Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. janúar 2015 10:15 Við tökur á Spaugstofunni Pálmi Gestsson og Örn Árnason að æfa sig fyrir töku. Vísir/GVA „Auðvitað er þetta ákvæði sem á að vera löngu farið út og eiginlega svolítið hlægilegt að það skuli áfram standa í íslenskum lögum,“ segir Karl Ágúst Úlfsson spaugstofumaður um frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. Helgi Hrafn leggur til að ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum verði fellt úr gildi. Spaugstofumenn voru sakaðir um guðlast í þætti sem birtist í Ríkissjónvarpinu á laugardag fyrir páska árið 1997. Lögreglan rannsakaði málið en Ríkissaksóknari tók ákvörðun um að ákæra ekki.Karl Ágúst Úlfsson„Aftur á móti fannst mér það vera svolítið krúttlegt á sínum tíma að við værum enn þá svona miklir sveitamenn að þurfa að hafa þetta svona okkur til halds og trausts. Eftir á er þetta svolítið einstök lífsreynsla að hafa verið kærður á grundvelli þessa lagaákvæðis. En þegar maður hugsar málið í alvöru þá á þetta ekki heima í nútímanum,“ segir Karl Ágúst. Karl Ágúst segir að mönnum verði að leyfast að gagnrýna trúarbrögð og gera grín að þeim. „Annað leiðir bara af sér tóma vitleysu. Það er mjög varasamt ef við komum okkur upp einhverjum fyrirbærum sem eiga að vera algjörlega hafin yfir alla gagnrýni og allt skop. Það finnst mér algjörlega fráleitt,“ segir hann. Helgi Hrafn segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki 2015, þótt það geti verið rétt að takmarka tjáningarfrelsið af ákveðnum grundvallarástæðum. Til dæmis til að vernda friðhelgi einkalífs. Ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum sé hins vegar annað mál. „Þessi klausa virðist vera gerð til þess eins að vernda einhvern ímyndaðan rétt fólks til að vera ekki móðgað,“ segir Helgi Hrafn. Það sé í fullkominni mótsögn við tjáningarfrelsið. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
„Auðvitað er þetta ákvæði sem á að vera löngu farið út og eiginlega svolítið hlægilegt að það skuli áfram standa í íslenskum lögum,“ segir Karl Ágúst Úlfsson spaugstofumaður um frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. Helgi Hrafn leggur til að ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum verði fellt úr gildi. Spaugstofumenn voru sakaðir um guðlast í þætti sem birtist í Ríkissjónvarpinu á laugardag fyrir páska árið 1997. Lögreglan rannsakaði málið en Ríkissaksóknari tók ákvörðun um að ákæra ekki.Karl Ágúst Úlfsson„Aftur á móti fannst mér það vera svolítið krúttlegt á sínum tíma að við værum enn þá svona miklir sveitamenn að þurfa að hafa þetta svona okkur til halds og trausts. Eftir á er þetta svolítið einstök lífsreynsla að hafa verið kærður á grundvelli þessa lagaákvæðis. En þegar maður hugsar málið í alvöru þá á þetta ekki heima í nútímanum,“ segir Karl Ágúst. Karl Ágúst segir að mönnum verði að leyfast að gagnrýna trúarbrögð og gera grín að þeim. „Annað leiðir bara af sér tóma vitleysu. Það er mjög varasamt ef við komum okkur upp einhverjum fyrirbærum sem eiga að vera algjörlega hafin yfir alla gagnrýni og allt skop. Það finnst mér algjörlega fráleitt,“ segir hann. Helgi Hrafn segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki 2015, þótt það geti verið rétt að takmarka tjáningarfrelsið af ákveðnum grundvallarástæðum. Til dæmis til að vernda friðhelgi einkalífs. Ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum sé hins vegar annað mál. „Þessi klausa virðist vera gerð til þess eins að vernda einhvern ímyndaðan rétt fólks til að vera ekki móðgað,“ segir Helgi Hrafn. Það sé í fullkominni mótsögn við tjáningarfrelsið.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira