500 milljónir gufa upp með Smáþjóðaleikum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. maí 2015 07:00 íney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir leikana fellda niður komist gestir ekki burt af landinu vegna verkfalls starfsfólks í flugafgreiðslu. Vísir/Valli „Það er mikið í húfi en við höldum okkar dampi á meðan það eru ekki meira afgerandi fréttir af kjaraviðræðum,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem heldur í vonina um að þeim ljúki fyrir 31. maí en á þeim degi er von á 1.200 manns til landsins vegna Smáþjóðaleikanna sem verða haldnir í Reykjavík dagana 1. til 6. júní. Ef starfsfólk flugafgreiðslu semur ekki fyrir 31. maí koma gestir leikanna ekki til landsins. Verkfall þeirra er boðað ótímabundið frá 6. júní. „Ef deilan leysist ekki fyrir 31. maí er tvísýnt um að fólk komist burt frá landinu eftir að leikum er lokið og ef það er staðan þá kemur fólk ekki. Það bíða hreinlega allir eftir því hvernig málin þróast,“ segir Líney og segir tjónið geta orðið mikið ef allt fer á versta veg. „Það fer eftir því út úr hvaða skuldbindingum við getum komið okkur en heildarvelta leikanna er 500 milljónir. Við reynum að halda haus en vissulega er þetta erfið bið því undirbúningur að leikunum hefur staðið yfir frá árinu 2013 og síðustu mánuði hefur hann verið stífur.“ Enginn gesta hefur afboðað komu sína vegna þeirrar óvissu sem ríkir. „Fólk fylgist vel með stöðunni og við reynum bara að vera bjartsýn.“ Verkföll standa yfir hjá hótelstarfsfólki 30. og 31. maí, Líney segist ekki telja að það verkfall hafi afgerandi áhrif á Smáþjóðaleikana. „Verkfallinu lýkur á miðnætti 31. maí, flestir gesta okkar koma á þeim degi. Það verður að koma betur í ljós hvaða áhrif það hefur.“ En er eitthvert plan B? „Nei, það er í raun ekkert plan B. Ef verkfalli starfsfólks í flugafgreiðslu er ekki lokið þá verða leikarnir líklega felldir niður. Það er ekki hægt að fresta þeim. Hótelherbergi voru bókuð fyrir tveimur árum. Það er búið að leggja mikla vinnu í framkvæmd leikanna.“Nokkrir punktarSmáþjóðaleikarnir eru haldnir 1.-6. júní.1.200 gestir eru á leið til landsins, flestir þann 31. maí en nokkrir fyrr.Meðal gesta er Albert fursti af Mónakó.Verkfall starfsfólks í flugafgreiðslu hefst 6. júní og er ótímabundið.Verkfall starfsfólks rútufyrirtækja er boðað 28. og 29.maí.Verkfall hótelstarfsfólks er boðað 30. og 31. maí. Verkfall 2016 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Sjá meira
„Það er mikið í húfi en við höldum okkar dampi á meðan það eru ekki meira afgerandi fréttir af kjaraviðræðum,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem heldur í vonina um að þeim ljúki fyrir 31. maí en á þeim degi er von á 1.200 manns til landsins vegna Smáþjóðaleikanna sem verða haldnir í Reykjavík dagana 1. til 6. júní. Ef starfsfólk flugafgreiðslu semur ekki fyrir 31. maí koma gestir leikanna ekki til landsins. Verkfall þeirra er boðað ótímabundið frá 6. júní. „Ef deilan leysist ekki fyrir 31. maí er tvísýnt um að fólk komist burt frá landinu eftir að leikum er lokið og ef það er staðan þá kemur fólk ekki. Það bíða hreinlega allir eftir því hvernig málin þróast,“ segir Líney og segir tjónið geta orðið mikið ef allt fer á versta veg. „Það fer eftir því út úr hvaða skuldbindingum við getum komið okkur en heildarvelta leikanna er 500 milljónir. Við reynum að halda haus en vissulega er þetta erfið bið því undirbúningur að leikunum hefur staðið yfir frá árinu 2013 og síðustu mánuði hefur hann verið stífur.“ Enginn gesta hefur afboðað komu sína vegna þeirrar óvissu sem ríkir. „Fólk fylgist vel með stöðunni og við reynum bara að vera bjartsýn.“ Verkföll standa yfir hjá hótelstarfsfólki 30. og 31. maí, Líney segist ekki telja að það verkfall hafi afgerandi áhrif á Smáþjóðaleikana. „Verkfallinu lýkur á miðnætti 31. maí, flestir gesta okkar koma á þeim degi. Það verður að koma betur í ljós hvaða áhrif það hefur.“ En er eitthvert plan B? „Nei, það er í raun ekkert plan B. Ef verkfalli starfsfólks í flugafgreiðslu er ekki lokið þá verða leikarnir líklega felldir niður. Það er ekki hægt að fresta þeim. Hótelherbergi voru bókuð fyrir tveimur árum. Það er búið að leggja mikla vinnu í framkvæmd leikanna.“Nokkrir punktarSmáþjóðaleikarnir eru haldnir 1.-6. júní.1.200 gestir eru á leið til landsins, flestir þann 31. maí en nokkrir fyrr.Meðal gesta er Albert fursti af Mónakó.Verkfall starfsfólks í flugafgreiðslu hefst 6. júní og er ótímabundið.Verkfall starfsfólks rútufyrirtækja er boðað 28. og 29.maí.Verkfall hótelstarfsfólks er boðað 30. og 31. maí.
Verkfall 2016 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent