„Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2015 22:41 Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson. Vísir/Getty/Aðsent „Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka,“ segir Ninna Stefánsdóttir, nemi við Bifröst, um daginn sem hún og sambýlismaður hennar, Pálmi Ketilsson, lásu grein á Vísi um fólk sem hafði tekið ákvörðun um að hætta allri áfengisneyslu. Ninna segir þau Pálma oft hafa velt því fyrir sér af hverju þau væru að drekka. „Það eru oft margir neikvæðir þættir sem fylgja því að fá sér í glas, eins og að vakna þunnur og fleira. Þetta er miklu meira en bara þetta kvöld. Við eigum eina tveggja ára stelpu og það er ekki annað í boði en að vera einfaldlega í lagi þegar maður vaknar með henni á morgnana.“ Ninna segir að Pálmi eigi afmæli 29. ágúst og að síðasta sumar hafi þau verið nýflutt til Spánar. „Ég undirbjó óvissuferð fyrir hann, við leigðum okkur hótelherbergi og fengum okkur í glas. Og kannski aðeins meira en við hefðum átt að gera. Dagurinn eftir var svo bara ónýtur. Þegar við komum heim sáum við þessa grein á Vísi og þarna sáum við ljósið. Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka.“ Ninna og Pálmi segjast vera með fólk í kringum sig sem drekki ekki og að þau hafi því oft velt þessum hlutum fyrir sér. „Líka heilsunnar vegna. Maður var alltaf að hugsa svo mikið um heilsuna, hreyfa sig og borða hollt, en síðan var maður að fá sér í glas af og til. Það passaði einhvern veginn ekki lengur í þetta lífsmunstur okkar að vera að drekka áfengi.“Hvernig hefur líf ykkar breyst eftir þessa ákvörðun?„Ekki mikið. Það var reyndar ekki þannig að við höfðum verið að fara mikið út, enda með barn. Við finnum ekki fyrir mikilli breytingu. En þegar við höfum verið að fara út – eins og við fórum á árshátíð um daginn – stundum getur þetta verið svolítið sérstakt til að byrja með þegar flestir eru að byrja að fá sér í glas. Tveimur tímum seinna eru hins vegar flestir orðnir það fullir að maður er ótrúlega feginn að geta síðan keyrt heim og vaknað ferskur daginn eftir. Vitandi það að maður gerði ekkert af sér. Það er engin eftirsjá,“ segir Ninna létt í bragði. Ninna segist þó stundum fá spurningar í hálfgerðum hneykslunartón um hvort þau séu hætt að drekka. „Eins og að það sé á einhvern hátt neikvætt.“ Einnig komi reglulega spurningar um hvort hún sé ólétt þegar hún sé innan um drukkið fólk. „Við lendum þó ekki mjög oft í þeim aðstæðum að við séum innan um fólk sem sé í glasi. En þegar það gerist þá koma þessar spurningar. Fólki finnst þetta svo skrýtið að við séum ekki að drekka. Að við skyldum hætta að drekka af því að við vildum það, en ekki að drykkjan hafi verið eitthvað vandamál. Fólki finnst það skrýtið.“ Tengdar fréttir Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
„Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka,“ segir Ninna Stefánsdóttir, nemi við Bifröst, um daginn sem hún og sambýlismaður hennar, Pálmi Ketilsson, lásu grein á Vísi um fólk sem hafði tekið ákvörðun um að hætta allri áfengisneyslu. Ninna segir þau Pálma oft hafa velt því fyrir sér af hverju þau væru að drekka. „Það eru oft margir neikvæðir þættir sem fylgja því að fá sér í glas, eins og að vakna þunnur og fleira. Þetta er miklu meira en bara þetta kvöld. Við eigum eina tveggja ára stelpu og það er ekki annað í boði en að vera einfaldlega í lagi þegar maður vaknar með henni á morgnana.“ Ninna segir að Pálmi eigi afmæli 29. ágúst og að síðasta sumar hafi þau verið nýflutt til Spánar. „Ég undirbjó óvissuferð fyrir hann, við leigðum okkur hótelherbergi og fengum okkur í glas. Og kannski aðeins meira en við hefðum átt að gera. Dagurinn eftir var svo bara ónýtur. Þegar við komum heim sáum við þessa grein á Vísi og þarna sáum við ljósið. Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka.“ Ninna og Pálmi segjast vera með fólk í kringum sig sem drekki ekki og að þau hafi því oft velt þessum hlutum fyrir sér. „Líka heilsunnar vegna. Maður var alltaf að hugsa svo mikið um heilsuna, hreyfa sig og borða hollt, en síðan var maður að fá sér í glas af og til. Það passaði einhvern veginn ekki lengur í þetta lífsmunstur okkar að vera að drekka áfengi.“Hvernig hefur líf ykkar breyst eftir þessa ákvörðun?„Ekki mikið. Það var reyndar ekki þannig að við höfðum verið að fara mikið út, enda með barn. Við finnum ekki fyrir mikilli breytingu. En þegar við höfum verið að fara út – eins og við fórum á árshátíð um daginn – stundum getur þetta verið svolítið sérstakt til að byrja með þegar flestir eru að byrja að fá sér í glas. Tveimur tímum seinna eru hins vegar flestir orðnir það fullir að maður er ótrúlega feginn að geta síðan keyrt heim og vaknað ferskur daginn eftir. Vitandi það að maður gerði ekkert af sér. Það er engin eftirsjá,“ segir Ninna létt í bragði. Ninna segist þó stundum fá spurningar í hálfgerðum hneykslunartón um hvort þau séu hætt að drekka. „Eins og að það sé á einhvern hátt neikvætt.“ Einnig komi reglulega spurningar um hvort hún sé ólétt þegar hún sé innan um drukkið fólk. „Við lendum þó ekki mjög oft í þeim aðstæðum að við séum innan um fólk sem sé í glasi. En þegar það gerist þá koma þessar spurningar. Fólki finnst þetta svo skrýtið að við séum ekki að drekka. Að við skyldum hætta að drekka af því að við vildum það, en ekki að drykkjan hafi verið eitthvað vandamál. Fólki finnst það skrýtið.“
Tengdar fréttir Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00