„Hann er ekki bara kallaður sonur minn lengur og því fagna ég“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2015 15:00 Manchester United stendur enn og aftur á markvarðatímamótum. Ansi líklegt er að David De Gea verði seldur til Real Madrid í sumar, en markvarðarstaðan er að losna á Bernabéu. United gekk erfiðlega að leysa Peter Schmeichel af hólmi þegar hann hætti eftir þrennutímabilið 1999 og þá tók það áhættuna á ungum David De Gea eftir að Edvin Van der Sar hætti.Annar Schmeichel í marki United? Peter Schmeichel kom 28 ára gamall til Manchester United árið 1991, en sonur hans, Kasper Schmeichel, er 28 ára og er einn af betri markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar. Hvort annar Schmeichel standi í markinu hjá United næsta vetur á eftir að koma í ljós, en ljóst er að Kasper hefur farið sínar eigin leiðir. „Við tókum meðvitaða ákvörðun um að ég væri bara pabbi hans, en ekki neinn ráðgjafi. Við ræðum ekki hans mál og mér líkar það vel. Auðvitað er hann besti markvörður í heimi ef þú spyrð mig. Hann er sonur minn,“ segir Peter Schmeichel í frábæru og sjaldgæfu viðtali við þá tvo í þættinum Premier League World sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 í hverri viku.Fór í neðri deildirnar Kasper fékk tækifæri með Manchester City ungur að aldri, en þegar honum var skellt á bekkinn þar fór hann á lán um neðri deildir Englands og svo til Skotlands. Sumarið 2009 færði hann sig til Notts County í D-deildinni og var kjörinn markvörður ársins, en árið eftir var hann hjá Leeds í C-deildinni og var aftur kjörinn markvörður ársins. Hann hefur spilað með Leicester síðan 2011 og átti stórgott tímabil með nýliðunum, sérstaklega seinni hlutann þegar Leicester bjargaði sér frá falli.Alltaf líkt við pabba „Hann gerir sig stóran þarna. Þetta minnir nú á annan ljóshærðan Dana með svipað nafn,“ er eitt af því sem lýsendur í ensku úrvalsdeildinni sögðu í vetur þegar hann varði skot. Eðlilega er honum oft líkt við föður sinn og þeir bornir saman. Peter er þó feginn að það sé meira og minna hætt. „Hann er ekki bara kallaður sonur minn lengur og því fagna ég. Hann er sinn eigin maður og ég er rosalega stoltur af honum,“ segir Peter Schmeichel. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Manchester United stendur enn og aftur á markvarðatímamótum. Ansi líklegt er að David De Gea verði seldur til Real Madrid í sumar, en markvarðarstaðan er að losna á Bernabéu. United gekk erfiðlega að leysa Peter Schmeichel af hólmi þegar hann hætti eftir þrennutímabilið 1999 og þá tók það áhættuna á ungum David De Gea eftir að Edvin Van der Sar hætti.Annar Schmeichel í marki United? Peter Schmeichel kom 28 ára gamall til Manchester United árið 1991, en sonur hans, Kasper Schmeichel, er 28 ára og er einn af betri markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar. Hvort annar Schmeichel standi í markinu hjá United næsta vetur á eftir að koma í ljós, en ljóst er að Kasper hefur farið sínar eigin leiðir. „Við tókum meðvitaða ákvörðun um að ég væri bara pabbi hans, en ekki neinn ráðgjafi. Við ræðum ekki hans mál og mér líkar það vel. Auðvitað er hann besti markvörður í heimi ef þú spyrð mig. Hann er sonur minn,“ segir Peter Schmeichel í frábæru og sjaldgæfu viðtali við þá tvo í þættinum Premier League World sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 í hverri viku.Fór í neðri deildirnar Kasper fékk tækifæri með Manchester City ungur að aldri, en þegar honum var skellt á bekkinn þar fór hann á lán um neðri deildir Englands og svo til Skotlands. Sumarið 2009 færði hann sig til Notts County í D-deildinni og var kjörinn markvörður ársins, en árið eftir var hann hjá Leeds í C-deildinni og var aftur kjörinn markvörður ársins. Hann hefur spilað með Leicester síðan 2011 og átti stórgott tímabil með nýliðunum, sérstaklega seinni hlutann þegar Leicester bjargaði sér frá falli.Alltaf líkt við pabba „Hann gerir sig stóran þarna. Þetta minnir nú á annan ljóshærðan Dana með svipað nafn,“ er eitt af því sem lýsendur í ensku úrvalsdeildinni sögðu í vetur þegar hann varði skot. Eðlilega er honum oft líkt við föður sinn og þeir bornir saman. Peter er þó feginn að það sé meira og minna hætt. „Hann er ekki bara kallaður sonur minn lengur og því fagna ég. Hann er sinn eigin maður og ég er rosalega stoltur af honum,“ segir Peter Schmeichel. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira