Innlent

„Líklega það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“

Samúel Karl Ólason skrifar
Stefán segir að af þeim sjö sem hafi skráð sig í einstaklingsflokkinn hafi þrír bugast á leiðinni.
Stefán segir að af þeim sjö sem hafi skráð sig í einstaklingsflokkinn hafi þrír bugast á leiðinni.
Stefán Gunnarsson var síðasti keppandi WOW Cyclothon sem kom í endamarkið nú í kvöld. Hann keppti í einstaklingsflokki og hjólaði einn. Stefán, sem er að verða fimmtugur, segir þessa keppni trúlega vera það erfiðasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.

„Þá bæði líkamlega og andlega. Það voru sjö sem að skráðu sig í þennan flokk og þar af buguðust þrír á leiðinni. Við vorum fjórir sem að kláruðum.“

Stefán er, þegar þetta er skrifað, í öðru sæti á áheitalista WOW Cyclothon með 678 þúsund krónur. „Það gengur virkilega vel,“ segir Stefán og tekur fram að hann eigi von á frekari áheitum.

Hann byrjaði ekki í hjólreiðum fyrr en í fyrrasumar og segist hafa verið meira í öðrum íþróttum í gegnum tíðina.

„En að taka þátt í þessu og klára er helvíti mikill pakki. Mitt markmið var eitt og það var að klára innan tímamarka sem að voru 84 klukkustundir. Ég náði því alveg þokkalega örugglega,“ segir Stefán sem var, eðlilega, mjög þreyttur þegar blaðamaður náði af honum tali tiltölulega skömmu eftir að hann kom í mark. Þá hafði hann verið á ferðinni í þrjá daga. Lokatími Stefán var á milli 82 og 83 klukkutímar.

„Ég er bara mjög ánægður með mig. Þetta er mikil þrekraun bæði andlega og líkamlega. Menn eru líkamlega bugaðir löngu áður en þeir koma í endamarkið, en þetta er spurning um hvernig þeir eru í hausnum.“

Stefán segir stemninguna hafa verið góða þegar hann kom í mark nú í kvöld og hátt í hundrað manns hafi tekið á móti honum.

„Það var skotið úr kampavínsflöskum og bara virkilega gaman. Maður varð eiginlega tárvotur um augun við að fá þessar móttökur.“

Stefán Gunnarsson, síðasti keppandinn í einstaklingsflokki er kominn í mark, sæll og glaður en þreyttur. Keppninni er þv...

Posted by WOW Cyclothon on Friday, June 26, 2015

Stefán Gunnarsson hefur safnað mestum áheitum af sóló keppendunum en þegar þetta er skrifað hafa 556.500 krónum verið...

Posted by WOW Cyclothon on Friday, June 26, 2015

Kominn í mark !! Takið eftir öllsömul, þetta er eini maðurinn og hann er pabbi minn !!

Posted by Jonas Stefansson on Friday, June 26, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×