LÖKE-málið: Mun fara fram á skaðabætur frá ríkinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2015 12:46 Gunnar Scheving Thorsteinsson, lögeglumaður. Vísir/Valli Aðalmeðferð í LÖKE-málinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson er í málinu ákærður fyrir að hafa komið upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Gunnar var í fyrstu einnig ákærður fyrir að fletta 45 konum upp í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, en fyrir aðalmeðferð féll ríkissaksóknari frá þeim ákæruleið þar sem sakfelling var ekki talin líkleg. Áætlaður tími fyrir aðalmeðferðina samkvæmt dagskrá var 6 klukkutímar en að sögn Garðars Steins Ólafssonar, lögmanns Gunnars, tók hún aðeins 30 mínútur. „Saksóknari hefur fallið frá kröfu um allan málskostnað, sem venjulega er gert eftir sýknudóm. Allur málskostnaður fellur því á ríkið sama hvernig málið fer,“ segir Garðar í samtali við Vísi. Þá segir að hann að ekki sé heldur gerð refsikrafa af hálfu ákæruvaldsins, ef lögreglumaðurinn verður sakfelldur, sem sýni viðurkenningu á því að meint brot sé smávægilegt. Aðspurður hvort að Gunnar muni fara fram á skaðabætur frá ríkinu segir Garðar svo vera. „Já, það hefur alltaf staðið til að fara fram á skaðabætur vegna rangra sakargifta," segir Garðar.En býst hann við að slíkt mál væri fyrir dómstóla eða að samið yrði um skaðabætur? „Það væri mjög undarlegt ef þetta færi fyrir dóm þar sem ákæruvaldið hefur viðurkennt að skjólstæðingur minn var ekki sekur um það sem hann var ákærður fyrir í fyrstu,“ segir hann og vísar þar til fyrri ákæruliðarins um meintar ólöglegar uppflettingar lögreglumannsins í upplýsingakerfi lögreglunnar sem felldur var niður. Þá segir Garðar að allar líkur séu einnig á því að lögreglumaðurinn muni snúa aftur til starfa en honum var vikið tímabundið frá störfum eftir að málið kom upp fyrir tæpu ári. „Það þarf auðvitað bíða eftir formlegri niðurstöðu í málinu en verklagsreglur lögreglunnar og fordæmi gefa ekki annað til kynna en að hann muni snúa aftur til starfa,“ segir Garðar. Tengdar fréttir Neitar sök í báðum ákæruliðum Löke-málsins Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson tók afstöðu til ákærunnar á hendur sér í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 19. ágúst 2014 10:51 Löke-málið: Konunum fækkaði um fjórar Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka sér allt að fjórar vikur til þess að taka afstöðu til frávísunarkröfu lögreglumannsins sem ákærðu er fyrir brot í opinberu starfi í Löke-málinu svokallaða. 28. ágúst 2014 10:17 LÖKE-málið: „Ein lög fyrir lögreglustjórann og ein lög fyrir lögreglumanninn“ Ríkissaksóknari hefur fallið frá fyrri hluta ákæru í LÖKE-málinu svokallaða en eftir stendur ákæruliður sem snýr að miðlun upplýsinga til þriðja aðila sem áttu að fara leynt. 5. mars 2015 14:53 Töldu ákærulið LÖKE-málsins ekki líklegan til sakfellis Ekki var hægt að útiloka að meirihluti uppflettinga lögreglumannsins hafi tengst starfi hans. 5. mars 2015 18:31 LÖKE lokað Lögreglumanninum er gefið að sök að hafa flett upp persónulegum upplýsingum 41 konu. 21. nóvember 2014 10:28 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Aðalmeðferð í LÖKE-málinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson er í málinu ákærður fyrir að hafa komið upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Gunnar var í fyrstu einnig ákærður fyrir að fletta 45 konum upp í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, en fyrir aðalmeðferð féll ríkissaksóknari frá þeim ákæruleið þar sem sakfelling var ekki talin líkleg. Áætlaður tími fyrir aðalmeðferðina samkvæmt dagskrá var 6 klukkutímar en að sögn Garðars Steins Ólafssonar, lögmanns Gunnars, tók hún aðeins 30 mínútur. „Saksóknari hefur fallið frá kröfu um allan málskostnað, sem venjulega er gert eftir sýknudóm. Allur málskostnaður fellur því á ríkið sama hvernig málið fer,“ segir Garðar í samtali við Vísi. Þá segir að hann að ekki sé heldur gerð refsikrafa af hálfu ákæruvaldsins, ef lögreglumaðurinn verður sakfelldur, sem sýni viðurkenningu á því að meint brot sé smávægilegt. Aðspurður hvort að Gunnar muni fara fram á skaðabætur frá ríkinu segir Garðar svo vera. „Já, það hefur alltaf staðið til að fara fram á skaðabætur vegna rangra sakargifta," segir Garðar.En býst hann við að slíkt mál væri fyrir dómstóla eða að samið yrði um skaðabætur? „Það væri mjög undarlegt ef þetta færi fyrir dóm þar sem ákæruvaldið hefur viðurkennt að skjólstæðingur minn var ekki sekur um það sem hann var ákærður fyrir í fyrstu,“ segir hann og vísar þar til fyrri ákæruliðarins um meintar ólöglegar uppflettingar lögreglumannsins í upplýsingakerfi lögreglunnar sem felldur var niður. Þá segir Garðar að allar líkur séu einnig á því að lögreglumaðurinn muni snúa aftur til starfa en honum var vikið tímabundið frá störfum eftir að málið kom upp fyrir tæpu ári. „Það þarf auðvitað bíða eftir formlegri niðurstöðu í málinu en verklagsreglur lögreglunnar og fordæmi gefa ekki annað til kynna en að hann muni snúa aftur til starfa,“ segir Garðar.
Tengdar fréttir Neitar sök í báðum ákæruliðum Löke-málsins Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson tók afstöðu til ákærunnar á hendur sér í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 19. ágúst 2014 10:51 Löke-málið: Konunum fækkaði um fjórar Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka sér allt að fjórar vikur til þess að taka afstöðu til frávísunarkröfu lögreglumannsins sem ákærðu er fyrir brot í opinberu starfi í Löke-málinu svokallaða. 28. ágúst 2014 10:17 LÖKE-málið: „Ein lög fyrir lögreglustjórann og ein lög fyrir lögreglumanninn“ Ríkissaksóknari hefur fallið frá fyrri hluta ákæru í LÖKE-málinu svokallaða en eftir stendur ákæruliður sem snýr að miðlun upplýsinga til þriðja aðila sem áttu að fara leynt. 5. mars 2015 14:53 Töldu ákærulið LÖKE-málsins ekki líklegan til sakfellis Ekki var hægt að útiloka að meirihluti uppflettinga lögreglumannsins hafi tengst starfi hans. 5. mars 2015 18:31 LÖKE lokað Lögreglumanninum er gefið að sök að hafa flett upp persónulegum upplýsingum 41 konu. 21. nóvember 2014 10:28 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Neitar sök í báðum ákæruliðum Löke-málsins Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson tók afstöðu til ákærunnar á hendur sér í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 19. ágúst 2014 10:51
Löke-málið: Konunum fækkaði um fjórar Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka sér allt að fjórar vikur til þess að taka afstöðu til frávísunarkröfu lögreglumannsins sem ákærðu er fyrir brot í opinberu starfi í Löke-málinu svokallaða. 28. ágúst 2014 10:17
LÖKE-málið: „Ein lög fyrir lögreglustjórann og ein lög fyrir lögreglumanninn“ Ríkissaksóknari hefur fallið frá fyrri hluta ákæru í LÖKE-málinu svokallaða en eftir stendur ákæruliður sem snýr að miðlun upplýsinga til þriðja aðila sem áttu að fara leynt. 5. mars 2015 14:53
Töldu ákærulið LÖKE-málsins ekki líklegan til sakfellis Ekki var hægt að útiloka að meirihluti uppflettinga lögreglumannsins hafi tengst starfi hans. 5. mars 2015 18:31
LÖKE lokað Lögreglumanninum er gefið að sök að hafa flett upp persónulegum upplýsingum 41 konu. 21. nóvember 2014 10:28