Eurovision-teymið ekki á leið heim strax Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2015 11:06 „Núna er bara kærkomin hvíld,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar. Vísir/Stefán/Andri Marinó Eurovision-teymið sem fór út til Vínarborgar fyrir Íslands hönd verður sennilega áfram úti fram á sunnudag, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Sem kunnugt er, komst íslenska atriðið ekki áfram í úrslitakeppnina sem fer fram annað kvöld. „Þetta eru það fáir dagar sem eftir eru og það kostar það mikið bæði að breyta flugmiðum og hótelgistingu að ég held að við verðum bara hérna,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar á Íslandi, sem er með hópnum úti.Sjá einnig: „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ Hera segir að meðlimum hópsins standi til boða að snúa aftur heim fyrr en að hún viti ekki til þess að neinn ætli sér það. Dagurinn í dag fari í hvíld og frjálsan tíma og svo standi til að fara öll saman á lokakeppnina á morgun. „Nú getur maður bara horft á í ró og það er ekki sama stressið,“ segir Hera. „Ef við hefðum komist áfram, hefðum við í morgun strax farið upp í höll og það hefðu verið tvö rennsli í dag. Svo rennsli og úrslit á morgun. Þannig að núna er bara kærkomin hvíld.“Sjá einnig: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Hún segir að allir í hópnum séu með miða á keppninna á morgun og aðgangur þeirra baksviðs gildi enn, þó þau verði þá náttúrulega ekki með aðstöðu í tónleikahöllinni.@FelixBergsson: Íslensku keppendurnir verða í Vín fram á sunnudag en fá ekki meiri dagpeninga #lol #12stig pic.twitter.com/JA1HXkMFt8— Thury Bjork (@thurybjork) May 22, 2015 Á morgunverðarfundi Advania í morgun var Felix Bergsson, kynnir keppninnar, í myndbandsspjalli í beinni frá Austurríki. Sló Felix á létta strengi og sagði í gríni að Eurovision-teymið fengi ekki lengur dagpeninga eftir að Ísland datt úr keppni. Hera vill þó minnst segja um það hvort þau réttindi séu breytt. „Það er bara samkomulag milli okkar og hópsins,“ segir Hera. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar.“Sjá einnig: María þurfti að vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport Hópurinn sjálfur, sem er úti á vegum RÚV, telur alls um tuttugu manns. Hera segir að aðstandendur keppenda, sem dvelji ekki á sama hóteli og séu ekki úti á vegum RÚV, séu hátt í þrjátíu til viðbótar. „Það er bara yndislegt að hafa þau hérna, ég held að það hafi aldrei komið jafn margir aðstandendur með keppendum og núna,“ segir hún. Eurovision Tengdar fréttir Svíinn í leðurbuxunum: „Ónáttúrulegt að tveir menn vilji sofa saman“ Måns Zelmerlöw hefur í gegnum tíðina látið falla óvægin ummæli í garð samkynhneigðra. 22. maí 2015 10:00 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Ítalir loka Eurovision Röð keppenda í úrslitum Eurovision kunngerð. 22. maí 2015 08:34 Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Eurovision-teymið sem fór út til Vínarborgar fyrir Íslands hönd verður sennilega áfram úti fram á sunnudag, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Sem kunnugt er, komst íslenska atriðið ekki áfram í úrslitakeppnina sem fer fram annað kvöld. „Þetta eru það fáir dagar sem eftir eru og það kostar það mikið bæði að breyta flugmiðum og hótelgistingu að ég held að við verðum bara hérna,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar á Íslandi, sem er með hópnum úti.Sjá einnig: „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ Hera segir að meðlimum hópsins standi til boða að snúa aftur heim fyrr en að hún viti ekki til þess að neinn ætli sér það. Dagurinn í dag fari í hvíld og frjálsan tíma og svo standi til að fara öll saman á lokakeppnina á morgun. „Nú getur maður bara horft á í ró og það er ekki sama stressið,“ segir Hera. „Ef við hefðum komist áfram, hefðum við í morgun strax farið upp í höll og það hefðu verið tvö rennsli í dag. Svo rennsli og úrslit á morgun. Þannig að núna er bara kærkomin hvíld.“Sjá einnig: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Hún segir að allir í hópnum séu með miða á keppninna á morgun og aðgangur þeirra baksviðs gildi enn, þó þau verði þá náttúrulega ekki með aðstöðu í tónleikahöllinni.@FelixBergsson: Íslensku keppendurnir verða í Vín fram á sunnudag en fá ekki meiri dagpeninga #lol #12stig pic.twitter.com/JA1HXkMFt8— Thury Bjork (@thurybjork) May 22, 2015 Á morgunverðarfundi Advania í morgun var Felix Bergsson, kynnir keppninnar, í myndbandsspjalli í beinni frá Austurríki. Sló Felix á létta strengi og sagði í gríni að Eurovision-teymið fengi ekki lengur dagpeninga eftir að Ísland datt úr keppni. Hera vill þó minnst segja um það hvort þau réttindi séu breytt. „Það er bara samkomulag milli okkar og hópsins,“ segir Hera. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar.“Sjá einnig: María þurfti að vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport Hópurinn sjálfur, sem er úti á vegum RÚV, telur alls um tuttugu manns. Hera segir að aðstandendur keppenda, sem dvelji ekki á sama hóteli og séu ekki úti á vegum RÚV, séu hátt í þrjátíu til viðbótar. „Það er bara yndislegt að hafa þau hérna, ég held að það hafi aldrei komið jafn margir aðstandendur með keppendum og núna,“ segir hún.
Eurovision Tengdar fréttir Svíinn í leðurbuxunum: „Ónáttúrulegt að tveir menn vilji sofa saman“ Måns Zelmerlöw hefur í gegnum tíðina látið falla óvægin ummæli í garð samkynhneigðra. 22. maí 2015 10:00 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Ítalir loka Eurovision Röð keppenda í úrslitum Eurovision kunngerð. 22. maí 2015 08:34 Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Svíinn í leðurbuxunum: „Ónáttúrulegt að tveir menn vilji sofa saman“ Måns Zelmerlöw hefur í gegnum tíðina látið falla óvægin ummæli í garð samkynhneigðra. 22. maí 2015 10:00
María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45
Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12
„Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22