Spyr hvort hann eigi að gjalda þess að vera vinur Illuga Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2015 16:55 „Illugi bað mig um að taka þar sæti á sínum tíma, sem ég og gerði. Og er stoltur af því og að vera vinur hans til margra ára,“ -- segir Eiríkur Finnur Greipsson. Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í RÚV og vinur Illuga Gunnarssonar, telur fréttaflutning Stundarinnar af málum menntamálaráðherra fyrir neðan allar hellur. Eiríkur tjáði þessa skoðun sína í athugasemdakerfi Illuga þá er hann birti brot úr skattaskýrslu sinni á Facebook. Sjá ítarlega umfjöllun Vísis hér: Stundin sökuð um subbulegar árásir á Illuga eftir að hann birti brot úr skattaskýrslu sinni. Eftirfarandi skrifaði Eiríkur á Facebookvegg menntamálaráðherra:Ég hef unnið með og þekkt Illuga frá unglingsárum hans og Brynhildi hef ég þekkt frá fæðingu. Þau eru reyndar miklir vinir okkar hjóna og verða. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hversu lágkúrulegum vinnubrögðum er unnt að beita til þess eins að afla sér tekna og lífsviðurværis af útgáfu fréttamiðils eins og Stundarinnar, og skeyta í engu um mannorð heiðarlegs og duglegs fólks. Hver skyldi verða næstur fyrir aftökusveitina? Eiríkur Finnur situr í stjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins en hann var skipaður þangað á þessu ári. „Ég skil reyndar ekki samhengið, en Illugi bað mig um að taka þar sæti á sínum tíma, sem ég og gerði. Og er stoltur af því og að vera vinur hans til margra ára,“ segir Eiríkur Finnur í samtali við Vísi.Er honum óheimilt að skipa vini sína? Vísir spurði hvort það orkaði hugsanlega tvímælis, og gæti flokkast sem einhvers konar vinahygli að skipa hann þá í ljósi þess að hann er vinur hans og þeirra hjóna til ára og áratuga? „Er honum óheimilt að skipa vini sína? Eru þeir vanhæfir þar með? Ég spyr nú bara svo á móti.“ Blaðamaður Vísis spurði Eirík Finn nánar út í ummæli hans um blaðamenn Stundarinnar, hvort þetta mættu ekki heita stór orð. Eiríkur Finnur telur svo ekki vera, honum finnst þetta hreinlega ... „að verið sé að reyna að skapa sér til lífsviðurværi með því að læða inn hugmyndum hjá fólki að eitthvað misjafnt sé á ferð. Það finnst mér lágkúrulegt. Í þessu máli er það alveg skýrt. Ömurlega dapurlegt, það er búið að fjarviðrast og blása þetta litla má út. Um mál þeirra hjóna og einkalíf. Það finnst mér ömurlegt. Og ekkert óeðlilegt þó maður reyni að grípa til varna fyrir sína vina.“Ekki að tala um blaðamenn, heldur blaðamenn Stundarinnar Blaðamaður Vísis spurði Eirík Finn hvort hann, sem stjórnarmaður í RÚV, áttaði sig ekki á því að blaðamenn Stundarinnar störfuðu samkvæmt siðareglum blaðamanna og þarna væri þá verið að saka þá um brot á þeim? Eiríkur Finnur sagðist ekkert vita um það. „Ég er ekki að tala um blaðamenn, ég er að tala um blaðamenn Stundarinnar. Ég hlýt að mega hafa skoðanir þó ég sitji í stjórn RÚV. Og það starfa blaðamenn víðar en á Stundinni. Er ég eitthvað að tala um blaðamenn almennt?“ sagði Eiríkur Finnur. Hann benti þá á að stjórn RÚV sé fyrst og fremst rekstrarfélag, þar sé ekki fjallað um störf fréttamanna og hvað faglegt megi heita í þeim efnum. Eiríkur Finnur, sem er tæknifræðingur og starfar hjá fasteignafélaginu Gamma, nefndi sem dæmi að þó talað væri um tæknifræðinga tiltekins félags þá væri ekki þar með verið að tala um tæknifræðinga alla, sem stétt.Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref...Posted by Illugi Gunnarsson on 14. október 2015 Tengdar fréttir Stundin sökuð um subbulegar árásir á Illuga eftir að hann birti brot úr skattaskýrslu sinni Blaðamenn Stundarinnar segja Illuga svara út í hött, hann talar um B við fréttum um A. 15. október 2015 09:02 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í RÚV og vinur Illuga Gunnarssonar, telur fréttaflutning Stundarinnar af málum menntamálaráðherra fyrir neðan allar hellur. Eiríkur tjáði þessa skoðun sína í athugasemdakerfi Illuga þá er hann birti brot úr skattaskýrslu sinni á Facebook. Sjá ítarlega umfjöllun Vísis hér: Stundin sökuð um subbulegar árásir á Illuga eftir að hann birti brot úr skattaskýrslu sinni. Eftirfarandi skrifaði Eiríkur á Facebookvegg menntamálaráðherra:Ég hef unnið með og þekkt Illuga frá unglingsárum hans og Brynhildi hef ég þekkt frá fæðingu. Þau eru reyndar miklir vinir okkar hjóna og verða. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hversu lágkúrulegum vinnubrögðum er unnt að beita til þess eins að afla sér tekna og lífsviðurværis af útgáfu fréttamiðils eins og Stundarinnar, og skeyta í engu um mannorð heiðarlegs og duglegs fólks. Hver skyldi verða næstur fyrir aftökusveitina? Eiríkur Finnur situr í stjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins en hann var skipaður þangað á þessu ári. „Ég skil reyndar ekki samhengið, en Illugi bað mig um að taka þar sæti á sínum tíma, sem ég og gerði. Og er stoltur af því og að vera vinur hans til margra ára,“ segir Eiríkur Finnur í samtali við Vísi.Er honum óheimilt að skipa vini sína? Vísir spurði hvort það orkaði hugsanlega tvímælis, og gæti flokkast sem einhvers konar vinahygli að skipa hann þá í ljósi þess að hann er vinur hans og þeirra hjóna til ára og áratuga? „Er honum óheimilt að skipa vini sína? Eru þeir vanhæfir þar með? Ég spyr nú bara svo á móti.“ Blaðamaður Vísis spurði Eirík Finn nánar út í ummæli hans um blaðamenn Stundarinnar, hvort þetta mættu ekki heita stór orð. Eiríkur Finnur telur svo ekki vera, honum finnst þetta hreinlega ... „að verið sé að reyna að skapa sér til lífsviðurværi með því að læða inn hugmyndum hjá fólki að eitthvað misjafnt sé á ferð. Það finnst mér lágkúrulegt. Í þessu máli er það alveg skýrt. Ömurlega dapurlegt, það er búið að fjarviðrast og blása þetta litla má út. Um mál þeirra hjóna og einkalíf. Það finnst mér ömurlegt. Og ekkert óeðlilegt þó maður reyni að grípa til varna fyrir sína vina.“Ekki að tala um blaðamenn, heldur blaðamenn Stundarinnar Blaðamaður Vísis spurði Eirík Finn hvort hann, sem stjórnarmaður í RÚV, áttaði sig ekki á því að blaðamenn Stundarinnar störfuðu samkvæmt siðareglum blaðamanna og þarna væri þá verið að saka þá um brot á þeim? Eiríkur Finnur sagðist ekkert vita um það. „Ég er ekki að tala um blaðamenn, ég er að tala um blaðamenn Stundarinnar. Ég hlýt að mega hafa skoðanir þó ég sitji í stjórn RÚV. Og það starfa blaðamenn víðar en á Stundinni. Er ég eitthvað að tala um blaðamenn almennt?“ sagði Eiríkur Finnur. Hann benti þá á að stjórn RÚV sé fyrst og fremst rekstrarfélag, þar sé ekki fjallað um störf fréttamanna og hvað faglegt megi heita í þeim efnum. Eiríkur Finnur, sem er tæknifræðingur og starfar hjá fasteignafélaginu Gamma, nefndi sem dæmi að þó talað væri um tæknifræðinga tiltekins félags þá væri ekki þar með verið að tala um tæknifræðinga alla, sem stétt.Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref...Posted by Illugi Gunnarsson on 14. október 2015
Tengdar fréttir Stundin sökuð um subbulegar árásir á Illuga eftir að hann birti brot úr skattaskýrslu sinni Blaðamenn Stundarinnar segja Illuga svara út í hött, hann talar um B við fréttum um A. 15. október 2015 09:02 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Stundin sökuð um subbulegar árásir á Illuga eftir að hann birti brot úr skattaskýrslu sinni Blaðamenn Stundarinnar segja Illuga svara út í hött, hann talar um B við fréttum um A. 15. október 2015 09:02