„Hinn þýska Romboy þarf vart að kynna fyrir dansþyrstum Íslendingum, enda hefur þessi þekkti tónlistarmaður og plötusnúður heimsótt klakann nokkrum sinnum áður og hefur svo sannarlega unnið sér inn hinn vafasama titil Íslandsvinur með miklum sóma,“ kemur fram í tilkynningu frá Sunnudagsklúbbnum.

Einnig koma fram í kvöld Sunnudagsklúbbssnúðarnir Frimann, Bensol, Intro Beats og að sjálfsögðu Formaður Sunnudagsklúbbsins.
Marc Romboy hefur verið starfandi í neðanjarðarteknó- og house-senunni í yfir tuttugu ár og gefið út hjá ekki ómerkari útgáfum en Planet E og 20/20 Vision o.fl. í gegnum tíðina. Árið 2004 stofnaði hann sína eigin útgáfu, Systematic Recordings, og hefur útgáfan verið ötul frá stofnun.
Listamenn á snærum útgáfunnar eru til dæmis Stephan Bodzin, Blake Baxter, Booka Shade og að sjálfsögðu Marc sjálfur.