Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2015 13:19 Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. vísir/ernir Starfsáætlun Alþingis er komin úr skorðum og afar ólíklegt að þingstörfum ljúki á tilsettum tíma fyrir jól. Þingmenn ræddu Þróunarsamvinnustofnun fram undir miðnætti í nótt en stjórnarandstaðan reynir að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps ríkisstjórnarinnar um að leggja hana niður. Níu þingfundardagar eru eftir af fram að jólaleyfi þingmanna samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þar er gert ráð fyrir að önnur umræða fjárlaga hefjist á morgun en nú liggur fyrir að svo verði ekki og umræðan fer sennilega ekki fram fyrr en í næstu viku. Stjórnarandstaðan er síðan staðráðin í að koma í veg fyrir að frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að fella Þróunarsamvinnustofnun niður og færa verkefni hennar beint undir ráðuneytið nái fram að ganga. Stjórnaranstöðuflokkunum tókst þetta ætlunarverk sitt á þingi síðast liðinn vetur og ræðir málið nú í þaula í annarri umræðu sem stóð fram undir miðnætti í nótt án þess að henni yrði lokið. Haldnar hafa verið 44 ræður og gerðar 438 athugasemdir í umræðunni sem staðið hefur yfir í tuttugu og eina og hálfa klukkustund. Stjórnarliðar hafa nánast alfarið haldið sig frá umræðunni en utanríkisráðherra tók þó til máls síðdegis í gær. „Hérna hafa síðan komið alls konar dylgjur; það eigi að láta málaflokkinn fjara út, draga úr þróunaraðstoð og svo framvegis. Þetta er náttúrlega rangt; reyna að seilast í fjármagn Þróunarsamvinnustofnunar. Þetta er að sjálfsögðu líka rangt. Ástæðurnar fyrir þessu eru einfaldlega þær, að þær eru faglegs eðlis. Við teljum að við náum út betri þróunarsamvinnu með því að gera þetta með þessum hætti,“ sagði Gunnar Bragi. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði rétt áður en hlé var gert á umræðunni í gærkvöldi að hann fagnaði því hvað umræðan hefði verið ítarleg. „Vegna þess að þetta er góð umræða og hún dýpkar eftir því sem á líður. Það sem meira er, sem kemur kannski ekki alltaf fyrir, að hún hefur verið að dýpka eftir því sem líður hér fram á kvöldið,“ sagði Óttar og bætti skömmu síðar við að það væru margar hliðar á þessu máli. „En ég held að það sé mikilvægt að horfa til þess að Þróunarsamvinnnustofnun er fyrirmyndar stofnun. Þróunarsamvinnustofnun hefur fengið bestu meðmæli fyrir sína starfsemi. Fyrir það hvernig hún hefur þróað sína starfsemi og gert hana skilvirkari á hinum siðari árum,“ sagði Óttar. Katrín Júlíusdóttir var ein margra þingmanna stjórnarandstöðunnar sem tók undir þessi orð formanns Bjartrar framtíðar. „Og þá er maður ekki að segja að það sé vegna þess að starfsmenn í ráðuneytum séu eitthvað ófaglegir. Nei, heldur að þegar verkefnin eru komin svona nálægt hinu pólitíska valdi er hætt við því að prívat áherslur hvers tíma geti farið að ráða ríkjum frekar en hrein fagmennska þar sem fagmennirnir eru varðir með stofnun utanum sig,“ sagði Katrín Júlíusdóttir. Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis er komin úr skorðum og afar ólíklegt að þingstörfum ljúki á tilsettum tíma fyrir jól. Þingmenn ræddu Þróunarsamvinnustofnun fram undir miðnætti í nótt en stjórnarandstaðan reynir að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps ríkisstjórnarinnar um að leggja hana niður. Níu þingfundardagar eru eftir af fram að jólaleyfi þingmanna samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þar er gert ráð fyrir að önnur umræða fjárlaga hefjist á morgun en nú liggur fyrir að svo verði ekki og umræðan fer sennilega ekki fram fyrr en í næstu viku. Stjórnarandstaðan er síðan staðráðin í að koma í veg fyrir að frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að fella Þróunarsamvinnustofnun niður og færa verkefni hennar beint undir ráðuneytið nái fram að ganga. Stjórnaranstöðuflokkunum tókst þetta ætlunarverk sitt á þingi síðast liðinn vetur og ræðir málið nú í þaula í annarri umræðu sem stóð fram undir miðnætti í nótt án þess að henni yrði lokið. Haldnar hafa verið 44 ræður og gerðar 438 athugasemdir í umræðunni sem staðið hefur yfir í tuttugu og eina og hálfa klukkustund. Stjórnarliðar hafa nánast alfarið haldið sig frá umræðunni en utanríkisráðherra tók þó til máls síðdegis í gær. „Hérna hafa síðan komið alls konar dylgjur; það eigi að láta málaflokkinn fjara út, draga úr þróunaraðstoð og svo framvegis. Þetta er náttúrlega rangt; reyna að seilast í fjármagn Þróunarsamvinnustofnunar. Þetta er að sjálfsögðu líka rangt. Ástæðurnar fyrir þessu eru einfaldlega þær, að þær eru faglegs eðlis. Við teljum að við náum út betri þróunarsamvinnu með því að gera þetta með þessum hætti,“ sagði Gunnar Bragi. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði rétt áður en hlé var gert á umræðunni í gærkvöldi að hann fagnaði því hvað umræðan hefði verið ítarleg. „Vegna þess að þetta er góð umræða og hún dýpkar eftir því sem á líður. Það sem meira er, sem kemur kannski ekki alltaf fyrir, að hún hefur verið að dýpka eftir því sem líður hér fram á kvöldið,“ sagði Óttar og bætti skömmu síðar við að það væru margar hliðar á þessu máli. „En ég held að það sé mikilvægt að horfa til þess að Þróunarsamvinnnustofnun er fyrirmyndar stofnun. Þróunarsamvinnustofnun hefur fengið bestu meðmæli fyrir sína starfsemi. Fyrir það hvernig hún hefur þróað sína starfsemi og gert hana skilvirkari á hinum siðari árum,“ sagði Óttar. Katrín Júlíusdóttir var ein margra þingmanna stjórnarandstöðunnar sem tók undir þessi orð formanns Bjartrar framtíðar. „Og þá er maður ekki að segja að það sé vegna þess að starfsmenn í ráðuneytum séu eitthvað ófaglegir. Nei, heldur að þegar verkefnin eru komin svona nálægt hinu pólitíska valdi er hætt við því að prívat áherslur hvers tíma geti farið að ráða ríkjum frekar en hrein fagmennska þar sem fagmennirnir eru varðir með stofnun utanum sig,“ sagði Katrín Júlíusdóttir.
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Sjá meira