Ljósaganga UN Women lýsti upp skammdegið Tryggvi Páll Tryggvasom skrifar 25. nóvember 2015 23:30 Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár var "Heyrum raddir allra kvenna“. Vísir/Ernir Yfir hundrað manns létu ekki grenjandi rigningu stoppa sig í að mæta í Ljósagöngu UN Women sem fór fram í kvöld í Reykjavík á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir.Ernir Eyjólfsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísi var á staðnum og fangaði stemmninguna.Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár var „Heyrum raddir allra kvenna“. Freyja Haraldsdóttir, talskona Tabú, hélt hugvekju og leiddi gönguna í kjölfarið sem endaði við Bríetartorg á Þingholtsstræti þar sem Háskólakórinn söng og viðstaddir yljuðu sér við kakóbolla.Freyja Haraldsdóttir hélt hugvekju.Vísir/ErnirFreyja sagði í ræðu sinn að talið væri að um 85% fatlaðra kvenna upplifi ofbeldi á lífsleiðinni. ,,Ef við erum einnig jaðarsettar á grundvelli annarra þátta aukast líkurnar enn frekar, t.d. ef við erum hinsegin og af erlendum uppruna. Fötlunarfyrirlitning er ekki einungis orsök ofbeldis heldur einnig afleiðing þess. Margar konur fatlast varanlega sökum ofbeldis og er þar með ýtt enn frekar út á jaðarinn.” Einnig sagði Freyja forsendu þess að geta skilgreint okkur sjálf er jafnframt að vera meðvituð um forréttindi okkar sem við ferðumst með í ósýnilegum bakpoka allt lífið. ,,Ef ég lýsi ofan í minn bakpoka má finna ýmis forréttindi. Ég er hvít og gagnkynhneigð. Ég bý í landi þar sem ekki eru stríðsátök. Ég hef haft tækifæri til þess að mennta mig. Ég hef meiri aðgang að valdi en margar konur sem varaþingkona.“ „Ég er ein fárra fatlaðra kvenna með notendastýrða persónulega aðstoð og get því verið hér í kvöld að taka þátt í rjúfa þögn kvenna og leiða ljósagöngu UN Women gegn kynbundnu ofbeldi.” Ljósagönguna leiddi Freyja ásamt þremur kyndilberum, þeim Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, varaformanni Trans Ísland, og tveimur yngstu Tabúkonunum sem heita Iva Marin Adrichem og Rán Birgisdóttir. Hundruð tóku þátt í göngunni og létu rigninguna ekki á sig fá.Vísir/Ernir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Yfir hundrað manns létu ekki grenjandi rigningu stoppa sig í að mæta í Ljósagöngu UN Women sem fór fram í kvöld í Reykjavík á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir.Ernir Eyjólfsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísi var á staðnum og fangaði stemmninguna.Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár var „Heyrum raddir allra kvenna“. Freyja Haraldsdóttir, talskona Tabú, hélt hugvekju og leiddi gönguna í kjölfarið sem endaði við Bríetartorg á Þingholtsstræti þar sem Háskólakórinn söng og viðstaddir yljuðu sér við kakóbolla.Freyja Haraldsdóttir hélt hugvekju.Vísir/ErnirFreyja sagði í ræðu sinn að talið væri að um 85% fatlaðra kvenna upplifi ofbeldi á lífsleiðinni. ,,Ef við erum einnig jaðarsettar á grundvelli annarra þátta aukast líkurnar enn frekar, t.d. ef við erum hinsegin og af erlendum uppruna. Fötlunarfyrirlitning er ekki einungis orsök ofbeldis heldur einnig afleiðing þess. Margar konur fatlast varanlega sökum ofbeldis og er þar með ýtt enn frekar út á jaðarinn.” Einnig sagði Freyja forsendu þess að geta skilgreint okkur sjálf er jafnframt að vera meðvituð um forréttindi okkar sem við ferðumst með í ósýnilegum bakpoka allt lífið. ,,Ef ég lýsi ofan í minn bakpoka má finna ýmis forréttindi. Ég er hvít og gagnkynhneigð. Ég bý í landi þar sem ekki eru stríðsátök. Ég hef haft tækifæri til þess að mennta mig. Ég hef meiri aðgang að valdi en margar konur sem varaþingkona.“ „Ég er ein fárra fatlaðra kvenna með notendastýrða persónulega aðstoð og get því verið hér í kvöld að taka þátt í rjúfa þögn kvenna og leiða ljósagöngu UN Women gegn kynbundnu ofbeldi.” Ljósagönguna leiddi Freyja ásamt þremur kyndilberum, þeim Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, varaformanni Trans Ísland, og tveimur yngstu Tabúkonunum sem heita Iva Marin Adrichem og Rán Birgisdóttir. Hundruð tóku þátt í göngunni og létu rigninguna ekki á sig fá.Vísir/Ernir
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira