Þvertekur fyrir að Ólafur fái sérmeðferð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. febrúar 2015 14:27 Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bundinn að lögum og reglum og að hann hafi ekki áhuga á að veita neinum sérmeðferð. Vísir Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem dæmdur var í Al-Thani málinu, fái ekki sérmeðferð hjá Fangelsismálastofnun. „Nei það fær engin sérmeðferð hjá fangelsismálastofnun,“ segir hann afdráttarlaust. Nokkrir fangar hafa í samtölum við Vísi gagnrýnt þá ákvörðun að hleypa Ólafi strax í afplánun . Skilur tilfinningarnar „Starf okkar hér byggist einvörðungu á lögum um fullnustu refsinga og reglugerðum sem settar eru eftir þessum lögum. Ég hef hvorki áhuga á að mismuna fólki né myndi komast upp með það. Hvorki ég né fangelsismálastofnun höfum einhvern hag af því að mismuna fólki,“ segir Páll. Ólafur er kominn á Kvíabryggju þar sem hann mun dvelja næstu mánuði og jafnvel ár.Vísir/Vilhelm Hann segist skilja og vita að miklar tilfinngar séu meðal fólks gagnvart fullnustu refsinga. „Einmitt þess vegna getum við ekki unnið eftir einhverjum tilteknum þjóðfélagsanda heldur bara þeim leikreglum sem okkur eru settar af alþingi. Ég get ekki og má ekki annað,“ segir Páll.Miðað við tvö til þrjú árÍ kynningarbæklingi fyrir Kvíabryggju er talað um að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en tvö ár. Páll segir að bæklingurinn miði við stöðuna eins og hún var 2008 og hún sé talsvert breytt. Opnum rýmum hafi fjölgað um 200 prósent. „Það er viðmið en það sem hefur breyst frá því að þessi bæklingur var settur fram árið 2008 er að annað opið fangelsi hefur verið tekið í notkun, það er að segja Sogn. Þar eru tuttugu pláss. Frá árinu 2008 þegar Kvíabryggja var 14 pláss erum við núna með 42 opin pláss sem þýðir að það eru fleiri sem þurfa að vera þar,“ segir hann.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/Pjetur„Viðmiðið okkar í dag er tvö til þrjú ár og við tryggjum að allt svona standist skoðun enda ef einhver fangi fengi aukin réttindi umram annan, þá myndu hinir fangarnir og tilvonandi fangar kæra það og vísa til jafnræðis. Við hvorki getum né viljum leika okkur að þessu,“ segir hann og bætir við að hann vildi að sem flestir fangar væru vistaðir í opnum fangelsum.Fáir óska eftir að komast í fangelsi„Staðan er þannig að ef maður óskar eftir því að afplána dóm sinn sem fyrst þá verðum við við því. Það á jafnt við um mann sem er að koma inn í fyrsta sinn eða tuttugasta sinn og það á jafnt við um mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot eða fjármunabrot,“ segir hann en tiltölulega sjaldgæft er að menn óski eftir því. Páll segir það nýmæli að fangar leitist eftir því að komast í afplánun. Enn séu slíkar beiðnir mjög sjaldgæfar. „Þangað til fyrir nokkrum árum síðan var það ekki talinn lúxus að komst framfyrir á boðunarlista. Menn vildu bíða og margir vilja fresta þessu,“ segir hann. „Oftast tökum við menn inn þvert gegn þeirra vilja.“ Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju Ólafur Ólafsson hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. 25. febrúar 2015 12:53 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem dæmdur var í Al-Thani málinu, fái ekki sérmeðferð hjá Fangelsismálastofnun. „Nei það fær engin sérmeðferð hjá fangelsismálastofnun,“ segir hann afdráttarlaust. Nokkrir fangar hafa í samtölum við Vísi gagnrýnt þá ákvörðun að hleypa Ólafi strax í afplánun . Skilur tilfinningarnar „Starf okkar hér byggist einvörðungu á lögum um fullnustu refsinga og reglugerðum sem settar eru eftir þessum lögum. Ég hef hvorki áhuga á að mismuna fólki né myndi komast upp með það. Hvorki ég né fangelsismálastofnun höfum einhvern hag af því að mismuna fólki,“ segir Páll. Ólafur er kominn á Kvíabryggju þar sem hann mun dvelja næstu mánuði og jafnvel ár.Vísir/Vilhelm Hann segist skilja og vita að miklar tilfinngar séu meðal fólks gagnvart fullnustu refsinga. „Einmitt þess vegna getum við ekki unnið eftir einhverjum tilteknum þjóðfélagsanda heldur bara þeim leikreglum sem okkur eru settar af alþingi. Ég get ekki og má ekki annað,“ segir Páll.Miðað við tvö til þrjú árÍ kynningarbæklingi fyrir Kvíabryggju er talað um að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en tvö ár. Páll segir að bæklingurinn miði við stöðuna eins og hún var 2008 og hún sé talsvert breytt. Opnum rýmum hafi fjölgað um 200 prósent. „Það er viðmið en það sem hefur breyst frá því að þessi bæklingur var settur fram árið 2008 er að annað opið fangelsi hefur verið tekið í notkun, það er að segja Sogn. Þar eru tuttugu pláss. Frá árinu 2008 þegar Kvíabryggja var 14 pláss erum við núna með 42 opin pláss sem þýðir að það eru fleiri sem þurfa að vera þar,“ segir hann.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/Pjetur„Viðmiðið okkar í dag er tvö til þrjú ár og við tryggjum að allt svona standist skoðun enda ef einhver fangi fengi aukin réttindi umram annan, þá myndu hinir fangarnir og tilvonandi fangar kæra það og vísa til jafnræðis. Við hvorki getum né viljum leika okkur að þessu,“ segir hann og bætir við að hann vildi að sem flestir fangar væru vistaðir í opnum fangelsum.Fáir óska eftir að komast í fangelsi„Staðan er þannig að ef maður óskar eftir því að afplána dóm sinn sem fyrst þá verðum við við því. Það á jafnt við um mann sem er að koma inn í fyrsta sinn eða tuttugasta sinn og það á jafnt við um mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot eða fjármunabrot,“ segir hann en tiltölulega sjaldgæft er að menn óski eftir því. Páll segir það nýmæli að fangar leitist eftir því að komast í afplánun. Enn séu slíkar beiðnir mjög sjaldgæfar. „Þangað til fyrir nokkrum árum síðan var það ekki talinn lúxus að komst framfyrir á boðunarlista. Menn vildu bíða og margir vilja fresta þessu,“ segir hann. „Oftast tökum við menn inn þvert gegn þeirra vilja.“
Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju Ólafur Ólafsson hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. 25. febrúar 2015 12:53 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju Ólafur Ólafsson hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. 25. febrúar 2015 12:53