„Passaði ekki lengur í lífsmunstur okkar að drekka áfengi“ Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2015 22:41 Nemarnir Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson. Vísir/Getty/Aðsent „Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka,“ segir Ninna Stefánsdóttir, nemi við Bifröst, um daginn sem hún og sambýlismaður hennar, Pálmi Ketilsson, lásu grein á Vísi um fólk sem hafði tekið ákvörðun um að hætta allri áfengisneyslu. Ninna segir þau Pálma oft hafa velt því fyrir sér af hverju þau væru að drekka. „Það eru oft margir neikvæðir þættir sem fylgja því að fá sér í glas, eins og að vakna þunnur og fleira. Þetta er miklu meira en bara þetta kvöld. Við eigum eina tveggja ára stelpu og það er ekki annað í boði en að vera einfaldlega í lagi þegar maður vaknar með henni á morgnana.“ Ninna segir að Pálmi eigi afmæli 29. ágúst og að síðasta sumar hafi þau verið nýflutt til Spánar. „Ég undirbjó óvissuferð fyrir hann, við leigðum okkur hótelherbergi og fengum okkur í glas. Og kannski aðeins meira en við hefðum átt að gera. Dagurinn eftir var svo bara ónýtur. Þegar við komum heim sáum við þessa grein á Vísi og þarna sáum við ljósið. Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka.“ Ninna og Pálmi segjast vera með fólk í kringum sig sem drekki ekki og að þau hafi því oft velt þessum hlutum fyrir sér. „Líka heilsunnar vegna. Maður var alltaf að hugsa svo mikið um heilsuna, hreyfa sig og borða hollt, en síðan var maður að fá sér í glas af og til. Það passaði einhvern veginn ekki lengur í þetta lífsmunstur okkar að vera að drekka áfengi.“Hvernig hefur líf ykkar breyst eftir þessa ákvörðun?„Ekki mikið. Það var reyndar ekki þannig að við höfðum verið að fara mikið út, enda með barn. Við finnum ekki fyrir mikilli breytingu. En þegar við höfum verið að fara út – eins og við fórum á árshátíð um daginn – stundum getur þetta verið svolítið sérstakt til að byrja með þegar flestir eru að byrja að fá sér í glas. Tveimur tímum seinna eru hins vegar flestir orðnir það fullir að maður er ótrúlega feginn að geta síðan keyrt heim og vaknað ferskur daginn eftir. Vitandi það að maður gerði ekkert af sér. Það er engin eftirsjá,“ segir Ninna létt í bragði. Ninna segist þó stundum fá spurningar í hálfgerðum hneykslunartón um hvort þau séu hætt að drekka. „Eins og að það sé á einhvern hátt neikvætt.“ Einnig komi reglulega spurningar um hvort hún sé ólétt þegar hún sé innan um drukkið fólk. „Við lendum þó ekki mjög oft í þeim aðstæðum að við séum innan um fólk sem sé í glasi. En þegar það gerist þá koma þessar spurningar. Fólki finnst þetta svo skrýtið að við séum ekki að drekka. Að við skyldum hætta að drekka af því að við vildum það, en ekki að drykkjan hafi verið eitthvað vandamál. Fólki finnst það skrýtið.“ Tengdar fréttir Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
„Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka,“ segir Ninna Stefánsdóttir, nemi við Bifröst, um daginn sem hún og sambýlismaður hennar, Pálmi Ketilsson, lásu grein á Vísi um fólk sem hafði tekið ákvörðun um að hætta allri áfengisneyslu. Ninna segir þau Pálma oft hafa velt því fyrir sér af hverju þau væru að drekka. „Það eru oft margir neikvæðir þættir sem fylgja því að fá sér í glas, eins og að vakna þunnur og fleira. Þetta er miklu meira en bara þetta kvöld. Við eigum eina tveggja ára stelpu og það er ekki annað í boði en að vera einfaldlega í lagi þegar maður vaknar með henni á morgnana.“ Ninna segir að Pálmi eigi afmæli 29. ágúst og að síðasta sumar hafi þau verið nýflutt til Spánar. „Ég undirbjó óvissuferð fyrir hann, við leigðum okkur hótelherbergi og fengum okkur í glas. Og kannski aðeins meira en við hefðum átt að gera. Dagurinn eftir var svo bara ónýtur. Þegar við komum heim sáum við þessa grein á Vísi og þarna sáum við ljósið. Þetta var bara eitthvað merki, þannig að við tókum þá ákvörðun um að hætta að drekka.“ Ninna og Pálmi segjast vera með fólk í kringum sig sem drekki ekki og að þau hafi því oft velt þessum hlutum fyrir sér. „Líka heilsunnar vegna. Maður var alltaf að hugsa svo mikið um heilsuna, hreyfa sig og borða hollt, en síðan var maður að fá sér í glas af og til. Það passaði einhvern veginn ekki lengur í þetta lífsmunstur okkar að vera að drekka áfengi.“Hvernig hefur líf ykkar breyst eftir þessa ákvörðun?„Ekki mikið. Það var reyndar ekki þannig að við höfðum verið að fara mikið út, enda með barn. Við finnum ekki fyrir mikilli breytingu. En þegar við höfum verið að fara út – eins og við fórum á árshátíð um daginn – stundum getur þetta verið svolítið sérstakt til að byrja með þegar flestir eru að byrja að fá sér í glas. Tveimur tímum seinna eru hins vegar flestir orðnir það fullir að maður er ótrúlega feginn að geta síðan keyrt heim og vaknað ferskur daginn eftir. Vitandi það að maður gerði ekkert af sér. Það er engin eftirsjá,“ segir Ninna létt í bragði. Ninna segist þó stundum fá spurningar í hálfgerðum hneykslunartón um hvort þau séu hætt að drekka. „Eins og að það sé á einhvern hátt neikvætt.“ Einnig komi reglulega spurningar um hvort hún sé ólétt þegar hún sé innan um drukkið fólk. „Við lendum þó ekki mjög oft í þeim aðstæðum að við séum innan um fólk sem sé í glasi. En þegar það gerist þá koma þessar spurningar. Fólki finnst þetta svo skrýtið að við séum ekki að drekka. Að við skyldum hætta að drekka af því að við vildum það, en ekki að drykkjan hafi verið eitthvað vandamál. Fólki finnst það skrýtið.“
Tengdar fréttir Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulli Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju þau kusu að sneiða hjá áfengi og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. 30. ágúst 2014 10:00