„Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2015 22:41 Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson. Vísir/Getty/Aðsent „Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka,“ segir Ninna Stefánsdóttir, nemi við Bifröst, um daginn sem hún og sambýlismaður hennar, Pálmi Ketilsson, lásu grein á Vísi um fólk sem hafði tekið ákvörðun um að hætta allri áfengisneyslu. Ninna segir þau Pálma oft hafa velt því fyrir sér af hverju þau væru að drekka. „Það eru oft margir neikvæðir þættir sem fylgja því að fá sér í glas, eins og að vakna þunnur og fleira. Þetta er miklu meira en bara þetta kvöld. Við eigum eina tveggja ára stelpu og það er ekki annað í boði en að vera einfaldlega í lagi þegar maður vaknar með henni á morgnana.“ Ninna segir að Pálmi eigi afmæli 29. ágúst og að síðasta sumar hafi þau verið nýflutt til Spánar. „Ég undirbjó óvissuferð fyrir hann, við leigðum okkur hótelherbergi og fengum okkur í glas. Og kannski aðeins meira en við hefðum átt að gera. Dagurinn eftir var svo bara ónýtur. Þegar við komum heim sáum við þessa grein á Vísi og þarna sáum við ljósið. Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka.“ Ninna og Pálmi segjast vera með fólk í kringum sig sem drekki ekki og að þau hafi því oft velt þessum hlutum fyrir sér. „Líka heilsunnar vegna. Maður var alltaf að hugsa svo mikið um heilsuna, hreyfa sig og borða hollt, en síðan var maður að fá sér í glas af og til. Það passaði einhvern veginn ekki lengur í þetta lífsmunstur okkar að vera að drekka áfengi.“Hvernig hefur líf ykkar breyst eftir þessa ákvörðun?„Ekki mikið. Það var reyndar ekki þannig að við höfðum verið að fara mikið út, enda með barn. Við finnum ekki fyrir mikilli breytingu. En þegar við höfum verið að fara út – eins og við fórum á árshátíð um daginn – stundum getur þetta verið svolítið sérstakt til að byrja með þegar flestir eru að byrja að fá sér í glas. Tveimur tímum seinna eru hins vegar flestir orðnir það fullir að maður er ótrúlega feginn að geta síðan keyrt heim og vaknað ferskur daginn eftir. Vitandi það að maður gerði ekkert af sér. Það er engin eftirsjá,“ segir Ninna létt í bragði. Ninna segist þó stundum fá spurningar í hálfgerðum hneykslunartón um hvort þau séu hætt að drekka. „Eins og að það sé á einhvern hátt neikvætt.“ Einnig komi reglulega spurningar um hvort hún sé ólétt þegar hún sé innan um drukkið fólk. „Við lendum þó ekki mjög oft í þeim aðstæðum að við séum innan um fólk sem sé í glasi. En þegar það gerist þá koma þessar spurningar. Fólki finnst þetta svo skrýtið að við séum ekki að drekka. Að við skyldum hætta að drekka af því að við vildum það, en ekki að drykkjan hafi verið eitthvað vandamál. Fólki finnst það skrýtið.“ Tengdar fréttir Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
„Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka,“ segir Ninna Stefánsdóttir, nemi við Bifröst, um daginn sem hún og sambýlismaður hennar, Pálmi Ketilsson, lásu grein á Vísi um fólk sem hafði tekið ákvörðun um að hætta allri áfengisneyslu. Ninna segir þau Pálma oft hafa velt því fyrir sér af hverju þau væru að drekka. „Það eru oft margir neikvæðir þættir sem fylgja því að fá sér í glas, eins og að vakna þunnur og fleira. Þetta er miklu meira en bara þetta kvöld. Við eigum eina tveggja ára stelpu og það er ekki annað í boði en að vera einfaldlega í lagi þegar maður vaknar með henni á morgnana.“ Ninna segir að Pálmi eigi afmæli 29. ágúst og að síðasta sumar hafi þau verið nýflutt til Spánar. „Ég undirbjó óvissuferð fyrir hann, við leigðum okkur hótelherbergi og fengum okkur í glas. Og kannski aðeins meira en við hefðum átt að gera. Dagurinn eftir var svo bara ónýtur. Þegar við komum heim sáum við þessa grein á Vísi og þarna sáum við ljósið. Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka.“ Ninna og Pálmi segjast vera með fólk í kringum sig sem drekki ekki og að þau hafi því oft velt þessum hlutum fyrir sér. „Líka heilsunnar vegna. Maður var alltaf að hugsa svo mikið um heilsuna, hreyfa sig og borða hollt, en síðan var maður að fá sér í glas af og til. Það passaði einhvern veginn ekki lengur í þetta lífsmunstur okkar að vera að drekka áfengi.“Hvernig hefur líf ykkar breyst eftir þessa ákvörðun?„Ekki mikið. Það var reyndar ekki þannig að við höfðum verið að fara mikið út, enda með barn. Við finnum ekki fyrir mikilli breytingu. En þegar við höfum verið að fara út – eins og við fórum á árshátíð um daginn – stundum getur þetta verið svolítið sérstakt til að byrja með þegar flestir eru að byrja að fá sér í glas. Tveimur tímum seinna eru hins vegar flestir orðnir það fullir að maður er ótrúlega feginn að geta síðan keyrt heim og vaknað ferskur daginn eftir. Vitandi það að maður gerði ekkert af sér. Það er engin eftirsjá,“ segir Ninna létt í bragði. Ninna segist þó stundum fá spurningar í hálfgerðum hneykslunartón um hvort þau séu hætt að drekka. „Eins og að það sé á einhvern hátt neikvætt.“ Einnig komi reglulega spurningar um hvort hún sé ólétt þegar hún sé innan um drukkið fólk. „Við lendum þó ekki mjög oft í þeim aðstæðum að við séum innan um fólk sem sé í glasi. En þegar það gerist þá koma þessar spurningar. Fólki finnst þetta svo skrýtið að við séum ekki að drekka. Að við skyldum hætta að drekka af því að við vildum það, en ekki að drykkjan hafi verið eitthvað vandamál. Fólki finnst það skrýtið.“
Tengdar fréttir Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00