Jón Steinar segir hugmyndir Balta og Illuga ekki samræmast jafnréttishugsjón Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. júlí 2015 07:31 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrum dómari við Hæstarétt, telur hugmyndir um kynjakvóta við úthlutun úr Kvikmyndasjóði brjóta gegn stjórnarskrá. Vísir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, spyr í Fréttablaðinu í dag hvort þeir Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, og Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, meini raunverulega óskir sínar um kynjakvóta í kvikmyndagerð eða hvort þeir séu „aðeins að reyna að ganga í augu kvenna.“ „Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem karlmenn leggja leið á lykkju sína í þeim tilgangi.“ Jón Steinar vísar þar í ummæli Baltasars Kormáks í Föstudagsviðtalinu þar sem hann segist styðja hugmyndir um kynjakvóta þegar kemur að úthlutunum úr Kvikmyndasjóði Íslands og telur í raun að stækka ætti sjóðinn og að öll viðbótin ætti að fara í sérstakan styrktarsjóð fyrir konur. Illugi sagði í kjölfarið í samtali við Fréttablaðið að rök Baltasars séu góð þrátt fyrir að almennt sé hann ekki hrifinn af kynjakvótum.Vill setja á kynjakvóta Baltasar segir engin rök halda í því að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Fréttablaðið/valli„Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag,“ sagði Illugi. Þetta gagnrýnir Jón Steinar. „Ekki verður betur séð en að þessir menn séu að mæla með því að gert skuli upp á milli umsókna um framlög úr þessum opinbera sjóði á grundvelli kynferðis umsækjenda. Í orðum þeirra felst ráðagerð um að karlmenn sem sækja um skuli ekki njóta sama réttar til framlags og konur.“ Jón Steinar vísar í jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar þar sem segir: „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Hann hvetur þá Baltasar og Illuga til að útskýra hvernig hugmyndir þeirra samrýmast ákvæðinu sem hann nefnir. „Nema þeir meini ekkert með því sem þeir segja og séu aðeins að reyna að ganga í augu kvenna.“ Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, spyr í Fréttablaðinu í dag hvort þeir Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, og Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, meini raunverulega óskir sínar um kynjakvóta í kvikmyndagerð eða hvort þeir séu „aðeins að reyna að ganga í augu kvenna.“ „Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem karlmenn leggja leið á lykkju sína í þeim tilgangi.“ Jón Steinar vísar þar í ummæli Baltasars Kormáks í Föstudagsviðtalinu þar sem hann segist styðja hugmyndir um kynjakvóta þegar kemur að úthlutunum úr Kvikmyndasjóði Íslands og telur í raun að stækka ætti sjóðinn og að öll viðbótin ætti að fara í sérstakan styrktarsjóð fyrir konur. Illugi sagði í kjölfarið í samtali við Fréttablaðið að rök Baltasars séu góð þrátt fyrir að almennt sé hann ekki hrifinn af kynjakvótum.Vill setja á kynjakvóta Baltasar segir engin rök halda í því að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Fréttablaðið/valli„Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag,“ sagði Illugi. Þetta gagnrýnir Jón Steinar. „Ekki verður betur séð en að þessir menn séu að mæla með því að gert skuli upp á milli umsókna um framlög úr þessum opinbera sjóði á grundvelli kynferðis umsækjenda. Í orðum þeirra felst ráðagerð um að karlmenn sem sækja um skuli ekki njóta sama réttar til framlags og konur.“ Jón Steinar vísar í jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar þar sem segir: „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Hann hvetur þá Baltasar og Illuga til að útskýra hvernig hugmyndir þeirra samrýmast ákvæðinu sem hann nefnir. „Nema þeir meini ekkert með því sem þeir segja og séu aðeins að reyna að ganga í augu kvenna.“
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent