Fyrrverandi eiginmaður Kamilu dæmdur í nálgunarbann Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. október 2015 18:00 Mál Kamilu og fyrrverandi eiginmanns hennar vakti mikla athygli. myndir/Rúv Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fyrrverandi eiginmaður Kamilu Modzelewska var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Honum er meinað að koma á eða í námunda við heimili Kamilu og barna þeirra á svæði sem afmarkast af 50 metrum. Jafnframt er lagt bann við því að maðurinn veiti Kamilu og börnum þeirra eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti. Kastljós hafði mál Kamilu til umfjöllunar í þætti sínum þann 31. ágúst síðastliðinn og vakti það mikla athygli. Þar var áreiti fyrrverandi eiginmanns hennar reifað en hann hefur margoft brotið á þeim þremur nálgunarbönnum sem Kamila hefur fengið gegn honum.Þegar þau bjuggu saman veittist maðurinn oft harkalega að Kamilu, til að mynda hafi hún verið svo bólgin og marin í andliti að hún var frá vinnu í heila viku. Það var þegar hún gekk með eldra barn þeirra. Þá hefur hann valdið margskonar spjöllum á eigum Kamilu. Til að mynda kveikti hann í bíl hennar fyrir utan heimili Kamilu í Mosfellsbæ þann 1. apríl síðastliðinn. Atvikið náðist á öryggismyndavél sem Kamila hafði komið upp vegna ótta við fyrrverandi eiginmann sinn. Sjá einnig:Hefur búið við stanslausar hótanir frá fyrrverandi eiginmanni í þrjú ár Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að síðan mál Kamilu komst í kastljós fjölmiðlanna hafi maðurinn í tvígang áreitt hana á vinnustað hennar en Kamila starfar á leikskóla. Þangað kom maðurinn og var með „truflandi hegðun“ eins og það er orðað. Tók hann meðal annars myndir á lóðinni af börnum og starfsfólki, Kamilu þar með talinni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hafi starfsfólk og nokkrir foreldrar lýst yfir áhyggjum sínum um öryggi barna sinna og að maðurinn hafi ögrað umhverfinu með hátterni sínu. Í úrskurðinum segir einnig að lögreglunni þyki ljóst að Kamilu stafi ógn af fyrrverandi eiginmanni sínum og að hún telji „ekki sennilegt að friðhelgi hennar og barna hennar verði vernduð með öðrum og vægari hætti eins og sakir standa.“ Tengdar fréttir Hefur búið við stanslausar hótanir frá fyrrverandi eiginmanni í þrjú ár Fyrrverandi eiginmaður Kamilu Modzelewska gekk ítrekað í skrokk á henni, hótaði að afhöfða hana og bar eld að bíl hennar en þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um nálgunarbann getur Kamila enn ekki um frjálst höfuð strokið. 31. ágúst 2015 20:19 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fyrrverandi eiginmaður Kamilu Modzelewska var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Honum er meinað að koma á eða í námunda við heimili Kamilu og barna þeirra á svæði sem afmarkast af 50 metrum. Jafnframt er lagt bann við því að maðurinn veiti Kamilu og börnum þeirra eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti. Kastljós hafði mál Kamilu til umfjöllunar í þætti sínum þann 31. ágúst síðastliðinn og vakti það mikla athygli. Þar var áreiti fyrrverandi eiginmanns hennar reifað en hann hefur margoft brotið á þeim þremur nálgunarbönnum sem Kamila hefur fengið gegn honum.Þegar þau bjuggu saman veittist maðurinn oft harkalega að Kamilu, til að mynda hafi hún verið svo bólgin og marin í andliti að hún var frá vinnu í heila viku. Það var þegar hún gekk með eldra barn þeirra. Þá hefur hann valdið margskonar spjöllum á eigum Kamilu. Til að mynda kveikti hann í bíl hennar fyrir utan heimili Kamilu í Mosfellsbæ þann 1. apríl síðastliðinn. Atvikið náðist á öryggismyndavél sem Kamila hafði komið upp vegna ótta við fyrrverandi eiginmann sinn. Sjá einnig:Hefur búið við stanslausar hótanir frá fyrrverandi eiginmanni í þrjú ár Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að síðan mál Kamilu komst í kastljós fjölmiðlanna hafi maðurinn í tvígang áreitt hana á vinnustað hennar en Kamila starfar á leikskóla. Þangað kom maðurinn og var með „truflandi hegðun“ eins og það er orðað. Tók hann meðal annars myndir á lóðinni af börnum og starfsfólki, Kamilu þar með talinni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hafi starfsfólk og nokkrir foreldrar lýst yfir áhyggjum sínum um öryggi barna sinna og að maðurinn hafi ögrað umhverfinu með hátterni sínu. Í úrskurðinum segir einnig að lögreglunni þyki ljóst að Kamilu stafi ógn af fyrrverandi eiginmanni sínum og að hún telji „ekki sennilegt að friðhelgi hennar og barna hennar verði vernduð með öðrum og vægari hætti eins og sakir standa.“
Tengdar fréttir Hefur búið við stanslausar hótanir frá fyrrverandi eiginmanni í þrjú ár Fyrrverandi eiginmaður Kamilu Modzelewska gekk ítrekað í skrokk á henni, hótaði að afhöfða hana og bar eld að bíl hennar en þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um nálgunarbann getur Kamila enn ekki um frjálst höfuð strokið. 31. ágúst 2015 20:19 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Hefur búið við stanslausar hótanir frá fyrrverandi eiginmanni í þrjú ár Fyrrverandi eiginmaður Kamilu Modzelewska gekk ítrekað í skrokk á henni, hótaði að afhöfða hana og bar eld að bíl hennar en þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um nálgunarbann getur Kamila enn ekki um frjálst höfuð strokið. 31. ágúst 2015 20:19