Vulnicura ein af plötum ársins í erlendum miðlum Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. desember 2015 09:00 Í heimi tónlistargagnrýnenda er Vulnicura ein af plötum ársins. Mynd/Getty Árið 2015 hefur sannarlega verið ár Bjarkar en hún hefur komið víða við. Umfjöllun hefur verið mikil og í fjölmiðlum á breiðum grundvelli. Í janúar á þessu ári kom út áttunda breiðskífa Bjarkar sem ber titilinn Vulnicura og hefur hún fengið mikla umfjöllum þetta árið. Eins og menn muna lak platan út í lok janúar en samhliða því var hún einnig gefin út stafrænt. Vulnicura er gefin út af One Little Indian og hefur hún fengið frábæra dóma og skorar hátt á mörgum listum yfir plötur ársins hjá hinum ýmsu miðlum. Platan er talin í mörgum af helstu fjölmiðlum heimsins, sem fjalla um menningu, á meðal áhugaverðust listaverka á sviði tónlistarinnar árið 2015. „Mér finnst þetta vera ein af bestu plötum Bjarkar frá upphafi, ákveðin fullkomnun birtist í tónlistarsköpun hennar á þessari plötu. Hún fer í hóp bestu platna ársins hjá mér. Annars á hver og ein plata sitt móment í núinu en út frá mörgu finnst mér þessi plata vera alveg stórkostleg,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Í heimi tónlistargagnrýnenda er Vulnicura ein af plötum ársins.Björk GuðmundsdóttirÞetta var þó ekki eina útgáfan hennar á árinu því einnig komu út plöturnar Vulnicura Strings, níu útgáfur af 12 tommu Vulnicura Remix og Vulnicura Live sem inniheldur upptökur af tónleikum á árinu. Vulnicura Live kom þó eingöngu út á LP í mjög takmörkuðu upplagi í nóvember og var aðeins seld í Rough Trade-búðunum, þegar þær verslanir höfðu tilkynnt að Vulnicura væri plata ársins. Hún kemur þó út á almennan markað í kringum Grammy-verðlaunahátíðina í febrúar, til að fagna tilnefningu Bjarkar. Platan hennar, Vulnicura, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í flokki alternative-platna en þetta er í fjórtánda sinn sem hún er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Fyrir utan plötuútgáfurnar og tónleikaferðir var sett upp sýning tileinkuð Björk í MoMa, nýlistasafninu í New York. Á sýningunni var blandað saman tónlist, myndefni, hljóðfærum og búningum Bjarkar. Þar var meðal annars að finna ýmis hljóðfæri sem Björk hefur unnið með, athyglisverða búninga, myndefni og upptökur af tónleikum. Sýningin, sem var opnuð í vor, stóð yfir í þrjá mánuði. Björk kom fram á fjölda tónleika víða um heim á árinu en þurfti því miður að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum síðastliðið sumar og haust. Fréttablaðið tók saman niðurstöður nokkurra fjölmiðla erlendis sem settu plötuna á lista yfir plötur ársins. Í nokkrum bandarískum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Time Out New York5. sæti - The New York Times6. sæti – NPR7. sæti - The Washington Post9. sæti - The Denver Post15. sæti – Pitchfork16. sæti - Consequence of Sound28. sæti – Spin Magazine33. sæti - American Songwriter42. sæti - Rolling StoneÍ nokkurm breskum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Crack Magazine5. sæti – The Guardian5. sæti – The Line Of Best Fit5. sæti - Dazed6. sæti – The Sun11. sæti - Uncut12. sæti – Elle13. sæti – The Wire25. sæti – NME38. sæti – Noisey Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira
Árið 2015 hefur sannarlega verið ár Bjarkar en hún hefur komið víða við. Umfjöllun hefur verið mikil og í fjölmiðlum á breiðum grundvelli. Í janúar á þessu ári kom út áttunda breiðskífa Bjarkar sem ber titilinn Vulnicura og hefur hún fengið mikla umfjöllum þetta árið. Eins og menn muna lak platan út í lok janúar en samhliða því var hún einnig gefin út stafrænt. Vulnicura er gefin út af One Little Indian og hefur hún fengið frábæra dóma og skorar hátt á mörgum listum yfir plötur ársins hjá hinum ýmsu miðlum. Platan er talin í mörgum af helstu fjölmiðlum heimsins, sem fjalla um menningu, á meðal áhugaverðust listaverka á sviði tónlistarinnar árið 2015. „Mér finnst þetta vera ein af bestu plötum Bjarkar frá upphafi, ákveðin fullkomnun birtist í tónlistarsköpun hennar á þessari plötu. Hún fer í hóp bestu platna ársins hjá mér. Annars á hver og ein plata sitt móment í núinu en út frá mörgu finnst mér þessi plata vera alveg stórkostleg,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Í heimi tónlistargagnrýnenda er Vulnicura ein af plötum ársins.Björk GuðmundsdóttirÞetta var þó ekki eina útgáfan hennar á árinu því einnig komu út plöturnar Vulnicura Strings, níu útgáfur af 12 tommu Vulnicura Remix og Vulnicura Live sem inniheldur upptökur af tónleikum á árinu. Vulnicura Live kom þó eingöngu út á LP í mjög takmörkuðu upplagi í nóvember og var aðeins seld í Rough Trade-búðunum, þegar þær verslanir höfðu tilkynnt að Vulnicura væri plata ársins. Hún kemur þó út á almennan markað í kringum Grammy-verðlaunahátíðina í febrúar, til að fagna tilnefningu Bjarkar. Platan hennar, Vulnicura, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í flokki alternative-platna en þetta er í fjórtánda sinn sem hún er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Fyrir utan plötuútgáfurnar og tónleikaferðir var sett upp sýning tileinkuð Björk í MoMa, nýlistasafninu í New York. Á sýningunni var blandað saman tónlist, myndefni, hljóðfærum og búningum Bjarkar. Þar var meðal annars að finna ýmis hljóðfæri sem Björk hefur unnið með, athyglisverða búninga, myndefni og upptökur af tónleikum. Sýningin, sem var opnuð í vor, stóð yfir í þrjá mánuði. Björk kom fram á fjölda tónleika víða um heim á árinu en þurfti því miður að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum síðastliðið sumar og haust. Fréttablaðið tók saman niðurstöður nokkurra fjölmiðla erlendis sem settu plötuna á lista yfir plötur ársins. Í nokkrum bandarískum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Time Out New York5. sæti - The New York Times6. sæti – NPR7. sæti - The Washington Post9. sæti - The Denver Post15. sæti – Pitchfork16. sæti - Consequence of Sound28. sæti – Spin Magazine33. sæti - American Songwriter42. sæti - Rolling StoneÍ nokkurm breskum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Crack Magazine5. sæti – The Guardian5. sæti – The Line Of Best Fit5. sæti - Dazed6. sæti – The Sun11. sæti - Uncut12. sæti – Elle13. sæti – The Wire25. sæti – NME38. sæti – Noisey
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira