Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2015 13:19 Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. vísir/ernir Starfsáætlun Alþingis er komin úr skorðum og afar ólíklegt að þingstörfum ljúki á tilsettum tíma fyrir jól. Þingmenn ræddu Þróunarsamvinnustofnun fram undir miðnætti í nótt en stjórnarandstaðan reynir að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps ríkisstjórnarinnar um að leggja hana niður. Níu þingfundardagar eru eftir af fram að jólaleyfi þingmanna samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þar er gert ráð fyrir að önnur umræða fjárlaga hefjist á morgun en nú liggur fyrir að svo verði ekki og umræðan fer sennilega ekki fram fyrr en í næstu viku. Stjórnarandstaðan er síðan staðráðin í að koma í veg fyrir að frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að fella Þróunarsamvinnustofnun niður og færa verkefni hennar beint undir ráðuneytið nái fram að ganga. Stjórnaranstöðuflokkunum tókst þetta ætlunarverk sitt á þingi síðast liðinn vetur og ræðir málið nú í þaula í annarri umræðu sem stóð fram undir miðnætti í nótt án þess að henni yrði lokið. Haldnar hafa verið 44 ræður og gerðar 438 athugasemdir í umræðunni sem staðið hefur yfir í tuttugu og eina og hálfa klukkustund. Stjórnarliðar hafa nánast alfarið haldið sig frá umræðunni en utanríkisráðherra tók þó til máls síðdegis í gær. „Hérna hafa síðan komið alls konar dylgjur; það eigi að láta málaflokkinn fjara út, draga úr þróunaraðstoð og svo framvegis. Þetta er náttúrlega rangt; reyna að seilast í fjármagn Þróunarsamvinnustofnunar. Þetta er að sjálfsögðu líka rangt. Ástæðurnar fyrir þessu eru einfaldlega þær, að þær eru faglegs eðlis. Við teljum að við náum út betri þróunarsamvinnu með því að gera þetta með þessum hætti,“ sagði Gunnar Bragi. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði rétt áður en hlé var gert á umræðunni í gærkvöldi að hann fagnaði því hvað umræðan hefði verið ítarleg. „Vegna þess að þetta er góð umræða og hún dýpkar eftir því sem á líður. Það sem meira er, sem kemur kannski ekki alltaf fyrir, að hún hefur verið að dýpka eftir því sem líður hér fram á kvöldið,“ sagði Óttar og bætti skömmu síðar við að það væru margar hliðar á þessu máli. „En ég held að það sé mikilvægt að horfa til þess að Þróunarsamvinnnustofnun er fyrirmyndar stofnun. Þróunarsamvinnustofnun hefur fengið bestu meðmæli fyrir sína starfsemi. Fyrir það hvernig hún hefur þróað sína starfsemi og gert hana skilvirkari á hinum siðari árum,“ sagði Óttar. Katrín Júlíusdóttir var ein margra þingmanna stjórnarandstöðunnar sem tók undir þessi orð formanns Bjartrar framtíðar. „Og þá er maður ekki að segja að það sé vegna þess að starfsmenn í ráðuneytum séu eitthvað ófaglegir. Nei, heldur að þegar verkefnin eru komin svona nálægt hinu pólitíska valdi er hætt við því að prívat áherslur hvers tíma geti farið að ráða ríkjum frekar en hrein fagmennska þar sem fagmennirnir eru varðir með stofnun utanum sig,“ sagði Katrín Júlíusdóttir. Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis er komin úr skorðum og afar ólíklegt að þingstörfum ljúki á tilsettum tíma fyrir jól. Þingmenn ræddu Þróunarsamvinnustofnun fram undir miðnætti í nótt en stjórnarandstaðan reynir að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps ríkisstjórnarinnar um að leggja hana niður. Níu þingfundardagar eru eftir af fram að jólaleyfi þingmanna samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þar er gert ráð fyrir að önnur umræða fjárlaga hefjist á morgun en nú liggur fyrir að svo verði ekki og umræðan fer sennilega ekki fram fyrr en í næstu viku. Stjórnarandstaðan er síðan staðráðin í að koma í veg fyrir að frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að fella Þróunarsamvinnustofnun niður og færa verkefni hennar beint undir ráðuneytið nái fram að ganga. Stjórnaranstöðuflokkunum tókst þetta ætlunarverk sitt á þingi síðast liðinn vetur og ræðir málið nú í þaula í annarri umræðu sem stóð fram undir miðnætti í nótt án þess að henni yrði lokið. Haldnar hafa verið 44 ræður og gerðar 438 athugasemdir í umræðunni sem staðið hefur yfir í tuttugu og eina og hálfa klukkustund. Stjórnarliðar hafa nánast alfarið haldið sig frá umræðunni en utanríkisráðherra tók þó til máls síðdegis í gær. „Hérna hafa síðan komið alls konar dylgjur; það eigi að láta málaflokkinn fjara út, draga úr þróunaraðstoð og svo framvegis. Þetta er náttúrlega rangt; reyna að seilast í fjármagn Þróunarsamvinnustofnunar. Þetta er að sjálfsögðu líka rangt. Ástæðurnar fyrir þessu eru einfaldlega þær, að þær eru faglegs eðlis. Við teljum að við náum út betri þróunarsamvinnu með því að gera þetta með þessum hætti,“ sagði Gunnar Bragi. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði rétt áður en hlé var gert á umræðunni í gærkvöldi að hann fagnaði því hvað umræðan hefði verið ítarleg. „Vegna þess að þetta er góð umræða og hún dýpkar eftir því sem á líður. Það sem meira er, sem kemur kannski ekki alltaf fyrir, að hún hefur verið að dýpka eftir því sem líður hér fram á kvöldið,“ sagði Óttar og bætti skömmu síðar við að það væru margar hliðar á þessu máli. „En ég held að það sé mikilvægt að horfa til þess að Þróunarsamvinnnustofnun er fyrirmyndar stofnun. Þróunarsamvinnustofnun hefur fengið bestu meðmæli fyrir sína starfsemi. Fyrir það hvernig hún hefur þróað sína starfsemi og gert hana skilvirkari á hinum siðari árum,“ sagði Óttar. Katrín Júlíusdóttir var ein margra þingmanna stjórnarandstöðunnar sem tók undir þessi orð formanns Bjartrar framtíðar. „Og þá er maður ekki að segja að það sé vegna þess að starfsmenn í ráðuneytum séu eitthvað ófaglegir. Nei, heldur að þegar verkefnin eru komin svona nálægt hinu pólitíska valdi er hætt við því að prívat áherslur hvers tíma geti farið að ráða ríkjum frekar en hrein fagmennska þar sem fagmennirnir eru varðir með stofnun utanum sig,“ sagði Katrín Júlíusdóttir.
Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira