María um flutninginn: „Mikið stress í gangi“ Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2015 14:55 „Ég er náttúrulega ekki sátt með að hafa ekki farið áfram,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision-söngvakeppninni í ár. María, sem söng lagið Unbroken, var ekki meðal þeirra tíu flytjenda sem komust áfram úr hennar riðli í gærkvöldi. „Ég gerði mitt besta á þessum þremur mínútum,“ sagði María þegar Davíð Lúther hjá Silent náði af henni tali í dag. „Auðvitað var mikið stress í gangi, sem kemur alltaf niður á flutningnum. En ég reyndi samt að gera mitt besta.“Sjá einnig: Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs María segir flutning lagsins í beinni í gærkvöldi hafa verið næstbesta rennslið á laginu sem hópurinn náði, á eftir æfingunni fyrr um daginn. Hún segist hafa verið mjög meðvituð um það á meðan hún flutti lagið hve margir væru að horfa. „Ég reyndi að einbeita mér bara að myndavélunum en það er samt svo mikill hávaði í áhorfendunum að maður stuðast smá við það,“ segir hún. „En þetta var samt ótrúlega gaman og ég myndi taka þátt aftur ef ég fengi tækifæri til þess.“Sjá einnig: Eurovision-teymið ekki á leið heim strax „Við ætlum bara að nýta daginn, skoða okkur um og fara á keppnina á morgun,“ segir María, aðspurð um hvað taki nú við hjá Eurovision-hópnum þar til haldið er heim. Hún segist ætla að halda með ástralska laginu í lokakeppninni annað kvöld. „Ég fíla líka sænska lagið og svo dönsum við voða mikið með Ísraelanum þegar hann syngur,“ segir hún og hlær. „Þó svo það sé kannski ekki besti flutningurinn. Samt svona peppandi lag.“ María þakkar landsmönnum kærlega fyrir stuðninginn í viðtalinu, sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“ 22. maí 2015 13:24 María þurfti á vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport „Þú munt alltaf eiga risastóran stað í mínu hjarta.“ 21. maí 2015 23:14 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Ég er náttúrulega ekki sátt með að hafa ekki farið áfram,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision-söngvakeppninni í ár. María, sem söng lagið Unbroken, var ekki meðal þeirra tíu flytjenda sem komust áfram úr hennar riðli í gærkvöldi. „Ég gerði mitt besta á þessum þremur mínútum,“ sagði María þegar Davíð Lúther hjá Silent náði af henni tali í dag. „Auðvitað var mikið stress í gangi, sem kemur alltaf niður á flutningnum. En ég reyndi samt að gera mitt besta.“Sjá einnig: Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs María segir flutning lagsins í beinni í gærkvöldi hafa verið næstbesta rennslið á laginu sem hópurinn náði, á eftir æfingunni fyrr um daginn. Hún segist hafa verið mjög meðvituð um það á meðan hún flutti lagið hve margir væru að horfa. „Ég reyndi að einbeita mér bara að myndavélunum en það er samt svo mikill hávaði í áhorfendunum að maður stuðast smá við það,“ segir hún. „En þetta var samt ótrúlega gaman og ég myndi taka þátt aftur ef ég fengi tækifæri til þess.“Sjá einnig: Eurovision-teymið ekki á leið heim strax „Við ætlum bara að nýta daginn, skoða okkur um og fara á keppnina á morgun,“ segir María, aðspurð um hvað taki nú við hjá Eurovision-hópnum þar til haldið er heim. Hún segist ætla að halda með ástralska laginu í lokakeppninni annað kvöld. „Ég fíla líka sænska lagið og svo dönsum við voða mikið með Ísraelanum þegar hann syngur,“ segir hún og hlær. „Þó svo það sé kannski ekki besti flutningurinn. Samt svona peppandi lag.“ María þakkar landsmönnum kærlega fyrir stuðninginn í viðtalinu, sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“ 22. maí 2015 13:24 María þurfti á vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport „Þú munt alltaf eiga risastóran stað í mínu hjarta.“ 21. maí 2015 23:14 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45
„Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22
Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“ 22. maí 2015 13:24
María þurfti á vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport „Þú munt alltaf eiga risastóran stað í mínu hjarta.“ 21. maí 2015 23:14