Eurovision-teymið ekki á leið heim strax Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2015 11:06 „Núna er bara kærkomin hvíld,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar. Vísir/Stefán/Andri Marinó Eurovision-teymið sem fór út til Vínarborgar fyrir Íslands hönd verður sennilega áfram úti fram á sunnudag, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Sem kunnugt er, komst íslenska atriðið ekki áfram í úrslitakeppnina sem fer fram annað kvöld. „Þetta eru það fáir dagar sem eftir eru og það kostar það mikið bæði að breyta flugmiðum og hótelgistingu að ég held að við verðum bara hérna,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar á Íslandi, sem er með hópnum úti.Sjá einnig: „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ Hera segir að meðlimum hópsins standi til boða að snúa aftur heim fyrr en að hún viti ekki til þess að neinn ætli sér það. Dagurinn í dag fari í hvíld og frjálsan tíma og svo standi til að fara öll saman á lokakeppnina á morgun. „Nú getur maður bara horft á í ró og það er ekki sama stressið,“ segir Hera. „Ef við hefðum komist áfram, hefðum við í morgun strax farið upp í höll og það hefðu verið tvö rennsli í dag. Svo rennsli og úrslit á morgun. Þannig að núna er bara kærkomin hvíld.“Sjá einnig: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Hún segir að allir í hópnum séu með miða á keppninna á morgun og aðgangur þeirra baksviðs gildi enn, þó þau verði þá náttúrulega ekki með aðstöðu í tónleikahöllinni.@FelixBergsson: Íslensku keppendurnir verða í Vín fram á sunnudag en fá ekki meiri dagpeninga #lol #12stig pic.twitter.com/JA1HXkMFt8— Thury Bjork (@thurybjork) May 22, 2015 Á morgunverðarfundi Advania í morgun var Felix Bergsson, kynnir keppninnar, í myndbandsspjalli í beinni frá Austurríki. Sló Felix á létta strengi og sagði í gríni að Eurovision-teymið fengi ekki lengur dagpeninga eftir að Ísland datt úr keppni. Hera vill þó minnst segja um það hvort þau réttindi séu breytt. „Það er bara samkomulag milli okkar og hópsins,“ segir Hera. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar.“Sjá einnig: María þurfti að vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport Hópurinn sjálfur, sem er úti á vegum RÚV, telur alls um tuttugu manns. Hera segir að aðstandendur keppenda, sem dvelji ekki á sama hóteli og séu ekki úti á vegum RÚV, séu hátt í þrjátíu til viðbótar. „Það er bara yndislegt að hafa þau hérna, ég held að það hafi aldrei komið jafn margir aðstandendur með keppendum og núna,“ segir hún. Eurovision Tengdar fréttir Svíinn í leðurbuxunum: „Ónáttúrulegt að tveir menn vilji sofa saman“ Måns Zelmerlöw hefur í gegnum tíðina látið falla óvægin ummæli í garð samkynhneigðra. 22. maí 2015 10:00 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Ítalir loka Eurovision Röð keppenda í úrslitum Eurovision kunngerð. 22. maí 2015 08:34 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Eurovision-teymið sem fór út til Vínarborgar fyrir Íslands hönd verður sennilega áfram úti fram á sunnudag, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Sem kunnugt er, komst íslenska atriðið ekki áfram í úrslitakeppnina sem fer fram annað kvöld. „Þetta eru það fáir dagar sem eftir eru og það kostar það mikið bæði að breyta flugmiðum og hótelgistingu að ég held að við verðum bara hérna,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar á Íslandi, sem er með hópnum úti.Sjá einnig: „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ Hera segir að meðlimum hópsins standi til boða að snúa aftur heim fyrr en að hún viti ekki til þess að neinn ætli sér það. Dagurinn í dag fari í hvíld og frjálsan tíma og svo standi til að fara öll saman á lokakeppnina á morgun. „Nú getur maður bara horft á í ró og það er ekki sama stressið,“ segir Hera. „Ef við hefðum komist áfram, hefðum við í morgun strax farið upp í höll og það hefðu verið tvö rennsli í dag. Svo rennsli og úrslit á morgun. Þannig að núna er bara kærkomin hvíld.“Sjá einnig: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Hún segir að allir í hópnum séu með miða á keppninna á morgun og aðgangur þeirra baksviðs gildi enn, þó þau verði þá náttúrulega ekki með aðstöðu í tónleikahöllinni.@FelixBergsson: Íslensku keppendurnir verða í Vín fram á sunnudag en fá ekki meiri dagpeninga #lol #12stig pic.twitter.com/JA1HXkMFt8— Thury Bjork (@thurybjork) May 22, 2015 Á morgunverðarfundi Advania í morgun var Felix Bergsson, kynnir keppninnar, í myndbandsspjalli í beinni frá Austurríki. Sló Felix á létta strengi og sagði í gríni að Eurovision-teymið fengi ekki lengur dagpeninga eftir að Ísland datt úr keppni. Hera vill þó minnst segja um það hvort þau réttindi séu breytt. „Það er bara samkomulag milli okkar og hópsins,“ segir Hera. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar.“Sjá einnig: María þurfti að vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport Hópurinn sjálfur, sem er úti á vegum RÚV, telur alls um tuttugu manns. Hera segir að aðstandendur keppenda, sem dvelji ekki á sama hóteli og séu ekki úti á vegum RÚV, séu hátt í þrjátíu til viðbótar. „Það er bara yndislegt að hafa þau hérna, ég held að það hafi aldrei komið jafn margir aðstandendur með keppendum og núna,“ segir hún.
Eurovision Tengdar fréttir Svíinn í leðurbuxunum: „Ónáttúrulegt að tveir menn vilji sofa saman“ Måns Zelmerlöw hefur í gegnum tíðina látið falla óvægin ummæli í garð samkynhneigðra. 22. maí 2015 10:00 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Ítalir loka Eurovision Röð keppenda í úrslitum Eurovision kunngerð. 22. maí 2015 08:34 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Svíinn í leðurbuxunum: „Ónáttúrulegt að tveir menn vilji sofa saman“ Måns Zelmerlöw hefur í gegnum tíðina látið falla óvægin ummæli í garð samkynhneigðra. 22. maí 2015 10:00
María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45
Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12
„Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22