Færeyingar halda áfram að selja Rússum fisk Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. október 2015 07:00 Forsætisráðherrar allra Norðurlandaþjóðanna voru saman komnir í Hörpu í gær, ásamt mörgum fleiri. Fréttablaðið/GVA Færeyingar styðja ekki viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þetta kom fram í máli Aksels Johannessen, lögmanns Færeyja, á fyrsta fundi 67. þings Norðurlandaráðs í Hörpu í gær. Á fundinum var rætt um hvernig efla megi samstarf norrænna ríkja og Eystrasaltsríkjanna enn frekar. Einnig var rætt hvernig ríkin geta sameinast í afstöðu sinni til alþjóðastjórnmála. „Og á meðan við erum ekki beitt refsiaðgerðum þá höldum við að sjálfsögðu áfram að flytja út fisk til Rússlands,“ hélt lögmaðurinn áfram. Staðan í Rússlandi var fundargestum greinilega mjög hugleikin. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, var spurður að því hvernig þeir upplifðu innrás Rússa á Krímskaga í ljósi þess að landamæri Rússlands og Finnlands liggja saman á löngum kafla. Þá var hann spurður að því hvort átökin væru ekki sérlega óþægileg fyrir Finna í ljósi þess að þjóðin er ekki aðili að Atlantshafsbandalaginu. „Þessi hernaðarumsvif komu ekki á óvart. Þau eru ekki ógn við okkur vegna þess að við erum hluti af norrænu fjölskyldunni og ESB,“ sagði Sipila. Hann sagði að Finnar teldu sér best borgið utan Atlantshafsbandalagsins og benti á að Svíar stæðu þar einnig fyrir utan.Sigmundur DavíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, sagði að öryggismál í hefðbundnum skilningi hefðu hingað til verið á könnu utanríkis- og varnarmálaráðherra. Hins vegar hafi atburðir gerst sem leiði til þess að fjalla þurfi um öryggismál á annan hátt en áður. „Við þurfum að fylgjast með tilraunum til öfgahyggju á Norðurlöndum og undanförum hennar,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá benti hann á að fylgjast þyrfti vel með hryðjuverkum á netinu. Og vera vel vakandi gagnvart hættunni sem kæmi innan frá úr samfélögum okkar. Þar væri norræn samvinna mikilvæg. Á fundinum var Guðbjarts Hannessonar, alþingismanns og varaforseta Norðurlandaráðs, minnst með einnar mínútu þögn. Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs, minnti á að Guðbjartur hefði verið stúdent í Danmörku og lagt áherslu á samstarf milli Norðurlandanna. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Færeyingar styðja ekki viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þetta kom fram í máli Aksels Johannessen, lögmanns Færeyja, á fyrsta fundi 67. þings Norðurlandaráðs í Hörpu í gær. Á fundinum var rætt um hvernig efla megi samstarf norrænna ríkja og Eystrasaltsríkjanna enn frekar. Einnig var rætt hvernig ríkin geta sameinast í afstöðu sinni til alþjóðastjórnmála. „Og á meðan við erum ekki beitt refsiaðgerðum þá höldum við að sjálfsögðu áfram að flytja út fisk til Rússlands,“ hélt lögmaðurinn áfram. Staðan í Rússlandi var fundargestum greinilega mjög hugleikin. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, var spurður að því hvernig þeir upplifðu innrás Rússa á Krímskaga í ljósi þess að landamæri Rússlands og Finnlands liggja saman á löngum kafla. Þá var hann spurður að því hvort átökin væru ekki sérlega óþægileg fyrir Finna í ljósi þess að þjóðin er ekki aðili að Atlantshafsbandalaginu. „Þessi hernaðarumsvif komu ekki á óvart. Þau eru ekki ógn við okkur vegna þess að við erum hluti af norrænu fjölskyldunni og ESB,“ sagði Sipila. Hann sagði að Finnar teldu sér best borgið utan Atlantshafsbandalagsins og benti á að Svíar stæðu þar einnig fyrir utan.Sigmundur DavíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, sagði að öryggismál í hefðbundnum skilningi hefðu hingað til verið á könnu utanríkis- og varnarmálaráðherra. Hins vegar hafi atburðir gerst sem leiði til þess að fjalla þurfi um öryggismál á annan hátt en áður. „Við þurfum að fylgjast með tilraunum til öfgahyggju á Norðurlöndum og undanförum hennar,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá benti hann á að fylgjast þyrfti vel með hryðjuverkum á netinu. Og vera vel vakandi gagnvart hættunni sem kæmi innan frá úr samfélögum okkar. Þar væri norræn samvinna mikilvæg. Á fundinum var Guðbjarts Hannessonar, alþingismanns og varaforseta Norðurlandaráðs, minnst með einnar mínútu þögn. Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs, minnti á að Guðbjartur hefði verið stúdent í Danmörku og lagt áherslu á samstarf milli Norðurlandanna.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira