Sjötta Die Hard mun gerast í nútímanum og fortíðinni Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2015 09:59 Það verður spennandi að sjá útkomu sjöttu Die Hard myndarinnar, ef af henni verður. Vísir/IMDb Bandaríska kvikmyndaverið Fox vinnur nú hörðum höndum að því að láta sjöttu Die Hard-myndina verða að veruleika. Unnið er að því að ná samningum við Len Wiseman, þann sem leikstýrði fjórðu myndinni Live Free or Die Hard, en myndina á að vera einhverskonar forsaga lögreglumannsins John McClane, sem aðdáendur hafa fylgt eftir eftir í 27 ár. Myndin mun segja frá ungum McClane þegar hann stígur sín fyrstu skref sem lögreglumaður í New York-borg árið 1979, löngu áður en hann varð að einum öflugasta rannsóknarlögreglumanni Bandaríkjanna. Þó svo að myndin fylgi eftir ungum McClane mun hinn sextugi Bruce Willis endurtaka leikinn í sjötta sinn í þessu vinsælasta hlutverki sínu en orðið á götunni er að saga sjöttu myndarinnar muni fylgja eftir McClane undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og í nútímanum. Die Hard-serían má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Hún gerði Willis að stór stjörnu en fimmta myndin í seríunni, A Good Day to Die Hard, þótti hörmulega misheppnuð. Fékk skelfilega dóma, 14% á Rotten Tomatoes, og var undir væntingum þegar kom að miðasölu í kvikmyndahúsum. Fordæmi eru fyrir þessari sögu sem á að birtast áhorfendum í sjöttu myndinni. Árið 2009 sendi myndasagnaútgáfan Boom! Studios frá sér myndasögu sem sagði frá nýliðanum John McClane þegar mikil hátíðarhöld eiga sér stað í New York árið 1979 í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá því að Bandaríkin urðu að sjálfstæðri þjóð. Líkt og hann er þekktur fyrir leitar McClane uppi vandræði í þeirri sögu og nær að pirra glæpamenn óstjórnlega með óþreytandi elju sinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaverið Fox vinnur nú hörðum höndum að því að láta sjöttu Die Hard-myndina verða að veruleika. Unnið er að því að ná samningum við Len Wiseman, þann sem leikstýrði fjórðu myndinni Live Free or Die Hard, en myndina á að vera einhverskonar forsaga lögreglumannsins John McClane, sem aðdáendur hafa fylgt eftir eftir í 27 ár. Myndin mun segja frá ungum McClane þegar hann stígur sín fyrstu skref sem lögreglumaður í New York-borg árið 1979, löngu áður en hann varð að einum öflugasta rannsóknarlögreglumanni Bandaríkjanna. Þó svo að myndin fylgi eftir ungum McClane mun hinn sextugi Bruce Willis endurtaka leikinn í sjötta sinn í þessu vinsælasta hlutverki sínu en orðið á götunni er að saga sjöttu myndarinnar muni fylgja eftir McClane undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og í nútímanum. Die Hard-serían má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Hún gerði Willis að stór stjörnu en fimmta myndin í seríunni, A Good Day to Die Hard, þótti hörmulega misheppnuð. Fékk skelfilega dóma, 14% á Rotten Tomatoes, og var undir væntingum þegar kom að miðasölu í kvikmyndahúsum. Fordæmi eru fyrir þessari sögu sem á að birtast áhorfendum í sjöttu myndinni. Árið 2009 sendi myndasagnaútgáfan Boom! Studios frá sér myndasögu sem sagði frá nýliðanum John McClane þegar mikil hátíðarhöld eiga sér stað í New York árið 1979 í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá því að Bandaríkin urðu að sjálfstæðri þjóð. Líkt og hann er þekktur fyrir leitar McClane uppi vandræði í þeirri sögu og nær að pirra glæpamenn óstjórnlega með óþreytandi elju sinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira