Tíu forystumenn skora á Ólöfu að taka slaginn við Hönnu Birnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2015 11:30 Ólöf Nordal og Hanna Birna Kristjánsdóttir þegar sú fyrrnefnda tók við starfi innanríkisráðherra af Hönnu Birnu í kjölfar afsagnar hennar eftir lekamálið. Vísir/GVA Tíu núverandi og fyrrverandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins héðan og þaðan af landinu skora á Ólöfu Nordal að bjóða sig fram til embætti varaformanns flokksins á komandi landsfundi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn sendi Mbl.is. „Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og hefur gefið út að hún gefi áfram kost á sér. Skiptar skoðanir eru innan flokksins um ákvörðun hennar og hefur hún verið hvött til að hætta við framboðið. Formaðurinn Bjarni Benediktsson segist ekki hafa orðið var við óánægju innan flokksins með ákvörðun Hönnu Birnu.Yfirlýsingin í heild:„Undirrituð skora hér með á Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem hefst 23. október. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing sem Íslendingar treysta best til að stjórna sameiginlegum hagsmunum landsmanna. Hann hefur komið að landsstjórninni í 22 af þeirri 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans og veitt 15 þeirra forystu. Á grundvelli stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur Ísland brotist úr fátækt til velmegunar. Stefna Sjálfstæðisflokksins á enn sem fyrr erindi við samtímann. Að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili hefur tekist að tryggja að framtíð Íslands er nú vonum framar björt. Störf Ólafar sem þingmaður, ráðherra og leiðtogi tala sínu máli. Viðbrögð hennar við þeim verkefnum sem lífið hefur fært henni hafa einkennst af æðruleysi og eru til marks um ágæti hennar. Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi.Miðvikudaginn 30. september 2015 Ásbjörn Óttarsson, fyrrverandi alþingismaður, Snæfellsbæ Ásdís Snót Guðmundsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Arnarfjarðar Berglind Sigurðardóttir, formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði Böðvar Sturluson, Stykkishólmi, formaður kjördæmasamtaka ungra sjálfstæðismanna í NV kjördæmi Guðmundur Jón Helgason, formaður Sjálfstæðisfélags Seltirninga Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Ísafjarðar Hjörtur Sigurðsson, formaður Sjálfstæðisfélagsins á Patreksfirði Magni Þór Harðarson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Pétur Ottesen, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akranesi Sölvi Sólbergsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík“ Tengdar fréttir Vilja að Hanna Birna hætti við Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku. 12. september 2015 19:42 Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16 Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Tíu núverandi og fyrrverandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins héðan og þaðan af landinu skora á Ólöfu Nordal að bjóða sig fram til embætti varaformanns flokksins á komandi landsfundi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn sendi Mbl.is. „Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og hefur gefið út að hún gefi áfram kost á sér. Skiptar skoðanir eru innan flokksins um ákvörðun hennar og hefur hún verið hvött til að hætta við framboðið. Formaðurinn Bjarni Benediktsson segist ekki hafa orðið var við óánægju innan flokksins með ákvörðun Hönnu Birnu.Yfirlýsingin í heild:„Undirrituð skora hér með á Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem hefst 23. október. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing sem Íslendingar treysta best til að stjórna sameiginlegum hagsmunum landsmanna. Hann hefur komið að landsstjórninni í 22 af þeirri 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans og veitt 15 þeirra forystu. Á grundvelli stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur Ísland brotist úr fátækt til velmegunar. Stefna Sjálfstæðisflokksins á enn sem fyrr erindi við samtímann. Að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili hefur tekist að tryggja að framtíð Íslands er nú vonum framar björt. Störf Ólafar sem þingmaður, ráðherra og leiðtogi tala sínu máli. Viðbrögð hennar við þeim verkefnum sem lífið hefur fært henni hafa einkennst af æðruleysi og eru til marks um ágæti hennar. Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi.Miðvikudaginn 30. september 2015 Ásbjörn Óttarsson, fyrrverandi alþingismaður, Snæfellsbæ Ásdís Snót Guðmundsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Arnarfjarðar Berglind Sigurðardóttir, formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði Böðvar Sturluson, Stykkishólmi, formaður kjördæmasamtaka ungra sjálfstæðismanna í NV kjördæmi Guðmundur Jón Helgason, formaður Sjálfstæðisfélags Seltirninga Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Ísafjarðar Hjörtur Sigurðsson, formaður Sjálfstæðisfélagsins á Patreksfirði Magni Þór Harðarson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Pétur Ottesen, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akranesi Sölvi Sólbergsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík“
Tengdar fréttir Vilja að Hanna Birna hætti við Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku. 12. september 2015 19:42 Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16 Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Vilja að Hanna Birna hætti við Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku. 12. september 2015 19:42
Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16
Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30