Varar við þjálfun íslenskra lögreglumanna í Bandaríkjunum Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2015 07:45 Fyrrverandi yfirmaður lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum varar við þvi að íslenskir lögreglumenn sé sendir til þjálfunar í Bandaríkjunum, þar sem lögreglan hafi verið hervædd í stríðinu gegn fíkniefnum. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, stendur fyrir tveggja daga opinni alþjóðlegri ráðstefnu sem hefst í Tjarnarbíó á morgun. Neill Franklin og Art Way eru tveir af sex erlendum sérfræðifyrirlesurum á ráðstefnunni. Franklin er fyrrverandi liðsforingi í fíkniefnadeild lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum þar sem hann þjónaði í 34 ár. Hann segir stríðið gegn fíkniefnum sem staðið hefur yfir í tæp fimmtíu ár ekki bara vera slagorð, heldur ofbeldisfullt stríð við fólk. Til að mynda séu um 300 morð framin á ári í Baltimore þar sem 600 þúsund manns búa.Varar við að elta hervæðingu lögreglunnar í Bandaríkjunum Þótt ofbeldið hér á landi sé nánast ekkert í samanburði við Bandaríkin varar Franklin Íslendinga við starfsaðferðum lögreglunnar. „Það hvernig lögreglan sigtar fólk sem notar fíkniefni út er stríð gegn fólki. Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin. Art Way er lögmaður og yfirmaður Drug Policy Alliance í Colorado þar sem kanabis var meira og minna lögleitt fyrir tæpum tveimur árum. Hvernig tókst fólki sem vildi þessar breytingar að fá stjórnmálamenn til að hugsa öðruvísi en áður um þessi mál? „Stjórnmálamenn fylgja venjulega fólkinu,“ segir Way og brosir. „Þannig að þegar almenningur hafi skipt um skoðun og hlutföllin í umræðunni breyttust, gátu stjórnmálamennirnir ekki lengur notað gamlar tuggur um nauðsyn þess að beita hörku gegn glæpum og fíkniefnum. Þeir urðu að lokum að fylgja meirihluta almennings,“ segir Way.Í spilaranum hér að ofan má sjá ítarlegt viðtal Heimis Más við Neill Franklin og Art Way í heild sinni. Tengdar fréttir Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum varar við þvi að íslenskir lögreglumenn sé sendir til þjálfunar í Bandaríkjunum, þar sem lögreglan hafi verið hervædd í stríðinu gegn fíkniefnum. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, stendur fyrir tveggja daga opinni alþjóðlegri ráðstefnu sem hefst í Tjarnarbíó á morgun. Neill Franklin og Art Way eru tveir af sex erlendum sérfræðifyrirlesurum á ráðstefnunni. Franklin er fyrrverandi liðsforingi í fíkniefnadeild lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum þar sem hann þjónaði í 34 ár. Hann segir stríðið gegn fíkniefnum sem staðið hefur yfir í tæp fimmtíu ár ekki bara vera slagorð, heldur ofbeldisfullt stríð við fólk. Til að mynda séu um 300 morð framin á ári í Baltimore þar sem 600 þúsund manns búa.Varar við að elta hervæðingu lögreglunnar í Bandaríkjunum Þótt ofbeldið hér á landi sé nánast ekkert í samanburði við Bandaríkin varar Franklin Íslendinga við starfsaðferðum lögreglunnar. „Það hvernig lögreglan sigtar fólk sem notar fíkniefni út er stríð gegn fólki. Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin. Art Way er lögmaður og yfirmaður Drug Policy Alliance í Colorado þar sem kanabis var meira og minna lögleitt fyrir tæpum tveimur árum. Hvernig tókst fólki sem vildi þessar breytingar að fá stjórnmálamenn til að hugsa öðruvísi en áður um þessi mál? „Stjórnmálamenn fylgja venjulega fólkinu,“ segir Way og brosir. „Þannig að þegar almenningur hafi skipt um skoðun og hlutföllin í umræðunni breyttust, gátu stjórnmálamennirnir ekki lengur notað gamlar tuggur um nauðsyn þess að beita hörku gegn glæpum og fíkniefnum. Þeir urðu að lokum að fylgja meirihluta almennings,“ segir Way.Í spilaranum hér að ofan má sjá ítarlegt viðtal Heimis Más við Neill Franklin og Art Way í heild sinni.
Tengdar fréttir Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Sjá meira
Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37