Boða tíma framkvæmda í ferðamálum Svavar Hávarðsson skrifar 7. október 2015 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, kynntu nýja ferðamálastefnu í gær. Fréttablaðið/Pjetur Ný Stjórnstöð ferðamála hefur verið sett á fót á grundvelli samkomulags á milli ríkisstjórnarinnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar. Til verkefnisins renna 140 milljónir króna árlega sem koma að jöfnu úr sjóðum ríkisins og ferðaþjónustunnar. Með þessari nýskipan mála er ætlunin að styrkja stoðir íslenskrar ferðaþjónustu, en stefnumótunarvinna síðasta árs leiddi í ljós að undirstöður greinarinnar eru veikar og ekki til þess bærar að standa undir framtíðarstefnumörkun að óbreyttu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, kynntu nýja ferðamálastefnu í gær. Stjórnstöðin mun starfa til ársloka 2020. Í máli Ragnheiðar og Gríms kom fram að gríðarlegir hagsmunir eru undir, að vinna stjórnstöðvarinnar skili tilætluðum árangri. Áætlað er að gjaldeyristekjur af greininni í heild fari úr 350 milljörðum króna árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir þúsund milljarða árið 2030. Áætlaðar heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 verða um 1.140 milljarðar króna, til samanburðar. Ragnheiður Elín segir, spurð um augljósa gagnrýni á þetta nýja fyrirkomulag, að ekki sé aðeins verið að setja á stofn enn eina stofnunina eða lag í stjórnkerfið. Í stefnumótunarvinnunni hafi því verið velt upp að gefa Ferðamálastofu aukið vægi eða Íslandsstofu, og allur stofnanastrúktúrinn verið skoðaður. „Þar rákumst við alltaf á sama vegginn. Þar ber alltaf einhver einn ábyrgð og viðkomandi getur ekki gefið öðrum fyrirmæli. Hérna sitja saman við borðið þeir sem bera ábyrgð á málaflokkunum og það er þeirra að beina sínum stofnunum í þennan farveg,“ segir Ragnheiður.Hörður Þórhallsson starfaði áður hjá Actavis.Vísir/ValliEitt lykilatriði sem heyrir undir vinnuna fram undan er náttúruvernd – en við stjórnarborð nýrrar Stjórnstöðvar situr enginn frá frjálsum félagasamtökum sem láta sig náttúruvernd varða, þrátt fyrir að samráði sé haldið mjög á lofti nú um stundir. „Umhverfisráðherra er þarna sem er yfirumsjónarmaður náttúruverndar á Íslandi. Það hefði kannski verið ástæða til að hafa mun fleiri í stjórn en þarna sitja núna. Framkvæmdastjórinn mun að sjálfsögðu þurfa að kalla til sín fólk og starfa með stjórnsýslunni, hagsmunasamtökum, náttúruverndarsamtökum og fjölmörgum öðrum sem að þessum málum koma – en það er einmitt hans hlutverk að ákveða hvernig að því verður staðið,“ segir Ragnheiður. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Landverndar, fagnar þeirri áherslu sem lögð er á náttúruvernd í stefnunni, enda sé náttúran mjólkurkýr ferðaþjónustunnar. „Stefnt er að sameiningu þjóðgarða, annarra friðlýstra svæða og þjóðlenda, skilgreina á stefnu í aðgangsmálum og efla úrbætur á öllum helstu svæðum – allt mál sem Landvernd hefur lengi lagt áherslu á. Mikilvægt er að fjármagn fylgi aðgerðaáætluninni. Við hefðum þó viljað sjá fulltrúa náttúruverndarhreyfingarinnar í stjórn nýrrar stjórnstöðvar sem hefði verulega styrkt hana.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Ný Stjórnstöð ferðamála hefur verið sett á fót á grundvelli samkomulags á milli ríkisstjórnarinnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar. Til verkefnisins renna 140 milljónir króna árlega sem koma að jöfnu úr sjóðum ríkisins og ferðaþjónustunnar. Með þessari nýskipan mála er ætlunin að styrkja stoðir íslenskrar ferðaþjónustu, en stefnumótunarvinna síðasta árs leiddi í ljós að undirstöður greinarinnar eru veikar og ekki til þess bærar að standa undir framtíðarstefnumörkun að óbreyttu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, kynntu nýja ferðamálastefnu í gær. Stjórnstöðin mun starfa til ársloka 2020. Í máli Ragnheiðar og Gríms kom fram að gríðarlegir hagsmunir eru undir, að vinna stjórnstöðvarinnar skili tilætluðum árangri. Áætlað er að gjaldeyristekjur af greininni í heild fari úr 350 milljörðum króna árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir þúsund milljarða árið 2030. Áætlaðar heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 verða um 1.140 milljarðar króna, til samanburðar. Ragnheiður Elín segir, spurð um augljósa gagnrýni á þetta nýja fyrirkomulag, að ekki sé aðeins verið að setja á stofn enn eina stofnunina eða lag í stjórnkerfið. Í stefnumótunarvinnunni hafi því verið velt upp að gefa Ferðamálastofu aukið vægi eða Íslandsstofu, og allur stofnanastrúktúrinn verið skoðaður. „Þar rákumst við alltaf á sama vegginn. Þar ber alltaf einhver einn ábyrgð og viðkomandi getur ekki gefið öðrum fyrirmæli. Hérna sitja saman við borðið þeir sem bera ábyrgð á málaflokkunum og það er þeirra að beina sínum stofnunum í þennan farveg,“ segir Ragnheiður.Hörður Þórhallsson starfaði áður hjá Actavis.Vísir/ValliEitt lykilatriði sem heyrir undir vinnuna fram undan er náttúruvernd – en við stjórnarborð nýrrar Stjórnstöðvar situr enginn frá frjálsum félagasamtökum sem láta sig náttúruvernd varða, þrátt fyrir að samráði sé haldið mjög á lofti nú um stundir. „Umhverfisráðherra er þarna sem er yfirumsjónarmaður náttúruverndar á Íslandi. Það hefði kannski verið ástæða til að hafa mun fleiri í stjórn en þarna sitja núna. Framkvæmdastjórinn mun að sjálfsögðu þurfa að kalla til sín fólk og starfa með stjórnsýslunni, hagsmunasamtökum, náttúruverndarsamtökum og fjölmörgum öðrum sem að þessum málum koma – en það er einmitt hans hlutverk að ákveða hvernig að því verður staðið,“ segir Ragnheiður. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Landverndar, fagnar þeirri áherslu sem lögð er á náttúruvernd í stefnunni, enda sé náttúran mjólkurkýr ferðaþjónustunnar. „Stefnt er að sameiningu þjóðgarða, annarra friðlýstra svæða og þjóðlenda, skilgreina á stefnu í aðgangsmálum og efla úrbætur á öllum helstu svæðum – allt mál sem Landvernd hefur lengi lagt áherslu á. Mikilvægt er að fjármagn fylgi aðgerðaáætluninni. Við hefðum þó viljað sjá fulltrúa náttúruverndarhreyfingarinnar í stjórn nýrrar stjórnstöðvar sem hefði verulega styrkt hana.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira