Óskarshátíð í minningu djassgeggjara úr Eyjum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2015 11:30 Það var feiknastuð á æfingunni fyrir Óskarshátíð í gær og von á góðri stemningu í kvöld. Vísir/GVA „Við bara ætlum að djamma af okkur rassgatið eins og þeir segja á góðri íslensku,“ segir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður léttur í lundu um Óskarshátíð sem blásið verður til á Háaloftinu í Vestmannaeyjum í kvöld. „Þetta er djasshátíð til minningar um Óskar Þórarinsson, skipstjóra og djassgeggjara frá Vestmannaeyjum,“ segir hann um viðburðinn en Óskar lést 2. nóvember árið 2012 og var einn öflugasti stuðningsmaður djassins á Íslandi að sögn Pálma. „Hann var einn af stofnendum Djassvakningar á Íslandi og öflugur bakhjarl djassins. Alveg frábær karakter og skemmtilegur maður.“ Pálmi segir því tímabært að heiðra minningu Óskars og blása til tónlistarveislu en á Óskarshátíðinni koma fram Ragnheiður Gröndal söngkona, Ari Bragi Kárason trompetleikari og hljómsveitin TUSK sem skipuð er þeim Pálma, Kjartani Valdemarssyni, Birgi Baldurssyni og Edvard Lárussyni. Óskarshátíð ber upp á afmælishelgi Óskars og er Pálmi þrælspenntur fyrir viðburðinum. „Við hlökkum mikið til. Það verður mjög gaman að fara til Eyja og búa til góða veislu,“ segir hann léttur í lund að lokum.Óskarshátíðin hefst á Háaloftinu í Vestmannaeyjum klukkan 21.00 í kvöld. Tónlist Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við bara ætlum að djamma af okkur rassgatið eins og þeir segja á góðri íslensku,“ segir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður léttur í lundu um Óskarshátíð sem blásið verður til á Háaloftinu í Vestmannaeyjum í kvöld. „Þetta er djasshátíð til minningar um Óskar Þórarinsson, skipstjóra og djassgeggjara frá Vestmannaeyjum,“ segir hann um viðburðinn en Óskar lést 2. nóvember árið 2012 og var einn öflugasti stuðningsmaður djassins á Íslandi að sögn Pálma. „Hann var einn af stofnendum Djassvakningar á Íslandi og öflugur bakhjarl djassins. Alveg frábær karakter og skemmtilegur maður.“ Pálmi segir því tímabært að heiðra minningu Óskars og blása til tónlistarveislu en á Óskarshátíðinni koma fram Ragnheiður Gröndal söngkona, Ari Bragi Kárason trompetleikari og hljómsveitin TUSK sem skipuð er þeim Pálma, Kjartani Valdemarssyni, Birgi Baldurssyni og Edvard Lárussyni. Óskarshátíð ber upp á afmælishelgi Óskars og er Pálmi þrælspenntur fyrir viðburðinum. „Við hlökkum mikið til. Það verður mjög gaman að fara til Eyja og búa til góða veislu,“ segir hann léttur í lund að lokum.Óskarshátíðin hefst á Háaloftinu í Vestmannaeyjum klukkan 21.00 í kvöld.
Tónlist Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira