Batamiðstöð á Kleppi opnuð fyrir söfnunarfé WOW Cyclothon Bjarki Ármannsson skrifar 22. desember 2015 19:19 Batamiðstöð á Kleppi var formlega opnuð í dag en henni er ætlað að bæta heilsu og lífsgæði geðsjúkra með aukinni hreyfingu. Miðstöðin er hugsuð sem tilraunaverkefni til þriggja mánaða en hún var byggð upp með söfnunarfé úr WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni sem fór fram í sumar. Alls söfnuðust rúmlega 21,7 milljónir í keppninni sem er met. Landspítalinn fékk söfnunarféð afhent í júlí síðastliðnum og í dag tók María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, á móti gestum og fræddi þá um þá starfsemi sem þegar er hafin þar. „Það dylst engum að góð líkamleg heilsa og hreyfing skiptir sköpum fyrir lífsgæði fólks. Fólk með geðfötlun á þó því miður oft erfitt með að huga að sinni líkamlegu heilsu á sama tíma og það glímir við mikla geðræna og tilfinningalega erfiðleika,“ segir Hjalti Einarsson, verkefnastjóri á geðsviði Landspítalans, í tilkynningu vegna opnunarinnar. „Að veita hverjum og einum þann stuðning sem til þarf, ráðgjöf og val um ólíkar leiðir til heilsueflingar tryggir aukin lífsgæði og er því lykilatriði í öflugri og persónumiðaðri geðheilbrigðiþjónustu. Það hefur sýnt sig að styrkur WOW Cyclothon til þessa verkefnis er ómetanlegur.“ Aðstandendur WOW Cyclothon segjast í tilkynningunni í skýjunum með hversu vel tókst til við keppnina og vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt sem og þeirra sem lögðu hönd á plóginn með áheitum. Fulltrúar WOW air og Landspítalans ásamt Hjólakrafti, sigurliði WOW Cyclothon.Mynd/WOW Wow Cyclothon Tengdar fréttir Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 „Líklega það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“ Stefán Gunnarsson kom síðastur í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn í kringum landið á rúmum 82 klukkustundum og náði markmiði sínu. 26. júní 2015 23:16 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Batamiðstöð á Kleppi var formlega opnuð í dag en henni er ætlað að bæta heilsu og lífsgæði geðsjúkra með aukinni hreyfingu. Miðstöðin er hugsuð sem tilraunaverkefni til þriggja mánaða en hún var byggð upp með söfnunarfé úr WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni sem fór fram í sumar. Alls söfnuðust rúmlega 21,7 milljónir í keppninni sem er met. Landspítalinn fékk söfnunarféð afhent í júlí síðastliðnum og í dag tók María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, á móti gestum og fræddi þá um þá starfsemi sem þegar er hafin þar. „Það dylst engum að góð líkamleg heilsa og hreyfing skiptir sköpum fyrir lífsgæði fólks. Fólk með geðfötlun á þó því miður oft erfitt með að huga að sinni líkamlegu heilsu á sama tíma og það glímir við mikla geðræna og tilfinningalega erfiðleika,“ segir Hjalti Einarsson, verkefnastjóri á geðsviði Landspítalans, í tilkynningu vegna opnunarinnar. „Að veita hverjum og einum þann stuðning sem til þarf, ráðgjöf og val um ólíkar leiðir til heilsueflingar tryggir aukin lífsgæði og er því lykilatriði í öflugri og persónumiðaðri geðheilbrigðiþjónustu. Það hefur sýnt sig að styrkur WOW Cyclothon til þessa verkefnis er ómetanlegur.“ Aðstandendur WOW Cyclothon segjast í tilkynningunni í skýjunum með hversu vel tókst til við keppnina og vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt sem og þeirra sem lögðu hönd á plóginn með áheitum. Fulltrúar WOW air og Landspítalans ásamt Hjólakrafti, sigurliði WOW Cyclothon.Mynd/WOW
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 „Líklega það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“ Stefán Gunnarsson kom síðastur í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn í kringum landið á rúmum 82 klukkustundum og náði markmiði sínu. 26. júní 2015 23:16 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26
Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56
„Líklega það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“ Stefán Gunnarsson kom síðastur í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn í kringum landið á rúmum 82 klukkustundum og náði markmiði sínu. 26. júní 2015 23:16