa mig og hætta að fela mig á bak við áfengið á djamminu og koma mér úr skelinni,” skrifar háskólaneminn Rakel Björt Jónsdóttir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Færsluna, sem hefur vakið mikla athygli, skrifar hún í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að hún hætti að drekka áfengi.Vísir hefur áður fjallað um unga Íslendinga sem kjósa áfengislausan lífstíl. Rakel Björt hætti sömuleiðis að drekka áfengi án þess að hún ætti við áfengisvandamál að stríða. Rakel samþykkti að deila innihaldi færslunnar með Vísi, en í henni segir Rakel frá reynslu sinni síðastliðið ár.Eins og hún væri að skemma fyrir þeim sem voru í glasi „Það voru margar erfiðar ákvarðanir sem ég þurfti að taka á þessu ári til að breyta lífinu mínu til hins betra og ég vildi gera það án áfengis,” útskýrir hún. „Ég á náttúrulega bestu vinkonur í heimi sem stóðu við bakið mitt og gerðu ekkert mál úr þessu. Enda á þetta ekki að vera neitt mál.”Sjá einnig: Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Rakel segist þó ítrekað hafa lent í því undanfarið ár að fólk setji spurningarmerki við það að hún skemmti sér án áfengis. Margir hafi meira að segja ráðlagt henni að taka með sér einhvern drykk í samkvæmi til að láta líta út fyrir að hún væri að drekka áfengi. „Ég var komin með fullt af klassískum ástæðum fyrir því að drekka ekki,“ skrifar hún. „„Ég er að vinna á morgun,“ „ég er á bíl“ eða „ég er að spara.“ En það sem kom mér mest á óvart var hvað fólk var alltaf tilbúið að finna lausn á þessu „vandamáli.“ „Það er allt í lagi að mæta smá þunnur eitt skipti í vinnuna,“ „þú getur bara skilið bílinn eftir og sótt hann á morgun,“ eða „ég á nóg af áfengi fyrir þig líka.“ Það var alltaf eins og það að ég sé edrú hafi verið að skemma skemmtunina hjá fólkinu sem var í glasi.“Þarf ekki áfengi til að skemmta sér með vinunum Rakel greinir frá einu atviki þar sem hún var spurð hvers vegna hún væri ekki að drekka, „með þvílíkum tón.“ Rakel hafi þá um hæl spurt: „Af hverju ert þú að drekka?“ „Manneskjan var móðguð en svaraði rosalega stolt: „Nú, til að geta skemmt mér.“ Ég svaraði: „Já, ég þarf ekki áfengi til að geta skemmt mér.“ Það er einmitt sá staður sem ég er komin á núna. Ég þarf ekki áfengi til að fara að skemmta mér og dansa með vinunum.“Sjá einnig: „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Rakel undirstrikar það að þó hún telji sig hafa þurft að hætta að drekka áfengi fyrir sjálfa sig, og sé stolt af því, útiloki hún það ekki að hún muni aldrei drekka áfengi aftur. Ef hún taki þá ákvörðun, eigi hún þó ekki að þurfa að útskýra það fyrir neinum. „Ég vil samt vekja athygli á því að það að vera edrú á ekki að vera „vandamál.” Ég á ekki að þurfa að afsaka það, fela það með glærum drykkjum eða vera tilbúin með einhverja æðislega afsökun til að vera látin í friði.”1 ár edrú! Þetta hljómar eins og ég eigi við áfengisvandamál að stríða en svo er ekki.Ég ákvað að hætta að drekka til a...Posted by Rakel Björt on 10. maí 2015
Tengdar fréttir „Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson segjast hafa hætt að fá sér í glas eftir að hafa lesið grein á Vísi um fólk hafi "hætt öllu sulli“. 26. apríl 2015 22:41 Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
„Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson segjast hafa hætt að fá sér í glas eftir að hafa lesið grein á Vísi um fólk hafi "hætt öllu sulli“. 26. apríl 2015 22:41
Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00